„Tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2023 07:31 Halldór Árnason er tekinn við sem þjálfari Breiðabliks. vísir/vilhelm Halldór Árnason segir að það leggist vel í hann að taka við Blikunum og fá tækifæri á stóra sviðinu. Hann segir að verkefnið sé bæði stórt og spennandi. Breiðablik gekk frá þriggja ára samningi við Halldór á dögunum eftir að í ljós kom að Óskar Hrafn Þorvaldsson myndi hætta með liðið eftir síðasta leik liðsins á Íslandsmótinu. Óskar tók við norska úrvaldeildarfélaginu Haugesund í gær. Halldór var aðstoðarþjálfari Breiðabliks í þjálfaratíð Óskars og þeir unnu einnig saman hjá Gróttu á sínum tíma. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Halldórs, en hann stýrði KV á árunum 2012-14. Fyrsta verkefni Halldórs sem aðalþjálfari er riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er stórt og spennandi verkefni og ekki síst á þessum tímapunkti þar sem við erum að taka þátt í Sambandsdeildinni og höfum staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum og fjórir risaleikir framundan sem ég er mjög spenntur að taka þátt í.“ Lærdómsríkur og góður tími Hann viðurkennir að það sé sérstakt að taka við liði og það fyrsta sem hann gerir sem aðalþjálfari Blika sé að stýra liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. „Það er auðvelt að mikla þetta fyrir sér en ég kýs að horfa á þetta sé frábæran hlut. Ég fæ nú einn æfingarleik á móti Rangers til að koma okkur af stað. Þetta er bara eins gott og það verður að fá alvöru svör og alvöru reynslu og taka það síðan með okkur áfram.“ Halldór segir að það verði vissulega viðbrigði fyrir sig að starfa ekki með Óskari Hrafni. „Ég þarf svolítið að finna minn takt í þessu. Sennilega var líka kominn tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum. En okkar tími saman var frábær og lærdómsríkur og góður. Grundgildi liðsins verða þau sömu, hins vegar er líka mjög mikilvægt fyrir mig að setja mitt handbragð á liðið og koma inn með ákveðinn ferskleika,“ segir Halldór sem segist hafa rætt mikið við Óskar Hrafn um þetta nýja starf hans. „Þegar þetta fór allt af stað ræddi ég mikið við Óskar og fann mikinn stuðning frá honum og það skiptir mig miklu máli.“ Halldór er núna að ljúka UEFA Pro gráðunni en hann einfaldlega verður að vera með gráðuna til að stýra liði í Sambandsdeild Evrópu. „Það er krafa frá UEFA að hafa þessa gráðu þannig að það var enginn leið að fresta því.“ Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Breiðablik gekk frá þriggja ára samningi við Halldór á dögunum eftir að í ljós kom að Óskar Hrafn Þorvaldsson myndi hætta með liðið eftir síðasta leik liðsins á Íslandsmótinu. Óskar tók við norska úrvaldeildarfélaginu Haugesund í gær. Halldór var aðstoðarþjálfari Breiðabliks í þjálfaratíð Óskars og þeir unnu einnig saman hjá Gróttu á sínum tíma. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Halldórs, en hann stýrði KV á árunum 2012-14. Fyrsta verkefni Halldórs sem aðalþjálfari er riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er stórt og spennandi verkefni og ekki síst á þessum tímapunkti þar sem við erum að taka þátt í Sambandsdeildinni og höfum staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum og fjórir risaleikir framundan sem ég er mjög spenntur að taka þátt í.“ Lærdómsríkur og góður tími Hann viðurkennir að það sé sérstakt að taka við liði og það fyrsta sem hann gerir sem aðalþjálfari Blika sé að stýra liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. „Það er auðvelt að mikla þetta fyrir sér en ég kýs að horfa á þetta sé frábæran hlut. Ég fæ nú einn æfingarleik á móti Rangers til að koma okkur af stað. Þetta er bara eins gott og það verður að fá alvöru svör og alvöru reynslu og taka það síðan með okkur áfram.“ Halldór segir að það verði vissulega viðbrigði fyrir sig að starfa ekki með Óskari Hrafni. „Ég þarf svolítið að finna minn takt í þessu. Sennilega var líka kominn tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum. En okkar tími saman var frábær og lærdómsríkur og góður. Grundgildi liðsins verða þau sömu, hins vegar er líka mjög mikilvægt fyrir mig að setja mitt handbragð á liðið og koma inn með ákveðinn ferskleika,“ segir Halldór sem segist hafa rætt mikið við Óskar Hrafn um þetta nýja starf hans. „Þegar þetta fór allt af stað ræddi ég mikið við Óskar og fann mikinn stuðning frá honum og það skiptir mig miklu máli.“ Halldór er núna að ljúka UEFA Pro gráðunni en hann einfaldlega verður að vera með gráðuna til að stýra liði í Sambandsdeild Evrópu. „Það er krafa frá UEFA að hafa þessa gráðu þannig að það var enginn leið að fresta því.“
Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira