Heimilið hættulegasti staðurinn Hópur kvenna í framkvæmdastjórn kvennaverkfalls skrifar 18. október 2023 13:00 Að minnsta kosti 40% kvenna hafa á lífsleiðinni orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi heima eða í vinnunni og er hættan mest þegar konur eru ungar. Konur með fötlun, af erlendum uppruna og trans konur eru enn líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar. Um helmingur allra ofbeldisbrota sem koma til lögreglu árlega tengjast heimilisofbeldi sem endurspeglar að einn hættulegasti staðurinn fyrir konur er heimilið þeirra. Þá fjölgar tilkynningum um nauðganir og stafrænt ofbeldi ár frá ári og hafa Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar lýst því yfir að ofbeldi gegn konum sé faraldur. Þvert á það sem mörg telja þá er ofbeldi gegn konum ekki minna hér á landi en í öðrum löndum sem við berum okkur helst saman við. Helstu viðbrögð við ofbeldisfaraldrinum hér á landi sem annars staðar, felast jafnan í auknum úrræðum fyrir þolendur, svo sem athvörfum ásamt sérfræðiráðgjöf og stuðningi. Stór hluti vandans er hins vegar að konum reynist sérstaklega erfitt að slíta sig frá ofbeldi í nánu sambandi eða koma undir sig fótunum ef þær eru ekki fjárhagslega sjálfstæðar. Oft fara þær ekki fyrr en lífi þeirra er ógnað. Fjárhagslegir fjötrar Fjárhagslegt ofbeldi er sú tegund ofbeldis sem lengst heldur konum föstum í ofbeldissamböndum, en ein birtingarmynd þess er að ofbeldismaðurinn stjórnar makanum eða fyrrverandi maka í gegnum fjármál. Slíkt ofbeldi heldur oft áfram lengi eftir að sambandi er slitið. Hér á landi búa stórir hópar kvenna ekki við fjárhagslegt sjálfstæði eða öryggi þrátt fyrir að vinna fullt starf. Sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt eru einstæðar mæður, konur af erlendum uppruna og öryrkjar. Því miður hefur staða kynsegin fólks á vinnumarkaði lítið verið rannsökuð en erlendar rannsóknir sýna að úrelt viðhorf um æskilega hegðun karla og kvenna hamlar hamli kynsegin fólki í störfum sínum, sem getur komið niður á launum þeirra. Þá er aukin hætta á að kvár verði fyrir ofbeldi á grundvelli kynvitundar sinnar. Ef konur og kvár eru ekki fjárhagslega sjálfstæð – ef laun þeirra geta ekki staðið undir framfærslu fyrir þau og börn þeirra ásamt þaki yfir höfuðið – þá er frelsi þeirra ekkert í raun. Rót vandans Í baráttu við hvers kyns faraldur er jafnan reynt að leita að rót vandans til að útrýma honum. Rót vandans í ofbeldismálum eru gerendur. Til að tryggja raunverulegt öryggi og frelsi þolenda þarf að setja kastljósið á gerendurna, uppsprettu faraldursins, og vinna að því af festu að uppræta ofbeldismenningu. Með því að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi heima og að heiman, er unnið gegn því valdi sem ofbeldismenn hafa tekið sér. Það skiptir öllu í þessari baráttu að konur og kvár getir séð fyrir sér og náð endum saman upp á eigin spýtur. Þetta vitum við öll og höfum lengi vitað. Það þarf viðhorfsbreytingu og breytta forgangsröðun til að stöðva þennan faraldur sem kynbundið ofbeldi er. Ef við búum ekki við öryggi getum við ekki nýtt alla okkar möguleika, notið okkar í vinnu eða öðlast fjárhagslegt sjálfstæði. Auk þess skapar kynbundið launamisrétti meiri hættu á að við getum illa varist ofbeldisfullri framkomu. Krafan um upprætingu kynbundins ofbeldis er þannig samofin við kröfuna um launajafnrétti og leiðréttingu á vanmati í launasetningu „kvennastarfa“. Saman erum við óstöðvandi Þann 24. október hefur verið boðað til Kvennaverkfalls til að mótmæla margvíslegri mismunun og misrétti sem konur og kvár búa við frá vöggu til grafar. Það gerum við með því að standa saman og leggja niður launaða sem ólaunaða vinnu til að sýna fram á mikilvægi framlags okkar til samfélagsins. Við vitum sem er, að þegar við stöðvum okkar vinnu þá stöðvast Ísland. Við komum úr ólíkri átt og staða okkar er ólík en við eigum það sameiginlegt að vera konur og kynsegin fólk sem býr enn við aldagamalt og sögulegt misrétti. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti, frið og öryggi fyrir öll strax. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi! Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023:Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78Drífa Snædal // StígamótEllen Calmon // Kvenréttindafélag ÍslandsElva Hrönn Hjartardóttir // UN Women ÍslandFinnborg Salome Steinþórsdóttir // Femínísk fjármálElísa Jóhannsdóttir // BHMGuðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍKristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMINLinda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um KvennaathvarfRagnheiður Davíðsdóttir, kynjafræðingurRakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn ÍslandsSara Stef. Hildardóttir // RótinSonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRBSteinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármálTatjana Latinovic // Kvenréttindafélag ÍslandsÞuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ réttindasamtök Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Kvennaverkfall Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti 40% kvenna hafa á lífsleiðinni orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi heima eða í vinnunni og er hættan mest þegar konur eru ungar. Konur með fötlun, af erlendum uppruna og trans konur eru enn líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar. Um helmingur allra ofbeldisbrota sem koma til lögreglu árlega tengjast heimilisofbeldi sem endurspeglar að einn hættulegasti staðurinn fyrir konur er heimilið þeirra. Þá fjölgar tilkynningum um nauðganir og stafrænt ofbeldi ár frá ári og hafa Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar lýst því yfir að ofbeldi gegn konum sé faraldur. Þvert á það sem mörg telja þá er ofbeldi gegn konum ekki minna hér á landi en í öðrum löndum sem við berum okkur helst saman við. Helstu viðbrögð við ofbeldisfaraldrinum hér á landi sem annars staðar, felast jafnan í auknum úrræðum fyrir þolendur, svo sem athvörfum ásamt sérfræðiráðgjöf og stuðningi. Stór hluti vandans er hins vegar að konum reynist sérstaklega erfitt að slíta sig frá ofbeldi í nánu sambandi eða koma undir sig fótunum ef þær eru ekki fjárhagslega sjálfstæðar. Oft fara þær ekki fyrr en lífi þeirra er ógnað. Fjárhagslegir fjötrar Fjárhagslegt ofbeldi er sú tegund ofbeldis sem lengst heldur konum föstum í ofbeldissamböndum, en ein birtingarmynd þess er að ofbeldismaðurinn stjórnar makanum eða fyrrverandi maka í gegnum fjármál. Slíkt ofbeldi heldur oft áfram lengi eftir að sambandi er slitið. Hér á landi búa stórir hópar kvenna ekki við fjárhagslegt sjálfstæði eða öryggi þrátt fyrir að vinna fullt starf. Sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt eru einstæðar mæður, konur af erlendum uppruna og öryrkjar. Því miður hefur staða kynsegin fólks á vinnumarkaði lítið verið rannsökuð en erlendar rannsóknir sýna að úrelt viðhorf um æskilega hegðun karla og kvenna hamlar hamli kynsegin fólki í störfum sínum, sem getur komið niður á launum þeirra. Þá er aukin hætta á að kvár verði fyrir ofbeldi á grundvelli kynvitundar sinnar. Ef konur og kvár eru ekki fjárhagslega sjálfstæð – ef laun þeirra geta ekki staðið undir framfærslu fyrir þau og börn þeirra ásamt þaki yfir höfuðið – þá er frelsi þeirra ekkert í raun. Rót vandans Í baráttu við hvers kyns faraldur er jafnan reynt að leita að rót vandans til að útrýma honum. Rót vandans í ofbeldismálum eru gerendur. Til að tryggja raunverulegt öryggi og frelsi þolenda þarf að setja kastljósið á gerendurna, uppsprettu faraldursins, og vinna að því af festu að uppræta ofbeldismenningu. Með því að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi heima og að heiman, er unnið gegn því valdi sem ofbeldismenn hafa tekið sér. Það skiptir öllu í þessari baráttu að konur og kvár getir séð fyrir sér og náð endum saman upp á eigin spýtur. Þetta vitum við öll og höfum lengi vitað. Það þarf viðhorfsbreytingu og breytta forgangsröðun til að stöðva þennan faraldur sem kynbundið ofbeldi er. Ef við búum ekki við öryggi getum við ekki nýtt alla okkar möguleika, notið okkar í vinnu eða öðlast fjárhagslegt sjálfstæði. Auk þess skapar kynbundið launamisrétti meiri hættu á að við getum illa varist ofbeldisfullri framkomu. Krafan um upprætingu kynbundins ofbeldis er þannig samofin við kröfuna um launajafnrétti og leiðréttingu á vanmati í launasetningu „kvennastarfa“. Saman erum við óstöðvandi Þann 24. október hefur verið boðað til Kvennaverkfalls til að mótmæla margvíslegri mismunun og misrétti sem konur og kvár búa við frá vöggu til grafar. Það gerum við með því að standa saman og leggja niður launaða sem ólaunaða vinnu til að sýna fram á mikilvægi framlags okkar til samfélagsins. Við vitum sem er, að þegar við stöðvum okkar vinnu þá stöðvast Ísland. Við komum úr ólíkri átt og staða okkar er ólík en við eigum það sameiginlegt að vera konur og kynsegin fólk sem býr enn við aldagamalt og sögulegt misrétti. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti, frið og öryggi fyrir öll strax. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi! Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023:Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78Drífa Snædal // StígamótEllen Calmon // Kvenréttindafélag ÍslandsElva Hrönn Hjartardóttir // UN Women ÍslandFinnborg Salome Steinþórsdóttir // Femínísk fjármálElísa Jóhannsdóttir // BHMGuðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍKristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMINLinda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um KvennaathvarfRagnheiður Davíðsdóttir, kynjafræðingurRakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn ÍslandsSara Stef. Hildardóttir // RótinSonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRBSteinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármálTatjana Latinovic // Kvenréttindafélag ÍslandsÞuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ réttindasamtök
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun