Gefum skuldabréfum gaum Vignir Þór Sverrisson skrifar 17. október 2023 11:00 Ég lærði nokkuð snemma að til að sjá hvað er í gangi í hagkerfinu er nærtækt að horfa á skuldabréfamarkaðinn. Skuldabréfum má líkja við hjarta- og æðakerfi sem sér um að dreifa súrefni til atvinnugeira og heimila. Þegar vextir eru hækkaðir er það til að draga úr umsvifum í hagkerfinu og öfugt þegar þeir eru lækkaðir. Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir hratt þar sem óvissa um efnahagsmál var mikil. Nú fara vextir hækkandi í öllum heimshlutum. En hvað segir skuldabréfamarkaðurinn okkur? Stutta svarið er að verið sé að reyna að hemja verðbólgu og kæla hagkerfin. Seðlabanki Íslands er ekki í öfundsverðu hlutverki. Hagvöxtur mældist ríflega 7% í fyrra, íbúum fjölgar sífellt hraðar, fasteignaverð fer hækkandi, atvinnuleysi hefur hjaðnað hratt frá því í faraldrinum og kjarasamningar losna hver á fætur öðrum í byrjun næsta árs. Draga hefur þurft úr umsvifum í hagkerfinu og vextir því hækkað, minna súrefni skammtað. Þegar vextir eru komnir eins hátt og í dag þá er lítill sem enginn hvati fyrir fólk að auka við skuldsetningu. Í staðinn er skynsamlegt að staldra við og spyrja sig hvernig hægt er að nýta sér stöðuna. Í gegnum tíðina hafa skuldabréf ekki verið eins spennandi fjárfestingakostur og hlutabréf. Það mætir víst enginn í veislur að til að ræða um ávöxtunarkröfu skuldabréfa en ófáir hafa viljað ræða einstök hlutabréf. Hærri vextir hafa ýtt undir áhuga almennings á sparnaði. Sjá má aukningu í innlánum einstaklinga í bönkum landsins, sem er eðlilegt þegar vextir eru jafn háir og raun ber vitni. Aðgengi almennings að skuldabréfamarkaðnum er helst í gegnum verðbréfasjóði, en í raun hefur aldrei verið auðveldara að tryggja sér góða langtímavexti í gegnum þá sjóði. Í dag eru kjör á skuldabréfamarkaði sem ekki hafa sést í 15 ár. Hægt er að tryggja sér allt að 10% vexti á skuldabréfum og raunvexti allt að 4%. Tólf mánaða verðbólga er enn há en við þurfum að horfa fram á við. Undanfarna þrjá mánuði hafa sést merki um að verðbólga sé tekin að lækka. Þegar vextir eru eins háir og í dag þá er tækifæri til að tryggja sér þetta háa vaxtastig til lengri tíma í gegnum skuldabréfasjóði. Hver veit nema að í komandi haustveislum vilji fleiri ræða um ágæti skuldabréfa. Höfundur er fjárfestingarstjóri hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég lærði nokkuð snemma að til að sjá hvað er í gangi í hagkerfinu er nærtækt að horfa á skuldabréfamarkaðinn. Skuldabréfum má líkja við hjarta- og æðakerfi sem sér um að dreifa súrefni til atvinnugeira og heimila. Þegar vextir eru hækkaðir er það til að draga úr umsvifum í hagkerfinu og öfugt þegar þeir eru lækkaðir. Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir hratt þar sem óvissa um efnahagsmál var mikil. Nú fara vextir hækkandi í öllum heimshlutum. En hvað segir skuldabréfamarkaðurinn okkur? Stutta svarið er að verið sé að reyna að hemja verðbólgu og kæla hagkerfin. Seðlabanki Íslands er ekki í öfundsverðu hlutverki. Hagvöxtur mældist ríflega 7% í fyrra, íbúum fjölgar sífellt hraðar, fasteignaverð fer hækkandi, atvinnuleysi hefur hjaðnað hratt frá því í faraldrinum og kjarasamningar losna hver á fætur öðrum í byrjun næsta árs. Draga hefur þurft úr umsvifum í hagkerfinu og vextir því hækkað, minna súrefni skammtað. Þegar vextir eru komnir eins hátt og í dag þá er lítill sem enginn hvati fyrir fólk að auka við skuldsetningu. Í staðinn er skynsamlegt að staldra við og spyrja sig hvernig hægt er að nýta sér stöðuna. Í gegnum tíðina hafa skuldabréf ekki verið eins spennandi fjárfestingakostur og hlutabréf. Það mætir víst enginn í veislur að til að ræða um ávöxtunarkröfu skuldabréfa en ófáir hafa viljað ræða einstök hlutabréf. Hærri vextir hafa ýtt undir áhuga almennings á sparnaði. Sjá má aukningu í innlánum einstaklinga í bönkum landsins, sem er eðlilegt þegar vextir eru jafn háir og raun ber vitni. Aðgengi almennings að skuldabréfamarkaðnum er helst í gegnum verðbréfasjóði, en í raun hefur aldrei verið auðveldara að tryggja sér góða langtímavexti í gegnum þá sjóði. Í dag eru kjör á skuldabréfamarkaði sem ekki hafa sést í 15 ár. Hægt er að tryggja sér allt að 10% vexti á skuldabréfum og raunvexti allt að 4%. Tólf mánaða verðbólga er enn há en við þurfum að horfa fram á við. Undanfarna þrjá mánuði hafa sést merki um að verðbólga sé tekin að lækka. Þegar vextir eru eins háir og í dag þá er tækifæri til að tryggja sér þetta háa vaxtastig til lengri tíma í gegnum skuldabréfasjóði. Hver veit nema að í komandi haustveislum vilji fleiri ræða um ágæti skuldabréfa. Höfundur er fjárfestingarstjóri hjá Íslandssjóðum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun