Þolmörkum í ferðaþjónustu víða náð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2023 14:00 Til að bregðast við þeim áskorunum sem hröð fjölgun ferðamanna hefur í för með sér þarf að skoða betur leiðir til virkrar álagsstýringar á ferðamannastöðum til þess að vernda náttúruna, bæta flæði, öryggi og upplifun gesta. Það er alþekkt að uppbygging innviða á ferðamannastöðum getur breytt ásýnd svæðis og í vissum tilfellum orðið svo umfangsmikil að hún dregur úr aðdráttarafli staðarins. Fjöldi ferðamanna langt yfir íbúafjölda Rannsóknir hafa sýnt að á háannatíma fer fjöldi ferðamanna gjarnan langt yfir íbúafjölda ekki síst í fámennari samfélögum. Þar spila m.a. inn stórauknar komur skemmtiferðaskipa en það er sannarlega bara einn ferðamátinn. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa grunnþjónustu allt frá heilbrigðisþjónustu og húsnæði til verslana og veitingastaða. Og til viðbótar er mun meira álag sem leggst á löggæsluna og björgunarsveitir. Þá er ótalið álagið á þjóðvegum landsins og á innviðina í orku- og veitumálum og skólpmálum eins og við höfum því miður reynslu af. Aðgangsstýring nauðsynleg fyrir náttúruna Það er sannarlega hægt að reikna út þolmörk ferðamannastaða en hafa þarf í huga að þau geta tekið breytingum yfir tíma og mikilvægt að ákveða á hverjum tíma hversu nálægt þolmörkum megi ganga. Á vissum stöðum er bæði nauðsynlegt og jafnvel æskilegt að stýra álagi ferðamanna til að stuðla bæði að sjálfbærni staðarins og til að upplifun gesta sé bæði jákvæð um leið og leitast er við að tryggja öryggi þeirra. Það er morgunljóst að margir helstu áfangastaðir hér á landi munu ekki geta með góðu móti annað helstu álagstoppum án þess að náttúran beri skaða af og upplifun gesta breytist til verri vegar frá því sem verið hefur. Ýmislegt hægt að gera Við höfum heyrt af nokkrum stöðum sem komnir eru að þolmörkum og rætt hefur verið um í sumar og þar við verðum að bregðast við. Það er ýmislegt hægt að gera og hefur verið bent á í þeim skýrslum sem unnar hafa verið undanfarin misseri. Ein leið er að nýta þjónustu sem er nú þegar til staðar og eftirspurn er umfram framboð en þar mætti sjá fyrir sér kerfi þar sem bóka þarf komu á ferðamannastað fyrirfram, hvort sem greitt er fyrir heimsóknina eða ekki. Hér á landi þarf víða að bóka gistipláss í fjallaskálum. Í mörgum fjölsóttum þjóðgörðum erlendis þarf t.d. að bóka tjaldstæði fyrir fram. Einnig er þekkt að bóka þarf heimsóknir á vinsæla ferðamannastaði eða vissa tíma til að klífa ákveðin fjöll og tinda. Með markaðssetningu og fleiri gáttum inn í landið er líka hægt að dreifa ferðamönnum betur og þar með álaginu á innviði og náttúru. Það er alveg ljóst í mínum huga að það er víða brýn nauðsyn að bregðast við. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Til að bregðast við þeim áskorunum sem hröð fjölgun ferðamanna hefur í för með sér þarf að skoða betur leiðir til virkrar álagsstýringar á ferðamannastöðum til þess að vernda náttúruna, bæta flæði, öryggi og upplifun gesta. Það er alþekkt að uppbygging innviða á ferðamannastöðum getur breytt ásýnd svæðis og í vissum tilfellum orðið svo umfangsmikil að hún dregur úr aðdráttarafli staðarins. Fjöldi ferðamanna langt yfir íbúafjölda Rannsóknir hafa sýnt að á háannatíma fer fjöldi ferðamanna gjarnan langt yfir íbúafjölda ekki síst í fámennari samfélögum. Þar spila m.a. inn stórauknar komur skemmtiferðaskipa en það er sannarlega bara einn ferðamátinn. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa grunnþjónustu allt frá heilbrigðisþjónustu og húsnæði til verslana og veitingastaða. Og til viðbótar er mun meira álag sem leggst á löggæsluna og björgunarsveitir. Þá er ótalið álagið á þjóðvegum landsins og á innviðina í orku- og veitumálum og skólpmálum eins og við höfum því miður reynslu af. Aðgangsstýring nauðsynleg fyrir náttúruna Það er sannarlega hægt að reikna út þolmörk ferðamannastaða en hafa þarf í huga að þau geta tekið breytingum yfir tíma og mikilvægt að ákveða á hverjum tíma hversu nálægt þolmörkum megi ganga. Á vissum stöðum er bæði nauðsynlegt og jafnvel æskilegt að stýra álagi ferðamanna til að stuðla bæði að sjálfbærni staðarins og til að upplifun gesta sé bæði jákvæð um leið og leitast er við að tryggja öryggi þeirra. Það er morgunljóst að margir helstu áfangastaðir hér á landi munu ekki geta með góðu móti annað helstu álagstoppum án þess að náttúran beri skaða af og upplifun gesta breytist til verri vegar frá því sem verið hefur. Ýmislegt hægt að gera Við höfum heyrt af nokkrum stöðum sem komnir eru að þolmörkum og rætt hefur verið um í sumar og þar við verðum að bregðast við. Það er ýmislegt hægt að gera og hefur verið bent á í þeim skýrslum sem unnar hafa verið undanfarin misseri. Ein leið er að nýta þjónustu sem er nú þegar til staðar og eftirspurn er umfram framboð en þar mætti sjá fyrir sér kerfi þar sem bóka þarf komu á ferðamannastað fyrirfram, hvort sem greitt er fyrir heimsóknina eða ekki. Hér á landi þarf víða að bóka gistipláss í fjallaskálum. Í mörgum fjölsóttum þjóðgörðum erlendis þarf t.d. að bóka tjaldstæði fyrir fram. Einnig er þekkt að bóka þarf heimsóknir á vinsæla ferðamannastaði eða vissa tíma til að klífa ákveðin fjöll og tinda. Með markaðssetningu og fleiri gáttum inn í landið er líka hægt að dreifa ferðamönnum betur og þar með álaginu á innviði og náttúru. Það er alveg ljóst í mínum huga að það er víða brýn nauðsyn að bregðast við. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun