Lífið

Hundrað ára Helena nennir ekki gráu hári

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helena nýtur lífsins þrátt fyrir að vera hundrað ára.
Helena nýtur lífsins þrátt fyrir að vera hundrað ára.

Helena Sigtryggsdóttir er nýorðin 100 ára og býr enn heima hjá sér í sinni eigin íbúð og er eldhress.

Hún hélt dúndur ræðu í afmælisveislunni sinni og þurfti ekki einu sinni gleraugun. Jákvæðni og lífsgleði er það sem einkennir hana meðal annars segja börnin hennar. Dóttir Helenu er meðal annars Alma Möller landlæknir.

Helena segist sjálf vera með stálminni. Og svo fylgist hún vel með fréttum og menningu og fer á tónleika og leikhús og lifir lífinu lifandi.

Vala Matt leit við hjá Helenu á dögunum og fékk að kynnast henni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.

Þar kom til að mynda fram að hún væri svo sannarlega ekki til í að vera gráhærð og lítur út fyrir að vera áratugum yngri en hún er.

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð það í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+.

Klippa: 100 ára og nennir ekki gráu hári





Fleiri fréttir

Sjá meira


×