Innlent

Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á stærstu ráðstefnu um norðurslóðir

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti Íslands er meðal þeirra sem stofnaði Hringborð norðurslóða.  Tilgangur samtakanna er að vera umræðuvettvangur  um vandamál sem steðja að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga og bráðnunar jökla.
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti Íslands er meðal þeirra sem stofnaði Hringborð norðurslóða. Tilgangur samtakanna er að vera umræðuvettvangur um vandamál sem steðja að norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga og bráðnunar jökla. Vísir/Vilhelm

Loftslagsbreytingar og tengsl þeirra við bráðnun jökla og framtíð úthafanna eru megin viðfangsefni þings Hringborðs norðurslóða, (Arctic Circle) sem hófst í Hörpu í morgun. 

Þá verður lögð áhersla á afleiðingar bráðnunar jökla á aðrar heimsálfur. Þátttakendur eru yfir tvö þúsund þjóðarleiðtogar og sérfræðingar frá ríflega sjötíu löndum í Evrópu, Asíu, Afríku, Ameríku og Ástralíu. 

Þingið verður formlega sett eftir hádegi en meðal þeirra sem halda þar ræðu eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Dan Vandal ráðherra Norðurslóðamála í ríkisstjórn Kanada. 

Á þinginu verða 200 málstofur með fleiri en 700 ræðumenn.

Hringborð norðurslóða, er stærsti alþjóðlegi vettvangurinn fyrir málefni tengd norðurslóðum og er nú haldið hér á landi í tíunda sinn. 

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands er meðal þeirra sem stofnaði Hringborð norðurslóða árið 2013. Tilgangur samtakanna er að vera umræðuvettvangur milli stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga, umhverfissérfræðinga, vísindamanna, fulltrúa frumbyggja og annarra alþjóðlegra hagsmunaaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×