Benedikt um Milka í kvöld: Hann er undirbúinn fyrir hvað sem er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 14:30 Dominykas Milka skorar fyrir Keflavík á móti Njarðvík. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík tekur á móti Keflavík í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins í körfubolta í kvöld en þetta er fyrsti Reykjanesbæjarslagurinn í vetur og í fyrsta sinn sem gamli Keflvíkingurinn Dominykas Milka spilar með nágrönnunum á móti sínu gamla liði. „Þessi leikur leggst ofboðslega vel í mig. Ég átti kannski ekki von á því að fá þennan slag í 32 liða úrslitum. Þetta er alltaf risaleikur og risadagur þegar þessir leikir fara fram. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Aron Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Njarðvík hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og Keflavík vann flottan endurkomusigur á Val í síðasta leik. „Mín reynsla af þessum leikjum, bæði sem áhorfandi og körfuboltaáhugamaður og síðan sem þjálfari í þessum viðureignum, er að staða liðanna skiptir eiginlega engu máli. Þetta eru alltaf einstakir leikir þó að annað liðið eigi að vera sterkara en hitt. Það hefur aldrei skipt neinu máli í gegnum tíðina,“ sagði Benedikt. EL Clasico eins og þessi viðureign hefur verið kölluð lifir sínu eigin lífi inn á hverju tímabili. „Þetta eru öðruvísi leikir í íslenskum körfubolta. Hver leikur á sitt líf og allt sem hefur gengið á undan hefur ekki skipt máli. Maður hefur séð þessa leiki fara út og suður. Sumir hafa verið ofboðslega spennandi og jafnir en svo hefur maður séð annað liðið bursta hitt. Maður getur því búist við hverju sem er,“ sagði Benedikt. Benedikt Guðmundsson hvetur sína menn áfram.Vísir/Hulda Margrét „Við mætum í þennan leik til þess að vinna og ég efast ekki um það að Keflavík geri það líka. Þetta verða tvö lið sem selja sig rándýrt í kvöld,“ sagði Benedikt. Dominykas Milka skiptir yfir í Njarðvík úr Keflavík í sumar og er að fara að mæta sínu gamla liði í fyrsta sinn. Hvernig skynjar Benedikt stemmninguna hjá honum fyrir leikinn? „Hann verður klár. Hann þekkir það að vera hinum megin og hugsanlega verður eitthvað baulað á hann. Ég veit það ekki. Ég held að hann sé undirbúinn fyrir hvað sem er í kvöld og það bítur ekkert á hann. Hann er í þessu til að reynda að vinna. Hann verður klár og vonandi bara allir mínir menn,“ sagði Benedikt. Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur hefst klukkan 19.30 í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld en það verður örugglega vel mætt á leikinn. Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Þessi leikur leggst ofboðslega vel í mig. Ég átti kannski ekki von á því að fá þennan slag í 32 liða úrslitum. Þetta er alltaf risaleikur og risadagur þegar þessir leikir fara fram. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Aron Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Njarðvík hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og Keflavík vann flottan endurkomusigur á Val í síðasta leik. „Mín reynsla af þessum leikjum, bæði sem áhorfandi og körfuboltaáhugamaður og síðan sem þjálfari í þessum viðureignum, er að staða liðanna skiptir eiginlega engu máli. Þetta eru alltaf einstakir leikir þó að annað liðið eigi að vera sterkara en hitt. Það hefur aldrei skipt neinu máli í gegnum tíðina,“ sagði Benedikt. EL Clasico eins og þessi viðureign hefur verið kölluð lifir sínu eigin lífi inn á hverju tímabili. „Þetta eru öðruvísi leikir í íslenskum körfubolta. Hver leikur á sitt líf og allt sem hefur gengið á undan hefur ekki skipt máli. Maður hefur séð þessa leiki fara út og suður. Sumir hafa verið ofboðslega spennandi og jafnir en svo hefur maður séð annað liðið bursta hitt. Maður getur því búist við hverju sem er,“ sagði Benedikt. Benedikt Guðmundsson hvetur sína menn áfram.Vísir/Hulda Margrét „Við mætum í þennan leik til þess að vinna og ég efast ekki um það að Keflavík geri það líka. Þetta verða tvö lið sem selja sig rándýrt í kvöld,“ sagði Benedikt. Dominykas Milka skiptir yfir í Njarðvík úr Keflavík í sumar og er að fara að mæta sínu gamla liði í fyrsta sinn. Hvernig skynjar Benedikt stemmninguna hjá honum fyrir leikinn? „Hann verður klár. Hann þekkir það að vera hinum megin og hugsanlega verður eitthvað baulað á hann. Ég veit það ekki. Ég held að hann sé undirbúinn fyrir hvað sem er í kvöld og það bítur ekkert á hann. Hann er í þessu til að reynda að vinna. Hann verður klár og vonandi bara allir mínir menn,“ sagði Benedikt. Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur hefst klukkan 19.30 í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld en það verður örugglega vel mætt á leikinn.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira