Grænir flöskuhálsar Gísli Stefánsson skrifar 22. október 2023 09:30 Nýlega sat ég í starfshóp á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem hafði það hlutverk að skoða þarfir samfélagsins í Vestmannaeyjum út frá málaflokkum ráðuneytisins. Niðurstaða hópsins hvað orkumálin snertir er að nauðsynlegt er að tvöfalda flutningsgetu raforku til Vestmannaeyja svo hægt verði að koma á móts við núverandi þarfir samfélagsins sem og þær þarfir sem skapast með kröfu um orkuskipti. Það er töluverður samhljómur í þessu og þeirri staðreynd að einnig þarf að tvöfalda orkuframleiðslu fyrir allt landið ef markmið um orkuskipti eiga að nást. Klára þarf umræðuna um stóriðjuna Allir flokkar á þingi hafa markmið í orkumálum. Flestir eru sammála um orkuskiptin en sumir flokkanna gera óraunhæfar kröfur um að segja upp samningum við stóriðju og þannig mæta orkuþörfinni. Það verður að teljast óskynsamleg nálgun þar sem ekki er haft með í þeim málatilbúnaði hvaða áhrif það hefði á útflutningstekjur og atvinnuástand. Einnig eru hér að baki alþjóðlegar skuldbindingar og því snýst þetta einnig um trúverðugleika Íslands í alþjóðasamskiptum. Því er mikilvægt að stjórnarflokkarnir stigi nú fram og taki skýra afstöðu með gildandi samningum og klári þessa umræðu. Olían út fyrir rafmagn Mikilvægasta verkefnið er að draga sem mest úr notkun jarðefnaeldsneytis en til Íslands eru árlega flutt um ein milljón tonna af olíu. Ísland er komið einna lengst vestrænna ríkja í grænni orkuframleiðslu og á meðan að hér þarf að tvöfalda hana á næstu 20 til 30 árum er það mun minna en gengur og gerist í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Land- og náttúruvernd nauðsynlegt í samtalinu Umræðan um hvort eigi að virkja eða ekki hefur í gegnum tíðina verið full svart-hvít að mínu mati. Það að virkjun skaði eða jafnvel eyðileggi umhverfið er ekki raunveruleikinn eins og dæmin sýna. Eins er það ekki sjálfgefið að verndun náttúrunnar sé skaðleg efnahagnum eða framþróun atvinnugreina. Samfélag eins og okkar, sem er í örum vexti, þarf meiri orku og getur vel aflað hennar með sjónarmið náttúrunnar að leiðarljósi. Þar koma tækniframfarir síðustu ára og umhverfisvænni möguleikar í hönnun sterkt inn. Sjónarmið þeirra sem vilja vernda land og náttúru eru nauðsynleg inn í umræðuna og veita orkugeiranum heilbrigt aðhald þegar umræðan er málefnaleg. Það er vel hægt að vinna þetta í sátt og það er markmiðið. Ísland er fyrirmynd Þó Ísland sé lítið í stóra samhengi heimsins og áhrif þess á loftslagið takmarkað er fordæmið sem fyrri kynslóðir settu og áttu frumkvæði að óumdeilt. Víða er horft til okkar sem fyrirmyndar í orkumálum og því mikilvægt að sýna festu og klára málið. Við höfum þó skapað fjölmarga græna flöskuhálsa í kerfinu okkar sem hægja á framþróun. Leyfisveitingaferlin og umhverfismötin eru sannarlega nauðsynleg en of tímafrek, of mörg og alltof þung í vöfum. Hreinsum til í kerfinu svo við getum nýtt grænu auðlindina til að létta umhverfinu róðurinn, minnkað notkun jarðefnaeldsneytis, skapa verðmæti og um leið láta okkar framtíð vera fyrirmynd annara. Höfundur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nýlega sat ég í starfshóp á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem hafði það hlutverk að skoða þarfir samfélagsins í Vestmannaeyjum út frá málaflokkum ráðuneytisins. Niðurstaða hópsins hvað orkumálin snertir er að nauðsynlegt er að tvöfalda flutningsgetu raforku til Vestmannaeyja svo hægt verði að koma á móts við núverandi þarfir samfélagsins sem og þær þarfir sem skapast með kröfu um orkuskipti. Það er töluverður samhljómur í þessu og þeirri staðreynd að einnig þarf að tvöfalda orkuframleiðslu fyrir allt landið ef markmið um orkuskipti eiga að nást. Klára þarf umræðuna um stóriðjuna Allir flokkar á þingi hafa markmið í orkumálum. Flestir eru sammála um orkuskiptin en sumir flokkanna gera óraunhæfar kröfur um að segja upp samningum við stóriðju og þannig mæta orkuþörfinni. Það verður að teljast óskynsamleg nálgun þar sem ekki er haft með í þeim málatilbúnaði hvaða áhrif það hefði á útflutningstekjur og atvinnuástand. Einnig eru hér að baki alþjóðlegar skuldbindingar og því snýst þetta einnig um trúverðugleika Íslands í alþjóðasamskiptum. Því er mikilvægt að stjórnarflokkarnir stigi nú fram og taki skýra afstöðu með gildandi samningum og klári þessa umræðu. Olían út fyrir rafmagn Mikilvægasta verkefnið er að draga sem mest úr notkun jarðefnaeldsneytis en til Íslands eru árlega flutt um ein milljón tonna af olíu. Ísland er komið einna lengst vestrænna ríkja í grænni orkuframleiðslu og á meðan að hér þarf að tvöfalda hana á næstu 20 til 30 árum er það mun minna en gengur og gerist í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Land- og náttúruvernd nauðsynlegt í samtalinu Umræðan um hvort eigi að virkja eða ekki hefur í gegnum tíðina verið full svart-hvít að mínu mati. Það að virkjun skaði eða jafnvel eyðileggi umhverfið er ekki raunveruleikinn eins og dæmin sýna. Eins er það ekki sjálfgefið að verndun náttúrunnar sé skaðleg efnahagnum eða framþróun atvinnugreina. Samfélag eins og okkar, sem er í örum vexti, þarf meiri orku og getur vel aflað hennar með sjónarmið náttúrunnar að leiðarljósi. Þar koma tækniframfarir síðustu ára og umhverfisvænni möguleikar í hönnun sterkt inn. Sjónarmið þeirra sem vilja vernda land og náttúru eru nauðsynleg inn í umræðuna og veita orkugeiranum heilbrigt aðhald þegar umræðan er málefnaleg. Það er vel hægt að vinna þetta í sátt og það er markmiðið. Ísland er fyrirmynd Þó Ísland sé lítið í stóra samhengi heimsins og áhrif þess á loftslagið takmarkað er fordæmið sem fyrri kynslóðir settu og áttu frumkvæði að óumdeilt. Víða er horft til okkar sem fyrirmyndar í orkumálum og því mikilvægt að sýna festu og klára málið. Við höfum þó skapað fjölmarga græna flöskuhálsa í kerfinu okkar sem hægja á framþróun. Leyfisveitingaferlin og umhverfismötin eru sannarlega nauðsynleg en of tímafrek, of mörg og alltof þung í vöfum. Hreinsum til í kerfinu svo við getum nýtt grænu auðlindina til að létta umhverfinu róðurinn, minnkað notkun jarðefnaeldsneytis, skapa verðmæti og um leið láta okkar framtíð vera fyrirmynd annara. Höfundur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun