Orð og aðgerðir í þágu friðar Magnea Marinósdóttir skrifar 15. október 2023 13:08 Í dag, sunnudag 15. október, heldur félagi Ísland-Palestína samstöðufund með palestínsku þjóðinni á Austurvelli. Það er tilefni fyrir öll að mæta til að kalla m.a. eftir milligöngu alþjóðasamfélagsins um vopnahlé til að varna frekari blóðbaði enda hafa stjórnvöld í Ísrael lýst yfir stríði. Franesca Albanese, sérstakur skýrsluhöfundur Sameinuðu þjóðanna (S.þ.) um málefni hernumdu svæðanna, varaði við því í yfirlýsingu í gær að þjóðernishreinsanir á Palestínumönnum væru í uppsiglingu yrði ekkert að gert. Hún hvatti alþjóðasamfélagið til að eiga tafarlausa milligöngu um að ná samkomulagi um vopnahlé milli hersveita Hamas og Ísraels. Yfirlýsing skýrsluhöfundar S.þ. kom í kjölfar þess að 1.1 milljón íbúa norður Gaza var fyrirskipað af Ísraelsstjórn að færa sig til suðurhluta Gaza innan sólarhrings sl. fimmtudag. Daginn eftir fór herinn inn í norðurhlutann til að „hreinsa“ svæðið. Á sama tíma hefur verið lokað á allan innflutning inn til Gaza á matvöru, vatni, eldsneyti og rafmagni sem er brot á Gefnfarsáttmálanum sem Ísrael skrifaði undir árið 1951. Ísraelsstjórn, sem stjórnar öllum inn- og útflutningi til og frá Gaza, hefur lýst því yfir að enginn innflutningur muni eiga sér stað fyrr en gíslarnir verði leystir úr haldi og jafnframt beitt stjórnvöld í Egyptalandi þrýstingi þess efnis að opna ekki fyrir innflutning sín megin við landamæri Gazastrandarinnar. Hörmungarnar – Nakba Franesca Albanese, skýrsluhöfundur S.þ. varar við öðru Nakba og Naksa. Nakba eða hörmungarnar er hugtakið sem Palestínufólk notar til að lýsa tímabilinu milli 1947-1949 þegar um 750 þúsund Palestínumenn flúðu heimili sín og land í tengslum við vopnuðu átökin sem urðu fyrir og eftir stofnun Ísraelsríkis. Sex daga stríðið 1967 leiddi síðan til þess að 350 þúsund Palestínumenn misstu heimili sín sem er vísað til sem Naksa sem merkir afturför eða ósigur. Þá sem nú varð mikið mannfall á báða bóga. Nú þegar hafa 1900 manns látið lífið í árásum Ísraelshers á Gaza, þar af 600 börn, og 423 þúsund manns hafa yfirgefið heimili sín. Allt að 1300 manns létu lífið í Ísraels þar sem almennir borgarar voru drepnir með köldu blóði í návígi. Árásir Hamas hafa almennt verið fordæmdar enda hrottalegar og alvarlegt brot á mannúðarlögum. Á sama tíma hafa leiðtogar Vesturlanda með Bandaríkin í broddi fylkingar varið rétt Ísraels til varnar. Josep Borrell, æðsti yfirmaður Evrópusambandsins um utanríkismál, gaf fyrst út yfirlýsingu þar sem réttur Ísraels til að verja sig var undirstrikaður. Sumir utanríkisráðherrar ESB gerðu athugasemdir við yfirlýsingu hans í þeirra nafni og síðar kom önnur yfirlýsing eftir óformlegan fund með utanríksiráðherrum ESB og fleirum þar sem það er endurtekið að Ísrael hefði rétt til að grípa til varna en það verði að vera í samræmi við mannúðarlög og önnur alþjóðalög. Fulltrúar íslenskra stjórnvöld hafa tekið í sama streng, þ.e. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir (þáverandi) utanríkisráðherra og Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og fyrrum aðstoðarkona utanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var spurð hvort hún tæki undir orð Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um að Ísrael hafi fullan rétt til sjálfsvarnar. Hún svaraði með eftirfarandi hætti: „Utanríkisráðherra hefur lýst afstöðu íslenskra stjórnvalda þar sem við fordæmum þessar árásir í gær. En eins og ég segi þá er full ástæða til að hafa miklar og þungar áhyggjur af þessari stigmögnun sem við höfum séð síðasta sólarhringinn og hún getur breiðst út.“ Forsætisráðherra hefur vissulega rétt fyrir sér enda vitum við öll að vörn Ísraels þýðir einfaldlega hersókn með áframhaldandi blóðbaði og drápum á almennum borgurum. Það gerist og mun áfram gerast þrátt fyrir yfirlýsingar um að her Ísraels stundi „mannúðlegan hernað“ sbr. það að vara fólk áður en sprengjurnar falla. Hinn „mannúðlegi hernaður“ sem var stundaður árið 2014 hafði hörmulegar afleiðingar sem varð til þess að Alþjóðasakamáladómstólinn hóf rannsókn á því hvort stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni hafi verið framdir í loftárásunum sem gerðar voru á Gaza árið 2014. Hernaðaraðgerðir Hamas eru einnig til skoðunar. Hvað er til ráða? Norðmenn hafa alltaf haldið talsambandi við Hamas og komið áður að friðarviðræðum milli Ísraelsríkis og Palestínumanna sbr. Oslóarsamningarnir árið 1993. Ísland hefur sérstakt samband við Bandaríkin og sögulegt við Ísrael. Bæði eru utan ESB. Þessi tvö Norðurlönd gætu hugsanlega tekið höndum saman. Utanríkisráðherra Íslands lét hafa eftir sér að ofbeldinu yrði að linna og allir ættu rétt á frið og öryggi. Næsta skref væri að taka undir ákall Franesca Albanese sem kallar eftir tafarlausri milligöngu alþjóðasamfélagsins um vopnahlé, og síðan í samvinnu við utanríkisráðherra Noregs og fleiri gætu íslensk stjórnvöld kallað eftir viðræðum um lausn gíslanna og að endingu viðræðum um hvernig megi tryggja forsendur friðar - friðsamlegrar sambúð Gyðinga og Palestínumanna sem og annarra í Mið-Austurlöndum - með milligöngu alþjóðasamfélagsins. Þetta gætu jafnvel allir stjórnmálaflokkar á Íslandi tekið höndum saman um og boðið Ísland fram sem vettvang slíkra viðræðna svipað og þegar leiðtogafundurinn var haldinn í Höfða árið 1986. Slíkt skref væri í anda hugmynda um Ísland sem ríki friðar og Reykjavíkur sem friðarborg. Hvoru tveggja er undirstrikað árlega með því að halda friðarráðstefnuhérlendis á vegum Höfða friðarseturs sem dagana 10.-11. október sl. var haldin sem hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni þar sem bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku til máls. Nú er lag að sýna frumkvæði og samvinnu við aðra í þágu friðar. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Marinósdóttir Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14. október 2023 19:18 Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, sunnudag 15. október, heldur félagi Ísland-Palestína samstöðufund með palestínsku þjóðinni á Austurvelli. Það er tilefni fyrir öll að mæta til að kalla m.a. eftir milligöngu alþjóðasamfélagsins um vopnahlé til að varna frekari blóðbaði enda hafa stjórnvöld í Ísrael lýst yfir stríði. Franesca Albanese, sérstakur skýrsluhöfundur Sameinuðu þjóðanna (S.þ.) um málefni hernumdu svæðanna, varaði við því í yfirlýsingu í gær að þjóðernishreinsanir á Palestínumönnum væru í uppsiglingu yrði ekkert að gert. Hún hvatti alþjóðasamfélagið til að eiga tafarlausa milligöngu um að ná samkomulagi um vopnahlé milli hersveita Hamas og Ísraels. Yfirlýsing skýrsluhöfundar S.þ. kom í kjölfar þess að 1.1 milljón íbúa norður Gaza var fyrirskipað af Ísraelsstjórn að færa sig til suðurhluta Gaza innan sólarhrings sl. fimmtudag. Daginn eftir fór herinn inn í norðurhlutann til að „hreinsa“ svæðið. Á sama tíma hefur verið lokað á allan innflutning inn til Gaza á matvöru, vatni, eldsneyti og rafmagni sem er brot á Gefnfarsáttmálanum sem Ísrael skrifaði undir árið 1951. Ísraelsstjórn, sem stjórnar öllum inn- og útflutningi til og frá Gaza, hefur lýst því yfir að enginn innflutningur muni eiga sér stað fyrr en gíslarnir verði leystir úr haldi og jafnframt beitt stjórnvöld í Egyptalandi þrýstingi þess efnis að opna ekki fyrir innflutning sín megin við landamæri Gazastrandarinnar. Hörmungarnar – Nakba Franesca Albanese, skýrsluhöfundur S.þ. varar við öðru Nakba og Naksa. Nakba eða hörmungarnar er hugtakið sem Palestínufólk notar til að lýsa tímabilinu milli 1947-1949 þegar um 750 þúsund Palestínumenn flúðu heimili sín og land í tengslum við vopnuðu átökin sem urðu fyrir og eftir stofnun Ísraelsríkis. Sex daga stríðið 1967 leiddi síðan til þess að 350 þúsund Palestínumenn misstu heimili sín sem er vísað til sem Naksa sem merkir afturför eða ósigur. Þá sem nú varð mikið mannfall á báða bóga. Nú þegar hafa 1900 manns látið lífið í árásum Ísraelshers á Gaza, þar af 600 börn, og 423 þúsund manns hafa yfirgefið heimili sín. Allt að 1300 manns létu lífið í Ísraels þar sem almennir borgarar voru drepnir með köldu blóði í návígi. Árásir Hamas hafa almennt verið fordæmdar enda hrottalegar og alvarlegt brot á mannúðarlögum. Á sama tíma hafa leiðtogar Vesturlanda með Bandaríkin í broddi fylkingar varið rétt Ísraels til varnar. Josep Borrell, æðsti yfirmaður Evrópusambandsins um utanríkismál, gaf fyrst út yfirlýsingu þar sem réttur Ísraels til að verja sig var undirstrikaður. Sumir utanríkisráðherrar ESB gerðu athugasemdir við yfirlýsingu hans í þeirra nafni og síðar kom önnur yfirlýsing eftir óformlegan fund með utanríksiráðherrum ESB og fleirum þar sem það er endurtekið að Ísrael hefði rétt til að grípa til varna en það verði að vera í samræmi við mannúðarlög og önnur alþjóðalög. Fulltrúar íslenskra stjórnvöld hafa tekið í sama streng, þ.e. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir (þáverandi) utanríkisráðherra og Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og fyrrum aðstoðarkona utanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var spurð hvort hún tæki undir orð Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um að Ísrael hafi fullan rétt til sjálfsvarnar. Hún svaraði með eftirfarandi hætti: „Utanríkisráðherra hefur lýst afstöðu íslenskra stjórnvalda þar sem við fordæmum þessar árásir í gær. En eins og ég segi þá er full ástæða til að hafa miklar og þungar áhyggjur af þessari stigmögnun sem við höfum séð síðasta sólarhringinn og hún getur breiðst út.“ Forsætisráðherra hefur vissulega rétt fyrir sér enda vitum við öll að vörn Ísraels þýðir einfaldlega hersókn með áframhaldandi blóðbaði og drápum á almennum borgurum. Það gerist og mun áfram gerast þrátt fyrir yfirlýsingar um að her Ísraels stundi „mannúðlegan hernað“ sbr. það að vara fólk áður en sprengjurnar falla. Hinn „mannúðlegi hernaður“ sem var stundaður árið 2014 hafði hörmulegar afleiðingar sem varð til þess að Alþjóðasakamáladómstólinn hóf rannsókn á því hvort stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni hafi verið framdir í loftárásunum sem gerðar voru á Gaza árið 2014. Hernaðaraðgerðir Hamas eru einnig til skoðunar. Hvað er til ráða? Norðmenn hafa alltaf haldið talsambandi við Hamas og komið áður að friðarviðræðum milli Ísraelsríkis og Palestínumanna sbr. Oslóarsamningarnir árið 1993. Ísland hefur sérstakt samband við Bandaríkin og sögulegt við Ísrael. Bæði eru utan ESB. Þessi tvö Norðurlönd gætu hugsanlega tekið höndum saman. Utanríkisráðherra Íslands lét hafa eftir sér að ofbeldinu yrði að linna og allir ættu rétt á frið og öryggi. Næsta skref væri að taka undir ákall Franesca Albanese sem kallar eftir tafarlausri milligöngu alþjóðasamfélagsins um vopnahlé, og síðan í samvinnu við utanríkisráðherra Noregs og fleiri gætu íslensk stjórnvöld kallað eftir viðræðum um lausn gíslanna og að endingu viðræðum um hvernig megi tryggja forsendur friðar - friðsamlegrar sambúð Gyðinga og Palestínumanna sem og annarra í Mið-Austurlöndum - með milligöngu alþjóðasamfélagsins. Þetta gætu jafnvel allir stjórnmálaflokkar á Íslandi tekið höndum saman um og boðið Ísland fram sem vettvang slíkra viðræðna svipað og þegar leiðtogafundurinn var haldinn í Höfða árið 1986. Slíkt skref væri í anda hugmynda um Ísland sem ríki friðar og Reykjavíkur sem friðarborg. Hvoru tveggja er undirstrikað árlega með því að halda friðarráðstefnuhérlendis á vegum Höfða friðarseturs sem dagana 10.-11. október sl. var haldin sem hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni þar sem bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku til máls. Nú er lag að sýna frumkvæði og samvinnu við aðra í þágu friðar. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56
Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14. október 2023 19:18
Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. 14. október 2023 07:00
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun