Björgunarþyrlu ætti að staðsetja á Akureyri Friðrik Sigurðsson skrifar 18. október 2023 17:01 Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi þar sem kjarni bráðaþjónustu vegna slysa og sjúkdóma hefur færst að mestu á tvo staði. Annars vegar til Reykjavíkur á Landspítalann og hins vegar til Akureyrar á Sjúkrahúsið þar. Smærri staðir hafa takmarkaðri heilbrigðisþjónustu og því full þörf á að auka aðgengi á svæðinu að bráðaþjónustu sem björgunarþyrlur eru. Íbúum sem og ferðamönnum hefur fjölgað umtalsvert sem kallar á þyrlu og bætt öryggi á sitt hvoru landshorninu. Reglulega hafa komið fram áform um að staðsetja eina þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri en af ýmsum orsökum hefur ekki orðið af því enn. Þörfin er og hefur verið lengi til staðar og því tímabært að staðsetja eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslu á Akureyri. Nú hafa 17 þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um varanlega og fasta starfsstöð á Akureyri fyrir björgunarþyrlu. Því ber að fagna og einsýnt að mínu mati að ríkisvaldið stígi þetta mikilvæga skref og staðsetji slíkt öryggistæki á Norðurlandi. Það mun dreifa áhættu í rekstri LHG og er einnig skynsamlegt gagnvart veðurfari. Staðsetning á Akureyri mun einnig efla öryggi sjófarenda, ferðamanna og íbúa á norður- og austurlandi. Ég skora á íbúa og sveitarstjórnir á landinu öllu að senda áskorun á þingmenn og ráðherra að tryggja að þetta brýna verkefni verði ekki slegið af enn eina ferðina. Þingmenn alla hvet ég til að samþykkja og afgreiða ályktun um þetta mál sem allra fyrst. Næst þegar kemur „ÚTKALL F1“ á Norður og Austurlandi, þar sem þörf er á þyrlu gæti það skipt öllu máli hvort þyrla væri staðsett á Akureyri. Höfundur er flugrekstrarfræðingur og Þingeyingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi þar sem kjarni bráðaþjónustu vegna slysa og sjúkdóma hefur færst að mestu á tvo staði. Annars vegar til Reykjavíkur á Landspítalann og hins vegar til Akureyrar á Sjúkrahúsið þar. Smærri staðir hafa takmarkaðri heilbrigðisþjónustu og því full þörf á að auka aðgengi á svæðinu að bráðaþjónustu sem björgunarþyrlur eru. Íbúum sem og ferðamönnum hefur fjölgað umtalsvert sem kallar á þyrlu og bætt öryggi á sitt hvoru landshorninu. Reglulega hafa komið fram áform um að staðsetja eina þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri en af ýmsum orsökum hefur ekki orðið af því enn. Þörfin er og hefur verið lengi til staðar og því tímabært að staðsetja eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslu á Akureyri. Nú hafa 17 þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um varanlega og fasta starfsstöð á Akureyri fyrir björgunarþyrlu. Því ber að fagna og einsýnt að mínu mati að ríkisvaldið stígi þetta mikilvæga skref og staðsetji slíkt öryggistæki á Norðurlandi. Það mun dreifa áhættu í rekstri LHG og er einnig skynsamlegt gagnvart veðurfari. Staðsetning á Akureyri mun einnig efla öryggi sjófarenda, ferðamanna og íbúa á norður- og austurlandi. Ég skora á íbúa og sveitarstjórnir á landinu öllu að senda áskorun á þingmenn og ráðherra að tryggja að þetta brýna verkefni verði ekki slegið af enn eina ferðina. Þingmenn alla hvet ég til að samþykkja og afgreiða ályktun um þetta mál sem allra fyrst. Næst þegar kemur „ÚTKALL F1“ á Norður og Austurlandi, þar sem þörf er á þyrlu gæti það skipt öllu máli hvort þyrla væri staðsett á Akureyri. Höfundur er flugrekstrarfræðingur og Þingeyingur.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar