Bankastarfsmaður rekinn fyrir að kaupa kaffi og samloku fyrir konuna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 07:48 Það var ekki kostnaðurinn við samlokuna sem skipti máli, heldur hver borðaði hana. Vinnumáladómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Citibank hafi verið heimilt að reka starfsmann sem rukkaði bankann um endurgreiðslu fyrir tvo kaffibolla, tvær samlokur og tvo pastarétti. Frá þessu greinir BBC. Málið varðar starfsmann sem hafið unnið við greiningar hjá Citibank í Lundúnum í sjö ár. Sérsvið hans voru fjármálaglæpir. Szabolcs Fekete fór vinnuferð til Amsterdam í þrjá daga í júlí í fyrra en þegar hann mætti aftur til vinnu í Lundúnum rukkaði hann Citibank um útlagðan kostnað. Kostnaðinn taldi Fekete falla undir reglur um dagpeninga, sem voru 100 evrur á dag. Yfirmaðurinn sem fór yfir kvittanir Fekete gerði hins vegar athugasemdir við fjárútlát hans og vildi fá að vita hvort hann hefði neytt alls þess matar sjálfur sem hann hafði greitt fyrir. Fekete varð það á að ljúga í svörum sínum og sagði að já, hann hefði sjálfur drukkið tvo kaffibolla, borðað tvær samlokur og svo framvegis. Hið rétta var að hann hafði boðið konu sinni með í ferðina og taldi að svo lengi sem eyðslan væri innan áðurnefndra 100 evra marka þá væri honum frjálst að rukka fyrirtækið, þrátt fyrir að hann hefði ekki sjálfur neytt alls matarins. Reglur bankans kveða hins vegar á um að starfsmenn geta ekki fengið endurgreitt vegna máltíða og ferðalaga maka og þá er þess krafist að nöfn allra þeirra sem starfsmenn greiða fyrir fylgi með kvittunum. Citibank vísaði málinu áfram til öryggis- og rannsóknardeildar bankans, sem krafðist þess að vita hvort Fekete hefði deilt máltíð þar sem tveir pastaréttir voru pantaðir en aftur neitaði Fekete. Bankastarfsmaðurinn játaði síðar að eiginkonan hefði neytt matarins með honum og sagðist hafa verið á sterkum verkjalyfjum þegar hann laug að yfirmönnum í tölvupósti. Dómarinn í málinu úrskurðaði Citibank í vil og sagði bankanna hafa verið í fullum rétti þegar Fekete var sagt upp störfum. Málið snérist ekki um upphæðir heldur um framgöngu starfsmannsins. Hann hefði átt að segja satt og rétt frá við fyrsta tækifæri, enda mikilvægt að hann nyti trausts starfs síns vegna. Bretland England Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Frá þessu greinir BBC. Málið varðar starfsmann sem hafið unnið við greiningar hjá Citibank í Lundúnum í sjö ár. Sérsvið hans voru fjármálaglæpir. Szabolcs Fekete fór vinnuferð til Amsterdam í þrjá daga í júlí í fyrra en þegar hann mætti aftur til vinnu í Lundúnum rukkaði hann Citibank um útlagðan kostnað. Kostnaðinn taldi Fekete falla undir reglur um dagpeninga, sem voru 100 evrur á dag. Yfirmaðurinn sem fór yfir kvittanir Fekete gerði hins vegar athugasemdir við fjárútlát hans og vildi fá að vita hvort hann hefði neytt alls þess matar sjálfur sem hann hafði greitt fyrir. Fekete varð það á að ljúga í svörum sínum og sagði að já, hann hefði sjálfur drukkið tvo kaffibolla, borðað tvær samlokur og svo framvegis. Hið rétta var að hann hafði boðið konu sinni með í ferðina og taldi að svo lengi sem eyðslan væri innan áðurnefndra 100 evra marka þá væri honum frjálst að rukka fyrirtækið, þrátt fyrir að hann hefði ekki sjálfur neytt alls matarins. Reglur bankans kveða hins vegar á um að starfsmenn geta ekki fengið endurgreitt vegna máltíða og ferðalaga maka og þá er þess krafist að nöfn allra þeirra sem starfsmenn greiða fyrir fylgi með kvittunum. Citibank vísaði málinu áfram til öryggis- og rannsóknardeildar bankans, sem krafðist þess að vita hvort Fekete hefði deilt máltíð þar sem tveir pastaréttir voru pantaðir en aftur neitaði Fekete. Bankastarfsmaðurinn játaði síðar að eiginkonan hefði neytt matarins með honum og sagðist hafa verið á sterkum verkjalyfjum þegar hann laug að yfirmönnum í tölvupósti. Dómarinn í málinu úrskurðaði Citibank í vil og sagði bankanna hafa verið í fullum rétti þegar Fekete var sagt upp störfum. Málið snérist ekki um upphæðir heldur um framgöngu starfsmannsins. Hann hefði átt að segja satt og rétt frá við fyrsta tækifæri, enda mikilvægt að hann nyti trausts starfs síns vegna.
Bretland England Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira