Af dyggðaskreytingu Reykjavíkurborgar Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir skrifar 23. október 2023 12:01 Mannekla á leikskólum Reykjavíkurborgar er ekki ný af nálinni. Borgarstjórarnir okkar tveir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og við foreldra leikskólabarna um hvernig þeir hyggjast ætla að bæta úr þessum vanda með ýmiskonar aðgerðum en allt kemur fyrir ekki, það næst ekki að ráða í stöður á nýju leikskólunum sem hafa verið byggðir og þeir leikskólar sem eru nú þegar starfræktir eru margir hverjir illa mannaðir. Þannig er komið fyrir leikskólanum sem barnið mitt er á. Það vantar 5, bráðum 6 stöðugildi og því er fáliðunaráætlun í gangi þar sem hver deild leikskólans þarf að vera heima einu sinni í viku en það nemur um 20% skerðingu á skólastarfinu. Þegar börnin fá svo að fara í skólann er starfsfólkið svo fátt að ekki er hægt að sinna venjubundnu starfi eins og listasmiðju og fleira. Það er búist við að þetta ástand muni standa fram á nýja árið. Kvenna- og kváraverkfallið er á morgun og vinnuveitendur hafa keppst um að senda tölvupóst á starfsfólk sitt um hversu dyggilega þeir styðji við baráttuna. Reykjavíkurborg sendi hjartnæman tölvupóst þar sem lýst er yfir stuðningi við konur og kvár og foreldrar beðnir um að halda börnunum sínum heima þennan dag. Þessi tölvupóstur skýtur ansi skökku við þegar ljóst er að Reykjavíkurborg sér ekki sóma sinn í að launa starfsfólki leikskólanna nægilega vel svo þau sjái hag sinn í að starfa hjá leikskólunum. Eins býður Reykjavíkurborg þessu starfsfólki upp á svo óviðunandi vinnuumhverfi að fólk vinnur sér til húðar og missir heilsuna. Sú er raunin á okkar leikskóla. Yndislega starfsfólkið sem þykir svo vænt um börnin okkar, eyðir með þeim deginum og leiðbeinir og kennir þeim af alúð er að missa heilsuna eða fara í önnur störf. Tvískinnungur Reykjavíkurborgar er ærandi. Það er morgunljóst að vandamálið liggur í launum og kjörum leikskólastarfsfólks en borgin eins og körlum og vinnuveitendum er von og vísa setur peninga í fyrsta sæti fram yfir heilsu og hag barna og umönnunaraðila þeirra. Við foreldrar barna í Sæborg skorum á Reykjavíkurborg að láta baráttuna sig sannarlega varða og bæta kjör leikskólastarfsfólks svo börnin okkar fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Höfundur er móðir og hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Kvennaverkfall Mest lesið Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Mannekla á leikskólum Reykjavíkurborgar er ekki ný af nálinni. Borgarstjórarnir okkar tveir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og við foreldra leikskólabarna um hvernig þeir hyggjast ætla að bæta úr þessum vanda með ýmiskonar aðgerðum en allt kemur fyrir ekki, það næst ekki að ráða í stöður á nýju leikskólunum sem hafa verið byggðir og þeir leikskólar sem eru nú þegar starfræktir eru margir hverjir illa mannaðir. Þannig er komið fyrir leikskólanum sem barnið mitt er á. Það vantar 5, bráðum 6 stöðugildi og því er fáliðunaráætlun í gangi þar sem hver deild leikskólans þarf að vera heima einu sinni í viku en það nemur um 20% skerðingu á skólastarfinu. Þegar börnin fá svo að fara í skólann er starfsfólkið svo fátt að ekki er hægt að sinna venjubundnu starfi eins og listasmiðju og fleira. Það er búist við að þetta ástand muni standa fram á nýja árið. Kvenna- og kváraverkfallið er á morgun og vinnuveitendur hafa keppst um að senda tölvupóst á starfsfólk sitt um hversu dyggilega þeir styðji við baráttuna. Reykjavíkurborg sendi hjartnæman tölvupóst þar sem lýst er yfir stuðningi við konur og kvár og foreldrar beðnir um að halda börnunum sínum heima þennan dag. Þessi tölvupóstur skýtur ansi skökku við þegar ljóst er að Reykjavíkurborg sér ekki sóma sinn í að launa starfsfólki leikskólanna nægilega vel svo þau sjái hag sinn í að starfa hjá leikskólunum. Eins býður Reykjavíkurborg þessu starfsfólki upp á svo óviðunandi vinnuumhverfi að fólk vinnur sér til húðar og missir heilsuna. Sú er raunin á okkar leikskóla. Yndislega starfsfólkið sem þykir svo vænt um börnin okkar, eyðir með þeim deginum og leiðbeinir og kennir þeim af alúð er að missa heilsuna eða fara í önnur störf. Tvískinnungur Reykjavíkurborgar er ærandi. Það er morgunljóst að vandamálið liggur í launum og kjörum leikskólastarfsfólks en borgin eins og körlum og vinnuveitendum er von og vísa setur peninga í fyrsta sæti fram yfir heilsu og hag barna og umönnunaraðila þeirra. Við foreldrar barna í Sæborg skorum á Reykjavíkurborg að láta baráttuna sig sannarlega varða og bæta kjör leikskólastarfsfólks svo börnin okkar fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Höfundur er móðir og hjúkrunarfræðingur.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun