Sport

Há­skólinn í Michigan sendi af­sökunar­beiðni vegna myndar sem skólinn birti af Adolf Hitler

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Spartan Stadium, heimavöllur Michigan State.
Spartan Stadium, heimavöllur Michigan State. Michigan State

Ríkisháskólinn í Michigan hefur beðist formlega afsökunar á því að hafa birt mynd af Adolf Hitler í spurningakeppni liðsins fyrir fótboltaleik gegn nágrönnum sínum frá háskólanum í Michigan. 

Myndin birtist sem hluti af svarmöguleikum í spurningakeppni sem skólinn stóð fyrir, spurt var um heimaland Hitler og mynd af kappanum birtist ásamt svarmöguleikum.

Háskólinn sagði spurningakeppnina og allt myndefni hafa verið framleitt af þriðja aðila sem verður ekki stundað frekari viðskipti við. Skólinn baðst innilega afsökunar fyrir myndina sem birtist og sagði það ekki endurspegla gildi stofnunarinnar. 

Michigan State Spartans töpuðu leiknum að endingu 49-0 fyrir Michigan Wolverines. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×