Vinícius hrósaði Sevilla fyrir að reka rasískan aðdáanda af velli Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2023 09:30 Úr leik Real Madrid gegn Valencia síðastliðinn maí þar sem leikmaðurinn varð einnig fyrir kynþáttahatri og fagnaði marki með því að benda á aðdáendurna sem beittu hann því. Getty/Mateo Villalba Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, hefur hrósað Sevilla fyrir skjót og góð viðbrögð við meintu kynþáttahatri sem hann varð fyrir í leik liðanna. Hann sagði þetta vera nítjánda skiptið sem hann verði slíkum fordómum og biðlar til spænskra yfirvalda að athafna sig í þeim málaflokki. Sevilla rak aðdáanda sinn burt af leikvangnum í 1-1 jafntefli gegn Real í gærkvöldi og tilkynnti hann til lögreglu. Félagið gaf út tilkynningu um málið skömmu síðar þar sem aðdáandinn er sagður hafa sýnt „rasíska hegðun og útlendingahatur“. Ekki kemur fram nákvæmlega hvað var gert eða sagt og hvert skotmark hans var en Vinícius setti inn færslu á samfélagsmiðlasíður sínar eftir leik þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir barðinu. Vinicíus kallaði þetta sorglegt atvik og þakkaði Sevilla fyrir sín viðbrögð við málinu en kvaðst hafa annað myndband í höndum þar sem aðdáandi á barnsaldri sýnir rasíska hegðun. Parabéns ao Sevilla pelo rápido posicionamento e pela punição em mais um triste episódio para o futebol espanhol.Infelizmente, tive acesso a um vídeo com outro ato racista na partida deste sábado, dessa vez praticado por uma criança. Lamento muito que não haja ninguém para… pic.twitter.com/azlZ7ccPNZ— Vini Jr. (@vinijr) October 21, 2023 Hann kallaði eftir því að spænsk yfirvöld blönduðu sér í málið og færu að sækja menn til saka. Einnig bendir hann á fáfræðina sem býr að baki slíkri hegðun og sagði mikilvægt að fræða fólk um afleiðingarnar sem henni fylgja, líkt og hann hefur gert í heimalandi sínu Brasilíu. Vinicíus sagði þetta nítjánda einstaka atvikið sem hann verður fyrir. Fyrr í mánuðinum bar leikmaðurinn vitnisburð og afhendi sönnunargögn í réttarhöldum gegn þremur aðdáendum Valencia vegna atviks í leik liðsins gegn Real Madrid síðastliðinn maí. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Sevilla rak aðdáanda sinn burt af leikvangnum í 1-1 jafntefli gegn Real í gærkvöldi og tilkynnti hann til lögreglu. Félagið gaf út tilkynningu um málið skömmu síðar þar sem aðdáandinn er sagður hafa sýnt „rasíska hegðun og útlendingahatur“. Ekki kemur fram nákvæmlega hvað var gert eða sagt og hvert skotmark hans var en Vinícius setti inn færslu á samfélagsmiðlasíður sínar eftir leik þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir barðinu. Vinicíus kallaði þetta sorglegt atvik og þakkaði Sevilla fyrir sín viðbrögð við málinu en kvaðst hafa annað myndband í höndum þar sem aðdáandi á barnsaldri sýnir rasíska hegðun. Parabéns ao Sevilla pelo rápido posicionamento e pela punição em mais um triste episódio para o futebol espanhol.Infelizmente, tive acesso a um vídeo com outro ato racista na partida deste sábado, dessa vez praticado por uma criança. Lamento muito que não haja ninguém para… pic.twitter.com/azlZ7ccPNZ— Vini Jr. (@vinijr) October 21, 2023 Hann kallaði eftir því að spænsk yfirvöld blönduðu sér í málið og færu að sækja menn til saka. Einnig bendir hann á fáfræðina sem býr að baki slíkri hegðun og sagði mikilvægt að fræða fólk um afleiðingarnar sem henni fylgja, líkt og hann hefur gert í heimalandi sínu Brasilíu. Vinicíus sagði þetta nítjánda einstaka atvikið sem hann verður fyrir. Fyrr í mánuðinum bar leikmaðurinn vitnisburð og afhendi sönnunargögn í réttarhöldum gegn þremur aðdáendum Valencia vegna atviks í leik liðsins gegn Real Madrid síðastliðinn maí.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira