Hver á að sinna ólaunuðu störfunum? Hópur kvenna í framkvæmdastjórn kvennaverkfalls skrifar 23. október 2023 07:00 Boðað er til Kvennaverkfalls á morgun, 24. október og eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra. Feður, karlkyns makar, synir, afar, frændur og bræður eru hvattir til að taka aðra og þriðju vaktina til að styðja þátttöku kvenna og kvára innan fjölskyldu sinnar og þeirra sem starfa í fjölbreyttum umönnunarstörfum eða í menntakerfinu. Þetta geta þeir gert með því að sinna heimilishaldi, annast börn og ættingja og sinna öllu skipulagi sem í því felst. Tálsýnin um jafnréttisparadísinaÞrátt fyrir áralanga baráttu og að konur hafi flykkst út á vinnumarkaðinn er enn rótgróin ójöfn og kynjuð verkaskipting á heimilum. Við búum enn í samfélagi þar sem framlag kvenna og kvára er að mörgu leyti ósýnilegt, óviðurkennt og vanmetið. Mörg telja að af þeirri ástæðu einni að Ísland sé þekkt sem jafnréttisparadís í öðrum löndum feli það í sér að jafnrétti sé náð á öllum sviðum samfélagsins. Þannig erum við sem samfélag líklegri til að sannfæra okkur um að jafnrétti sé til staðar þegar það er það ekki í raun. Eitt dæmi um þessa birtingarmynd er vanmat á ólaunaðri vinnu og áhrifum hennar.Samkvæmt nýlegum þjóðarpúlsi Gallup sinna konur í ríkari mæli heimilisstörfum, umönnun barna og verkstjórnarlegu hlutverki innan heimilisins, svo kallaðri þriðju vaktinni. Karlar upplifa verkaskiptinguna jafnari en konur. Aðrar rannsóknir sýna það sama og nýleg íslensk rannsókn sýndi fram á að dulin misskipting ríkir á íslenskum heimilum. Konur hafa almennt lengri vinnutíma en karlar, ef talin eru saman launuð og ólaunuð störf.Í nágrannalandi okkar Noregi vinna konur næstum tvo mánuði árlega af ólaunaðri vinnu umfram karla.Enn eru ráðandi úreltar hugmyndir í samfélaginu um hvaða verkum konum beri frekar að sinna en karlar og gjarnan er litið svo á að þátttaka karla inn á heimilum sé valkvæð. Það endurspeglast í því að konur eru líklegri en karlar til að bera almennt meginábyrgðina á umönnun barna, veikra eða eldri skyldmenna og þar með gegna stærra hlutverki þar en karlar. Enn fremur eru þær líklegri til að sinna heimilisverkum líkt og að þurrka af og þrífa baðherbergi, kaupa gjafir, föt og húsgögn, setja í vél og ganga frá þvotti, skúra gólf, skipta á rúmum og kaupa í matinn. Karlar eru hins vegar líklegri til að fara út með ruslið, slá grasið, fara með bílinn í viðgerð og sinna framkvæmdum á heimilinu. Augljóslega er gríðarlegur munur á þeim tíma sem fer í þessi verkefni milli kynjanna.Er misskipting þriðju vaktar konum að kenna?Það er eitt að framkvæma húsverk og önnur störf sem tengjast heimilishaldi. Það er annað að hafa þau stanslaust í huga sér; hafa yfirsýn og muna hvað vantar, bera ábyrgð á og skipuleggja daglegt heimilislíf og dagskrá fjölskyldunnar og hugsa fyrir því sem þarf að gerast til að allt gangi upp. Þetta er þriðja vaktin, sem konur sinna í mun meira mæli en karlar. Vaktin felur meðal annars í sér að skrá börn í frístundir og kaupa viðeigandi búnað eða fatnað, bóka tannlæknatíma, skipuleggja afmælisgjafir, fylgjast með upplýsingum frá skólum barna sinna, ákveða kvöldmatinn og önnur innkaup, hafa í huga hvað fer í leikskólatöskuna og hvort föt séu í réttum stærðum og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir að slík vinna sé tímafrek, erfið og stöðug og grundvöllur hvers heimilis er hún afar vanmetin. Nýleg íslensk rannsókn bendir til að misskipt þriðja vakt sé svo útskýrð burt með vísan til að það byggi á persónulegu fyrirkomulagi og eiginleika kvennanna, jafnvel með vísan til vankanta kvennanna sjálfra, þær séu bara svo stjórnsamar.Fjölmargir einstæðir foreldrar eru einir um að standa aðra og þriðja vaktina á sínu heimili. Að miklum meirihluta til eru það mæður. Eins og áður var nefnt er gjarnan litið svo á að ábyrgð á umönnun barna eða skipulagningu í tengslum við þau hvíli hjá mæðrum en sé valkvæðari hjá feðrum. Það viðhorf viðhelst gjarnan eftir sambandsslit og endurspeglast í fjölda „valkvæðra feðra“ sem velja að að annast börnin sín lítið sem ekkert eða „velja“ hversu mikil umönnunin er og hvaða verkefnum þeir sinna þessu tengt.Kallarðu þetta jafnrétti?Hugmyndin um ofurkonuna er útbreidd sem endurspeglast meðal annars í óraunhæfum kröfum gagnvart mæðrum sem upplifa neikvæðar tilfinningar eins og sektarkennd, skömm og kvíða ef þær standa ekki undir þeim öllum. Konur eru líklegri til að veikjast en karlar vegna óhóflegs álags heima og/eða í vinnunni sem getur leitt til missis starfsgetu. Mikill meirihluti þeirra sem leita aðstoðar hjá VIRK- starfsendurhæfingarsjóði eru konur. Mikil ólaunuð vinna kvenna hefur neikvæðar afleiðingar á heilsufar þeirra, hamingju, starfsferil og fjárhag. Misskipting þessi viðheldur kynjamisrétti og valdaójafnvægi og getur haft alvarlegar afleiðingar á öllum sviðum samfélagsins. Andleg líðan kvenna og heilsa er lakari en karla vegna aukinnar ábyrgðar þeirra á ólaunuðu störfunum sem leiðir gjarnan til þess að þær velja sér frekar að vera í hlutastarfi en fullu starfi. Það hefur þar með áhrif á ævitekjur þeirra og fjárhagslegt sjálfstæði.Verum fyrirmyndir fyrir framtíðinaVið erum öll mótuð af hugmyndum samfélagsins og það eru fyrst og fremst viðhorf og hugarfar sem þarf að breyta til að auðvelda foreldrum, pörum og öðrum sem þeim sem skipta með sér verkum, að gera það með jafnari hætti. Eitt dæmi þess er að öll umfjöllun eða fræðsluefni um foreldrahlutverk, fjölskyldur eða rekstur heimilis sé ekki að flokka foreldra undir rós á þann hátt að móðirin sé í aðalhlutverki en faðirinn í aukahlutverki. Annað dæmi sem getur haft margfeldisáhrif er að gæta að því í hvern er hringt ef það þarf að sækja barn veikt í leik- eða grunnskóla. Við ætlum ekki að arfleiða næstu kynslóð að þeirri hugmynd að foreldrahlutverkið sé valkvætt fyrir feður og ábyrgðin liggi hjá mæðrum, heldur skapa saman samfélag sem einkennist af jafnrétti.Til að berjast gegn þessari bagalegu misskiptingu er mikilvægt að gera hana sýnilegri. Það gerum við með því að taka þátt í sólarhrings Kvennaverkfalli 24. október. Við komum úr ólíkri átt og staða okkar er ólík en við eigum það sameiginlegt að vera konur og kynsegin fólk sem býr enn við kerfisbundið misrétti. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti strax. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi!Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023:Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78Drífa Snædal // StígamótEllen Calmon // Kvenréttindafélag ÍslandsElva Hrönn Hjartardóttir // UN Women ÍslandFinnborg Salome Steinþórsdóttir // Femínísk fjármálElísa Jóhannsdóttir // BHMGuðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍKristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMINLinda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um KvennaathvarfRagnheiður Davíðsdóttir, kynjafræðingurRakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn ÍslandsSara Stef. Hildardóttir // RótinSonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRBSteinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármálTatjana Latinovic // Kvenréttindafélag ÍslandsÞuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ réttindasamtök Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Boðað er til Kvennaverkfalls á morgun, 24. október og eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra. Feður, karlkyns makar, synir, afar, frændur og bræður eru hvattir til að taka aðra og þriðju vaktina til að styðja þátttöku kvenna og kvára innan fjölskyldu sinnar og þeirra sem starfa í fjölbreyttum umönnunarstörfum eða í menntakerfinu. Þetta geta þeir gert með því að sinna heimilishaldi, annast börn og ættingja og sinna öllu skipulagi sem í því felst. Tálsýnin um jafnréttisparadísinaÞrátt fyrir áralanga baráttu og að konur hafi flykkst út á vinnumarkaðinn er enn rótgróin ójöfn og kynjuð verkaskipting á heimilum. Við búum enn í samfélagi þar sem framlag kvenna og kvára er að mörgu leyti ósýnilegt, óviðurkennt og vanmetið. Mörg telja að af þeirri ástæðu einni að Ísland sé þekkt sem jafnréttisparadís í öðrum löndum feli það í sér að jafnrétti sé náð á öllum sviðum samfélagsins. Þannig erum við sem samfélag líklegri til að sannfæra okkur um að jafnrétti sé til staðar þegar það er það ekki í raun. Eitt dæmi um þessa birtingarmynd er vanmat á ólaunaðri vinnu og áhrifum hennar.Samkvæmt nýlegum þjóðarpúlsi Gallup sinna konur í ríkari mæli heimilisstörfum, umönnun barna og verkstjórnarlegu hlutverki innan heimilisins, svo kallaðri þriðju vaktinni. Karlar upplifa verkaskiptinguna jafnari en konur. Aðrar rannsóknir sýna það sama og nýleg íslensk rannsókn sýndi fram á að dulin misskipting ríkir á íslenskum heimilum. Konur hafa almennt lengri vinnutíma en karlar, ef talin eru saman launuð og ólaunuð störf.Í nágrannalandi okkar Noregi vinna konur næstum tvo mánuði árlega af ólaunaðri vinnu umfram karla.Enn eru ráðandi úreltar hugmyndir í samfélaginu um hvaða verkum konum beri frekar að sinna en karlar og gjarnan er litið svo á að þátttaka karla inn á heimilum sé valkvæð. Það endurspeglast í því að konur eru líklegri en karlar til að bera almennt meginábyrgðina á umönnun barna, veikra eða eldri skyldmenna og þar með gegna stærra hlutverki þar en karlar. Enn fremur eru þær líklegri til að sinna heimilisverkum líkt og að þurrka af og þrífa baðherbergi, kaupa gjafir, föt og húsgögn, setja í vél og ganga frá þvotti, skúra gólf, skipta á rúmum og kaupa í matinn. Karlar eru hins vegar líklegri til að fara út með ruslið, slá grasið, fara með bílinn í viðgerð og sinna framkvæmdum á heimilinu. Augljóslega er gríðarlegur munur á þeim tíma sem fer í þessi verkefni milli kynjanna.Er misskipting þriðju vaktar konum að kenna?Það er eitt að framkvæma húsverk og önnur störf sem tengjast heimilishaldi. Það er annað að hafa þau stanslaust í huga sér; hafa yfirsýn og muna hvað vantar, bera ábyrgð á og skipuleggja daglegt heimilislíf og dagskrá fjölskyldunnar og hugsa fyrir því sem þarf að gerast til að allt gangi upp. Þetta er þriðja vaktin, sem konur sinna í mun meira mæli en karlar. Vaktin felur meðal annars í sér að skrá börn í frístundir og kaupa viðeigandi búnað eða fatnað, bóka tannlæknatíma, skipuleggja afmælisgjafir, fylgjast með upplýsingum frá skólum barna sinna, ákveða kvöldmatinn og önnur innkaup, hafa í huga hvað fer í leikskólatöskuna og hvort föt séu í réttum stærðum og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir að slík vinna sé tímafrek, erfið og stöðug og grundvöllur hvers heimilis er hún afar vanmetin. Nýleg íslensk rannsókn bendir til að misskipt þriðja vakt sé svo útskýrð burt með vísan til að það byggi á persónulegu fyrirkomulagi og eiginleika kvennanna, jafnvel með vísan til vankanta kvennanna sjálfra, þær séu bara svo stjórnsamar.Fjölmargir einstæðir foreldrar eru einir um að standa aðra og þriðja vaktina á sínu heimili. Að miklum meirihluta til eru það mæður. Eins og áður var nefnt er gjarnan litið svo á að ábyrgð á umönnun barna eða skipulagningu í tengslum við þau hvíli hjá mæðrum en sé valkvæðari hjá feðrum. Það viðhorf viðhelst gjarnan eftir sambandsslit og endurspeglast í fjölda „valkvæðra feðra“ sem velja að að annast börnin sín lítið sem ekkert eða „velja“ hversu mikil umönnunin er og hvaða verkefnum þeir sinna þessu tengt.Kallarðu þetta jafnrétti?Hugmyndin um ofurkonuna er útbreidd sem endurspeglast meðal annars í óraunhæfum kröfum gagnvart mæðrum sem upplifa neikvæðar tilfinningar eins og sektarkennd, skömm og kvíða ef þær standa ekki undir þeim öllum. Konur eru líklegri til að veikjast en karlar vegna óhóflegs álags heima og/eða í vinnunni sem getur leitt til missis starfsgetu. Mikill meirihluti þeirra sem leita aðstoðar hjá VIRK- starfsendurhæfingarsjóði eru konur. Mikil ólaunuð vinna kvenna hefur neikvæðar afleiðingar á heilsufar þeirra, hamingju, starfsferil og fjárhag. Misskipting þessi viðheldur kynjamisrétti og valdaójafnvægi og getur haft alvarlegar afleiðingar á öllum sviðum samfélagsins. Andleg líðan kvenna og heilsa er lakari en karla vegna aukinnar ábyrgðar þeirra á ólaunuðu störfunum sem leiðir gjarnan til þess að þær velja sér frekar að vera í hlutastarfi en fullu starfi. Það hefur þar með áhrif á ævitekjur þeirra og fjárhagslegt sjálfstæði.Verum fyrirmyndir fyrir framtíðinaVið erum öll mótuð af hugmyndum samfélagsins og það eru fyrst og fremst viðhorf og hugarfar sem þarf að breyta til að auðvelda foreldrum, pörum og öðrum sem þeim sem skipta með sér verkum, að gera það með jafnari hætti. Eitt dæmi þess er að öll umfjöllun eða fræðsluefni um foreldrahlutverk, fjölskyldur eða rekstur heimilis sé ekki að flokka foreldra undir rós á þann hátt að móðirin sé í aðalhlutverki en faðirinn í aukahlutverki. Annað dæmi sem getur haft margfeldisáhrif er að gæta að því í hvern er hringt ef það þarf að sækja barn veikt í leik- eða grunnskóla. Við ætlum ekki að arfleiða næstu kynslóð að þeirri hugmynd að foreldrahlutverkið sé valkvætt fyrir feður og ábyrgðin liggi hjá mæðrum, heldur skapa saman samfélag sem einkennist af jafnrétti.Til að berjast gegn þessari bagalegu misskiptingu er mikilvægt að gera hana sýnilegri. Það gerum við með því að taka þátt í sólarhrings Kvennaverkfalli 24. október. Við komum úr ólíkri átt og staða okkar er ólík en við eigum það sameiginlegt að vera konur og kynsegin fólk sem býr enn við kerfisbundið misrétti. Við fléttum saman baráttur okkar og leggjum niður störf til að sýna að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Þannig ætlum við að breyta samfélaginu og knýja fram jafnrétti strax. Sjáumst á Arnarhóli og baráttufundum víðsvegar um landið þann 24. október næstkomandi!Framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls 2023:Bergrún Andradóttir // Samtökin ‘78Drífa Snædal // StígamótEllen Calmon // Kvenréttindafélag ÍslandsElva Hrönn Hjartardóttir // UN Women ÍslandFinnborg Salome Steinþórsdóttir // Femínísk fjármálElísa Jóhannsdóttir // BHMGuðrún Margrét Guðmundsdóttir // ASÍKristín Ástgeirsdóttir // ICEFEMINLinda Dröfn Gunnarsdóttir // Samtök um KvennaathvarfRagnheiður Davíðsdóttir, kynjafræðingurRakel Adolphsdóttir // Kvennasögusafn ÍslandsSara Stef. Hildardóttir // RótinSonja Ýr Þorbergsdóttir // BSRBSteinunn Rögnvaldsdóttir // Femínísk fjármálTatjana Latinovic // Kvenréttindafélag ÍslandsÞuríður Harpa Sigurðardóttir // ÖBÍ réttindasamtök
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar