Segja upp allt að fjórtán þúsund manns Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 14:43 Höfuðstöðvar Nokia er að finna í Espoo í Finnlandi. Jussi Nukari/Lehtikuva/AP Finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia hyggst segja upp á milli níu þúsund til fjórtán þúsund starfsmanna fyrir lok árs 2026. Er um að ræða aðhaldsaðgerðir. Um er að ræða rúmlega sextán prósent af heildarfjölda starfsfólks. Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu. Þar kemur fram að sölutölur fyrirtækisins hafi tekið dýfu og fallið um tuttugu prósent í júlí mánuði og fram í september. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins minnkandi eftirspurn eftir 5G búnaði í Bandaríkjunum um að kenna. Fyrirtækið var eitt sinn stærsti farsímaframleiðandi í heimi en tekjur þess skruppu saman eftir að snjallsímar úr smiðju Apple og Samsung ruddu sér til rúms á markaðnum. Snjallsímar Nokia náðu aldrei sömu vinsældum og var farsímaframleiðsla þess seld til bandaríska tæknifyrirtækisins Microsoft. Undanfarin ár hefur fyrirtækið því einbeitt sér að framleiðslu á fjarskiptabúnaði. Breska ríkisútvarpið lætur þess getið að Nokia hafi grætt vel á því árið 2020 þegar bresk og bandarísk stjórnvöld hættu viðskiptum við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei af öryggisástæðum. Haft er eftir forstjóra fyrirtækisins, Pekka Lundmark, að fyrirtækið vonist til þess að koma í veg fyrir frekara tap með þessum aðgerum. Ákvörðunin hafi verið gríðarlega erfið en nauðsynleg til að tryggja rekstur fyrirtækisins. Finnland Fjarskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu. Þar kemur fram að sölutölur fyrirtækisins hafi tekið dýfu og fallið um tuttugu prósent í júlí mánuði og fram í september. Segja forsvarsmenn fyrirtækisins minnkandi eftirspurn eftir 5G búnaði í Bandaríkjunum um að kenna. Fyrirtækið var eitt sinn stærsti farsímaframleiðandi í heimi en tekjur þess skruppu saman eftir að snjallsímar úr smiðju Apple og Samsung ruddu sér til rúms á markaðnum. Snjallsímar Nokia náðu aldrei sömu vinsældum og var farsímaframleiðsla þess seld til bandaríska tæknifyrirtækisins Microsoft. Undanfarin ár hefur fyrirtækið því einbeitt sér að framleiðslu á fjarskiptabúnaði. Breska ríkisútvarpið lætur þess getið að Nokia hafi grætt vel á því árið 2020 þegar bresk og bandarísk stjórnvöld hættu viðskiptum við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei af öryggisástæðum. Haft er eftir forstjóra fyrirtækisins, Pekka Lundmark, að fyrirtækið vonist til þess að koma í veg fyrir frekara tap með þessum aðgerum. Ákvörðunin hafi verið gríðarlega erfið en nauðsynleg til að tryggja rekstur fyrirtækisins.
Finnland Fjarskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira