Fléttur og bleikar slaufur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. október 2023 07:30 Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti. Rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og rúmlega 200 konur greinast á Íslandi með þetta mein ár hvert. Það eru því ekki fáar fjölskyldur sem þurfa að kynnast því sem fylgir því að greinast með krabbamein. Með betri greiningartækni og áhrifaríkari meðferðarúrræðum hafa lífslíkur þó aukist verulega. Ég missti mömmu mína úr krabbameini fyrir rúmum áratug og það er enn sárt að hugsa til þess að hún er ekki með okkur á lífsins stærstu stundum. Ég þekki það eins og svo margir hversu mikilvægt það er að fá dýrmætan stuðning frá vinum og fjölskyldu, hvað samhugur skiptir miklu máli en líka að kerfið okkar virki. Á slíkum stundum getur þjónusta kerfisins við þann sem veikist og fjölskyldu hans skipt öllu máli. Svo einbeitingin geti verið á verkefninu sem blasir við og að vinna úr áfallinu sem fylgir slíkum veikindum. Heilbrigðiskerfið okkar er eitt mikilvægasta kerfi samfélagsins og við erum svo heppin að eiga framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk. En við þurfum að nýta okkur tæknina og nýjar lausnir til að geta veitt enn betri þjónustu og létt á álagi á starfsmenn. Það er því mikilvægt að hið opinbera kaupi og nýti nýjar lausnir í sinni starfsemi, lausnir sem eru til þess fallnar að auka gæði þjónustu og fara betur með fjármagn. Til að stuðla að þessum breytingum kastaði ég út Fléttunni en með henni gefst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nafn á verkefni sem ég setti á fót í fyrra til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfið okkar. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Í síðustu viku var um 100 milljónum úthlutað úr Fléttunni til tólf verkefna en 42 umsóknir bárust að þessu sinni. Öll verkefnin eiga það sameiginlegt að auka skilvirkni og bæta þjónustu við sjúklinga, eins og tvö verkefni sem sérstaklega eru til þess fallin að styðja betur við þá sem greinast með krabbamein og ryðja hindrunum kerfisins úr vegi. Við erum öflugt samfélag sem getur orðið enn öflugra ef rétt er haldið á spilum. Við getum víða gert betur og eigum að byggja upp stuðning kerfisins eins og best verður á kosið. Öll viljum við sýna stuðning og samstöðu þegar alvarleg veikindi ber að garði hjá ættingjum eða vinum. Á föstudaginn skulum við öll gera okkar, sýna samstöðu og stuðning. Verum bleik til að styðja konur með krabbamein. Í minningu þeirra sem eru farnar. Til að styðja þær sem berjast. Til að byggja undir þær sem síðar greinast. Fyrir aðstandendur þeirra allra. Verum bleik fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti. Rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og rúmlega 200 konur greinast á Íslandi með þetta mein ár hvert. Það eru því ekki fáar fjölskyldur sem þurfa að kynnast því sem fylgir því að greinast með krabbamein. Með betri greiningartækni og áhrifaríkari meðferðarúrræðum hafa lífslíkur þó aukist verulega. Ég missti mömmu mína úr krabbameini fyrir rúmum áratug og það er enn sárt að hugsa til þess að hún er ekki með okkur á lífsins stærstu stundum. Ég þekki það eins og svo margir hversu mikilvægt það er að fá dýrmætan stuðning frá vinum og fjölskyldu, hvað samhugur skiptir miklu máli en líka að kerfið okkar virki. Á slíkum stundum getur þjónusta kerfisins við þann sem veikist og fjölskyldu hans skipt öllu máli. Svo einbeitingin geti verið á verkefninu sem blasir við og að vinna úr áfallinu sem fylgir slíkum veikindum. Heilbrigðiskerfið okkar er eitt mikilvægasta kerfi samfélagsins og við erum svo heppin að eiga framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk. En við þurfum að nýta okkur tæknina og nýjar lausnir til að geta veitt enn betri þjónustu og létt á álagi á starfsmenn. Það er því mikilvægt að hið opinbera kaupi og nýti nýjar lausnir í sinni starfsemi, lausnir sem eru til þess fallnar að auka gæði þjónustu og fara betur með fjármagn. Til að stuðla að þessum breytingum kastaði ég út Fléttunni en með henni gefst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nafn á verkefni sem ég setti á fót í fyrra til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfið okkar. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Í síðustu viku var um 100 milljónum úthlutað úr Fléttunni til tólf verkefna en 42 umsóknir bárust að þessu sinni. Öll verkefnin eiga það sameiginlegt að auka skilvirkni og bæta þjónustu við sjúklinga, eins og tvö verkefni sem sérstaklega eru til þess fallin að styðja betur við þá sem greinast með krabbamein og ryðja hindrunum kerfisins úr vegi. Við erum öflugt samfélag sem getur orðið enn öflugra ef rétt er haldið á spilum. Við getum víða gert betur og eigum að byggja upp stuðning kerfisins eins og best verður á kosið. Öll viljum við sýna stuðning og samstöðu þegar alvarleg veikindi ber að garði hjá ættingjum eða vinum. Á föstudaginn skulum við öll gera okkar, sýna samstöðu og stuðning. Verum bleik til að styðja konur með krabbamein. Í minningu þeirra sem eru farnar. Til að styðja þær sem berjast. Til að byggja undir þær sem síðar greinast. Fyrir aðstandendur þeirra allra. Verum bleik fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar