Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2023 10:41 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að sjúkrasjóður félagsins hafi ákveðið að taka þátt í kostnaði við útför manns sem lést í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða í vikunni þrátt fyrir að hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Stöð 2/Ívar Fannar Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð. Adrian Wisniewski Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að faðir sinn hefði búið við hrikalegar aðstæður í iðnaðarhúsnæðinu. Hann stæði ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. Þá sagði hann föður sinn hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Í fyrstu hafi hann unnið við byggingariðnað í Borgarnesi en síðustu tvö ár hafi hann verið á atvinnuleysisbótum. Hann kvaðst ekki vita hvernig hann ætti að standa straum af útfararkostnaði. Enga hjálp virtist vera að fá hjá Eflingu, stéttarfélagi föður hans. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvatti í vikunni félagsfólk Eflingar sem byggi í húsnæðinu á Funahöfða til að hafa samband við félagið. Sólveig segir að þegar sonur mannsins hafi haft samband við stéttarfélagið eftir slysið hafi starfsmaður Eflingar bent á að faðir hans hefði ekki greitt nóg til félagsins til að það tæki þátt í útfararkostnaðinum. Félagið hafi þó aðrar leiðir til að aðstoða fólk í þessari neyð og því hafi verið ákveðið að aðstoða aðstandendur mannsins til að standa straum í útfararkostnaðinum. „Félagið hefur nú sett sig í samband við son mannsins sem lést við þessar hræðilegu aðstæður. Þegar fólk sem ætti að vera félagsfólk í Eflingu en hefur ekki að einhverjum ástæðum ekki náð að vinna sér inn réttindi getur stjórn sjúkrasjóðsins liðsinnt fólki og það höfum við gert og munum halda áfram að gera. Við getum veitt margvíslega aðstoð en það er í höndum sjóðsins að taka ákvörðun um það,“ segir Sólveig. Sonur mannsins sem lést í slysinu sagði í frétt Stöðvar 2 í gær að eigendur hússins hefðu ekki sett sig í samband við sig síðustu í kjölfar slyssins og sér þætti það sorglegt. Hann tjáði fréttastofu í morgun að eftir fréttina í gær hefðu eigendurnir sett sig í samband við sig og boðist til að taka þátt í útfararkostnaðinum. Bruni á Funahöfða Kjaramál Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þrenur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Adrian Wisniewski Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að faðir sinn hefði búið við hrikalegar aðstæður í iðnaðarhúsnæðinu. Hann stæði ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. Þá sagði hann föður sinn hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Í fyrstu hafi hann unnið við byggingariðnað í Borgarnesi en síðustu tvö ár hafi hann verið á atvinnuleysisbótum. Hann kvaðst ekki vita hvernig hann ætti að standa straum af útfararkostnaði. Enga hjálp virtist vera að fá hjá Eflingu, stéttarfélagi föður hans. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvatti í vikunni félagsfólk Eflingar sem byggi í húsnæðinu á Funahöfða til að hafa samband við félagið. Sólveig segir að þegar sonur mannsins hafi haft samband við stéttarfélagið eftir slysið hafi starfsmaður Eflingar bent á að faðir hans hefði ekki greitt nóg til félagsins til að það tæki þátt í útfararkostnaðinum. Félagið hafi þó aðrar leiðir til að aðstoða fólk í þessari neyð og því hafi verið ákveðið að aðstoða aðstandendur mannsins til að standa straum í útfararkostnaðinum. „Félagið hefur nú sett sig í samband við son mannsins sem lést við þessar hræðilegu aðstæður. Þegar fólk sem ætti að vera félagsfólk í Eflingu en hefur ekki að einhverjum ástæðum ekki náð að vinna sér inn réttindi getur stjórn sjúkrasjóðsins liðsinnt fólki og það höfum við gert og munum halda áfram að gera. Við getum veitt margvíslega aðstoð en það er í höndum sjóðsins að taka ákvörðun um það,“ segir Sólveig. Sonur mannsins sem lést í slysinu sagði í frétt Stöðvar 2 í gær að eigendur hússins hefðu ekki sett sig í samband við sig síðustu í kjölfar slyssins og sér þætti það sorglegt. Hann tjáði fréttastofu í morgun að eftir fréttina í gær hefðu eigendurnir sett sig í samband við sig og boðist til að taka þátt í útfararkostnaðinum.
Bruni á Funahöfða Kjaramál Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þrenur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58
Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41
Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01