Sjúkdómurinn sem er ekki bíll Lára G. Sigurðardóttir, Erna Gunnþórsdóttir, Sigrún Lilja Sigurþórsdóttir, Andri Þórarinsson, Eyjólfur Guðmundsson og Valgerður Rúnarsdóttir skrifa 18. október 2023 12:31 Á dögunum var á dagskrá Ríkissjónvarpsins Kveik-þáttur sem bar titilinn „Í gíslingu efnis sem eirir engu” undir yfirskriftinni „Heilbrigðismál”. Í þættinum fengum við innsýn í líf tveggja einstaklinga með fíknsjúkdóm og endurspeglaði umfjöllunin vel alvarleika sjúkdómsins. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið, þá er fíknsjúkdómurinn lífshættulegur og ósjaldan liggur ungt fólk í valnum. Og líkt og krabbamein eða hjartabilun þá er hann langvinnur. Til að þróa með sér fíknsjúkdóm þarf gjarnan samspil erfða og umhverfis. Viðkomandi hefur yfirleitt erfðafræðilega tilhneigingu en síðan er eitthvað í umhverfinu sem kveikir á honum. Annar verðmiði virðist þó hafa fests við fíknsjúkdóm en sambærilega langvinna sjúkdóma. Fólk sem missir ástvin úr fíknsjúkdómi upplifir gjarnan minni samkennd frá samfélaginu en þau sem missa úr krabbameini. Okkur hættir nefnilega til að horfa á fólk með fíknsjúkdóm sem ógæfumenn. Fólk sem velji sér að lifa í ánauð fíknar, vanrækja fjölskyldu og jafnvel börnin sín. Það er fjarri sanni. Því fíknsjúkdómurinn velur fólkið, en ekki öfugt. Einstaklingur sem nær að brjótast úr viðjum fíkninnar reynir nær undantekningalaust að gera sitt besta til að geta snúið aftur út í lífið. Til sjálfs síns og sinnar fjölskyldu. Því þegar fíknin er við völd þá lútir sjálfið. Fíknin nær heljartökum á heilanum. Hún hrindir til hliðar skynsemi og dómgreind, því efnaskipti í umbunarsvæðum heilans hertaka hugsun og hegðun einstaklingsins. Mikilvægast er að átta sig á að hægt er að meðhöndla og lækna fíknsjúkdóm. Árangursríkast er að beita meðferð sem byggir á vísindum og alþjóðlegum stöðlum, en hún felur í sér þverfaglega nálgun þar sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sálfræðingar, læknar og fleiri vinna saman í að styðja við bataferli viðkomandi. Tíðrætt hefur verið um ávísun ávanabindandi og vímugefandi lyfja undir skyni skaðaminnkunar, þ.e.a.s. lyf sem ætluð eru til inntöku um munn en ekki að sprauta í æð. Slík meðferð er hvorki ráðlögð né örugg, heldur gerir sjúkdóminn verri með auknum líkum á ofskömmtun, auk þess að letja viðkomandi til að leita sér lækningar. Það sjáum við bersýnilega meðal okkar skjólstæðinga. Að ávísa ávanabindandi vímugefandi lyfjum öðrum þeim sem eru gagnreynd í skaðaminnkandi tilgangi er því ekki partur af meðferðinni, þótt slíku hafi verið haldið fram í þættinum. Vissulega er alltaf þörf á að bæta öryggi fólks sem er í virkri neyslu eins og með neyslurými, en í þeim ætti ávallt að vera gott aðgengi að meðferð og bættum lífsgæðum. Einn angi af fíknsjúkdómi er ópíóíðafíkn sem SÁÁ hefur ekki farið varhluta af. Í dag sækir yfir 300 manns gagnreynda lyfjameðferð við ópíóíðafíkn. Meirihluti þessara einstaklinga lifa nú við bætt lífsgæði og eru nú meðal okkar í samfélaginu sem dyggir þegnar, komnir í nám og vinnu eða að stíga sín fyrstu skref aftur út í lífið. Minnihluti þarf skaðaminnunarmeðferð sem dregur úr líkum á ofskömmtun og dauða. Sá hópur er ekki undanskilinn okkar þjónustu og við mætum þeim á þeirra forsendum. Lyfjameðferð við ópíóíðafíkn gefur þannig mörgum tækifæri til að snúa aftur út í samfélagið til ástvina, í skóla eða vinnu. Það gefur fólki tækifæri til að upplifa aftur að lifa lífinu á eigin forsendum, en ekki fíknarinnar. Við minnum á að fíknsjúkdómur er miðtaugakerfissjúkdómur sem hægt er að meðhöndla með gagnreyndum leiðum. Hefjum fíknsjúkdóminn á hærra plan og nálgumst hann af virðingu, líkt og við nálgumst aðra sjúkdóma. Gefumst ekki upp! Höfundar eiga það sameiginlegt að vera læknar sem vinna við meðhöndlun og lækningu á fíknsjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Án þess að kasta rýrð á efni þáttarins eða viðmælendur, þá vekur athygli að ekki var rætt við neinn heilbrigðismenntaðan starfsmann sem vinnur við fíknlækningar. Við höfundarnir keyrum öll bíla dags daglega en tökum ekki að okkar að skipta um bremsuklossa sem bilar. Enda er fíknsjúkdómur ekki bíll. Lára G. Sigurðardóttir, Erna Gunnþórsdóttir, Sigrún Lilja Sigurþórsdóttir, Andri Þórarinsson, Eyjólfur Guðmundsson og Valgerður Rúnarsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á dögunum var á dagskrá Ríkissjónvarpsins Kveik-þáttur sem bar titilinn „Í gíslingu efnis sem eirir engu” undir yfirskriftinni „Heilbrigðismál”. Í þættinum fengum við innsýn í líf tveggja einstaklinga með fíknsjúkdóm og endurspeglaði umfjöllunin vel alvarleika sjúkdómsins. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið, þá er fíknsjúkdómurinn lífshættulegur og ósjaldan liggur ungt fólk í valnum. Og líkt og krabbamein eða hjartabilun þá er hann langvinnur. Til að þróa með sér fíknsjúkdóm þarf gjarnan samspil erfða og umhverfis. Viðkomandi hefur yfirleitt erfðafræðilega tilhneigingu en síðan er eitthvað í umhverfinu sem kveikir á honum. Annar verðmiði virðist þó hafa fests við fíknsjúkdóm en sambærilega langvinna sjúkdóma. Fólk sem missir ástvin úr fíknsjúkdómi upplifir gjarnan minni samkennd frá samfélaginu en þau sem missa úr krabbameini. Okkur hættir nefnilega til að horfa á fólk með fíknsjúkdóm sem ógæfumenn. Fólk sem velji sér að lifa í ánauð fíknar, vanrækja fjölskyldu og jafnvel börnin sín. Það er fjarri sanni. Því fíknsjúkdómurinn velur fólkið, en ekki öfugt. Einstaklingur sem nær að brjótast úr viðjum fíkninnar reynir nær undantekningalaust að gera sitt besta til að geta snúið aftur út í lífið. Til sjálfs síns og sinnar fjölskyldu. Því þegar fíknin er við völd þá lútir sjálfið. Fíknin nær heljartökum á heilanum. Hún hrindir til hliðar skynsemi og dómgreind, því efnaskipti í umbunarsvæðum heilans hertaka hugsun og hegðun einstaklingsins. Mikilvægast er að átta sig á að hægt er að meðhöndla og lækna fíknsjúkdóm. Árangursríkast er að beita meðferð sem byggir á vísindum og alþjóðlegum stöðlum, en hún felur í sér þverfaglega nálgun þar sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sálfræðingar, læknar og fleiri vinna saman í að styðja við bataferli viðkomandi. Tíðrætt hefur verið um ávísun ávanabindandi og vímugefandi lyfja undir skyni skaðaminnkunar, þ.e.a.s. lyf sem ætluð eru til inntöku um munn en ekki að sprauta í æð. Slík meðferð er hvorki ráðlögð né örugg, heldur gerir sjúkdóminn verri með auknum líkum á ofskömmtun, auk þess að letja viðkomandi til að leita sér lækningar. Það sjáum við bersýnilega meðal okkar skjólstæðinga. Að ávísa ávanabindandi vímugefandi lyfjum öðrum þeim sem eru gagnreynd í skaðaminnkandi tilgangi er því ekki partur af meðferðinni, þótt slíku hafi verið haldið fram í þættinum. Vissulega er alltaf þörf á að bæta öryggi fólks sem er í virkri neyslu eins og með neyslurými, en í þeim ætti ávallt að vera gott aðgengi að meðferð og bættum lífsgæðum. Einn angi af fíknsjúkdómi er ópíóíðafíkn sem SÁÁ hefur ekki farið varhluta af. Í dag sækir yfir 300 manns gagnreynda lyfjameðferð við ópíóíðafíkn. Meirihluti þessara einstaklinga lifa nú við bætt lífsgæði og eru nú meðal okkar í samfélaginu sem dyggir þegnar, komnir í nám og vinnu eða að stíga sín fyrstu skref aftur út í lífið. Minnihluti þarf skaðaminnunarmeðferð sem dregur úr líkum á ofskömmtun og dauða. Sá hópur er ekki undanskilinn okkar þjónustu og við mætum þeim á þeirra forsendum. Lyfjameðferð við ópíóíðafíkn gefur þannig mörgum tækifæri til að snúa aftur út í samfélagið til ástvina, í skóla eða vinnu. Það gefur fólki tækifæri til að upplifa aftur að lifa lífinu á eigin forsendum, en ekki fíknarinnar. Við minnum á að fíknsjúkdómur er miðtaugakerfissjúkdómur sem hægt er að meðhöndla með gagnreyndum leiðum. Hefjum fíknsjúkdóminn á hærra plan og nálgumst hann af virðingu, líkt og við nálgumst aðra sjúkdóma. Gefumst ekki upp! Höfundar eiga það sameiginlegt að vera læknar sem vinna við meðhöndlun og lækningu á fíknsjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Án þess að kasta rýrð á efni þáttarins eða viðmælendur, þá vekur athygli að ekki var rætt við neinn heilbrigðismenntaðan starfsmann sem vinnur við fíknlækningar. Við höfundarnir keyrum öll bíla dags daglega en tökum ekki að okkar að skipta um bremsuklossa sem bilar. Enda er fíknsjúkdómur ekki bíll. Lára G. Sigurðardóttir, Erna Gunnþórsdóttir, Sigrún Lilja Sigurþórsdóttir, Andri Þórarinsson, Eyjólfur Guðmundsson og Valgerður Rúnarsdóttir
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar