Helförin á Gaza Ástþór Magnússon skrifar 16. október 2023 12:00 Ísrael samtímans með leiðtoga er réttlæta fjöldamorð með því að kalla annað fólk „dýr“ er ekki eitthvað sem íslenska þjóðin getur sýnt stuðning við. Fyrrum utanríkisráðherrann okkar, ung móðir sem í fljótfærni gaf út opinbera yfirlýsingu með blindum stuðningi við Ísrael í kjölfar hræðilegra árása Hamas-andspyrnunar, hefur nú nokkrum dögum síðar yfirgefið utanríkisráðuneytið. Fyrra klúður þessa yngsta utanríkisráðherra Íslands er hún uppá eigin spýtur lokaði Íslenska sendiráðinu í Moskvu fyrir nokkrum mánuðum, átti líklegast einnig þátt í að hún var flutt úr utanríkisráðuneytinu. Það er skiljanlegt að ungt fólk sýni fljótfærnisleg viðbrögð þegar þau horfa úr fjarska uppá miskunnarlaus dráp á saklausu fólki. Andspyrna ungs fólks sem fætt er inní kúgun og umkringt fangelsismúrum og sér fyrir sig enga framtíð aðra en hægan og sársaukafullan dauða er einnig óumflýjanleg. Örvæntingarfullar og hrottalegar aðgerðir þeirra veitir okkur ekki rétt til að refsa fjölskyldumeðlimum þeirra, ungabörnum eða styðja þjóðarmorð. Þetta er ekki ágreiningur um trúarbrögð. Þetta eru ekki einu sinni flókin átök. Þau stjórnast af græðgi sem stríðir gegn öllum meginreglum friðsæls lífs og er á engan hátt í samræmi við gyðingdóm. Rabbínar og almennir borgarar frá öllum stigum þjóðfélagsins og trúarbrögðum hafa undanfarna daga flykkt liði á torgum um alla heimsbyggðina til að fordæma öll morðin svo og andstyggð á þeim fjöldamorðum sem ríkisstjórn Ísrael fremur nú daglega á Gaza. Það er á ábyrgð samfélags þjóðanna og leiðtoga okkar að krefjast ekki aðeins tafarlaust vopnahlés, einnig þess að öll landamæri að Gaza verði opnuð án tafar og að mannúðaraðstoð verði send úr öllum áttum, einnig Ísrael, til þeirra sem eru í sárri neyð. Þessu verður að fylgja eftir með friðarráðstefnu þar sem fulltrúar allra deiluaðila fá sæti við samningaborðið til að vinna sameiginlega að því að finna leiðir til varanlegs friðar. Við getum ekki lengur leyft þessum átökum að stjórnast af græðgi og aðskilnaðarstefnu. Við getum ekki lengur fylgst með óábyrgum aðgerðum ungs fólks úr fjarska sem leiðir til enn frekari hörmunga. Það sem þarf núna er sanna leiðtogahæfileika til friðar þar sem stuðst er við reynslu, þekkingu, hugrekki og framsýni. Taki Forseti Íslands og ríkisstjórn ekki á þessum málum af ábyrgð, láti af stuðningi við hernað og taki upp beinar aðgerðir til friðar, mun ég bjóða mig fram til forseta í komandi kosningum 2024 til að koma inní þessa umræðu aftur. Mín stefnuskrá er stofnun Alþingis í Jerúsalem sem framlag Íslands til að skapa hlutlausan vettvang friðarviðræðna í anda elsta þjóðþings heims. Alþingi Íslendinga var hornsteinn okkar Íslendinga að friðsælu þjóðfélagi. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísrael samtímans með leiðtoga er réttlæta fjöldamorð með því að kalla annað fólk „dýr“ er ekki eitthvað sem íslenska þjóðin getur sýnt stuðning við. Fyrrum utanríkisráðherrann okkar, ung móðir sem í fljótfærni gaf út opinbera yfirlýsingu með blindum stuðningi við Ísrael í kjölfar hræðilegra árása Hamas-andspyrnunar, hefur nú nokkrum dögum síðar yfirgefið utanríkisráðuneytið. Fyrra klúður þessa yngsta utanríkisráðherra Íslands er hún uppá eigin spýtur lokaði Íslenska sendiráðinu í Moskvu fyrir nokkrum mánuðum, átti líklegast einnig þátt í að hún var flutt úr utanríkisráðuneytinu. Það er skiljanlegt að ungt fólk sýni fljótfærnisleg viðbrögð þegar þau horfa úr fjarska uppá miskunnarlaus dráp á saklausu fólki. Andspyrna ungs fólks sem fætt er inní kúgun og umkringt fangelsismúrum og sér fyrir sig enga framtíð aðra en hægan og sársaukafullan dauða er einnig óumflýjanleg. Örvæntingarfullar og hrottalegar aðgerðir þeirra veitir okkur ekki rétt til að refsa fjölskyldumeðlimum þeirra, ungabörnum eða styðja þjóðarmorð. Þetta er ekki ágreiningur um trúarbrögð. Þetta eru ekki einu sinni flókin átök. Þau stjórnast af græðgi sem stríðir gegn öllum meginreglum friðsæls lífs og er á engan hátt í samræmi við gyðingdóm. Rabbínar og almennir borgarar frá öllum stigum þjóðfélagsins og trúarbrögðum hafa undanfarna daga flykkt liði á torgum um alla heimsbyggðina til að fordæma öll morðin svo og andstyggð á þeim fjöldamorðum sem ríkisstjórn Ísrael fremur nú daglega á Gaza. Það er á ábyrgð samfélags þjóðanna og leiðtoga okkar að krefjast ekki aðeins tafarlaust vopnahlés, einnig þess að öll landamæri að Gaza verði opnuð án tafar og að mannúðaraðstoð verði send úr öllum áttum, einnig Ísrael, til þeirra sem eru í sárri neyð. Þessu verður að fylgja eftir með friðarráðstefnu þar sem fulltrúar allra deiluaðila fá sæti við samningaborðið til að vinna sameiginlega að því að finna leiðir til varanlegs friðar. Við getum ekki lengur leyft þessum átökum að stjórnast af græðgi og aðskilnaðarstefnu. Við getum ekki lengur fylgst með óábyrgum aðgerðum ungs fólks úr fjarska sem leiðir til enn frekari hörmunga. Það sem þarf núna er sanna leiðtogahæfileika til friðar þar sem stuðst er við reynslu, þekkingu, hugrekki og framsýni. Taki Forseti Íslands og ríkisstjórn ekki á þessum málum af ábyrgð, láti af stuðningi við hernað og taki upp beinar aðgerðir til friðar, mun ég bjóða mig fram til forseta í komandi kosningum 2024 til að koma inní þessa umræðu aftur. Mín stefnuskrá er stofnun Alþingis í Jerúsalem sem framlag Íslands til að skapa hlutlausan vettvang friðarviðræðna í anda elsta þjóðþings heims. Alþingi Íslendinga var hornsteinn okkar Íslendinga að friðsælu þjóðfélagi. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun