„Fyrst og fremst stólaskipti“ án þess að axla ábyrgð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. október 2023 13:40 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð. Fréttastofa ræddi við formann Samfylkingarinnar um leið og Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra hafði tilkynnt um stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur utanríkisráðherra. „Ég óska nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki. Það eru náttúrulega ærin verkefni fram undan og það sem skiptir fólkið í landinu mestu máli er hvort það verði breytt um stefnu eða hvort við sjáum meira af því sama. Við erum auðvitað í miðri fjárlagavinnu og það er enn hægt að hafa talsverð áhrif á fjárlögun ef ríkisstjórnin og þingið, sérstaklega stjórnarliðarnir hafa áhuga á því,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin sé öll af vilja gerð til að vinna með ríkisstjórninni að kjarapakka sem flokkurinn hefur lagt fram. Hún segist þó ekki eiga von á snarpri stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar. „Ef að ég skil rétt þær breytingar sem áttu sér stað í dag þá voru þetta fyrst og fremst bara stólaskipti og litlar breytingar aðrar en það,“ segir Kristrún. Bjarni hefur sagt að með afsögn sinni sé hann að axla ábyrgð í Íslandsbankamálinu. „Ég held að það að axla ábyrgð felist líka í að viðurkenna að eitthvað hefði mátt betur fara. Mér hefur ekki þótt það vera að heyra í hans málflutningi. En ég held að á þessum tímapunkti þurfum við bara að horfa fram á veginn.“ Enn eigi eftir að gera upp ýmislegt í Íslandsbankamálinu. „Við höfum kallað eftir rannsóknarskýrslu, það ákall stendur ennþá,“ segir Kristrún. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira
Fréttastofa ræddi við formann Samfylkingarinnar um leið og Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra hafði tilkynnt um stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur utanríkisráðherra. „Ég óska nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki. Það eru náttúrulega ærin verkefni fram undan og það sem skiptir fólkið í landinu mestu máli er hvort það verði breytt um stefnu eða hvort við sjáum meira af því sama. Við erum auðvitað í miðri fjárlagavinnu og það er enn hægt að hafa talsverð áhrif á fjárlögun ef ríkisstjórnin og þingið, sérstaklega stjórnarliðarnir hafa áhuga á því,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin sé öll af vilja gerð til að vinna með ríkisstjórninni að kjarapakka sem flokkurinn hefur lagt fram. Hún segist þó ekki eiga von á snarpri stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar. „Ef að ég skil rétt þær breytingar sem áttu sér stað í dag þá voru þetta fyrst og fremst bara stólaskipti og litlar breytingar aðrar en það,“ segir Kristrún. Bjarni hefur sagt að með afsögn sinni sé hann að axla ábyrgð í Íslandsbankamálinu. „Ég held að það að axla ábyrgð felist líka í að viðurkenna að eitthvað hefði mátt betur fara. Mér hefur ekki þótt það vera að heyra í hans málflutningi. En ég held að á þessum tímapunkti þurfum við bara að horfa fram á veginn.“ Enn eigi eftir að gera upp ýmislegt í Íslandsbankamálinu. „Við höfum kallað eftir rannsóknarskýrslu, það ákall stendur ennþá,“ segir Kristrún.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira