Munar þig um 47 milljónir? Bryndís Guðmundsdóttir, Helga Björg O. Ragnarsdóttir og María Björk Lárusdóttir skrifa 24. október 2023 08:15 Í dag eru 48 ár frá því að konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns og krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi kvenna til samfélagsins. Talið er að um 90% kvenna hafi lagt niður störf þennan fyrsta kvennafrídag þann 24. október 1975. Staða kvenna á vinnumarkaði var mun lakari en staða karla og var störfum kvenna að jafnaði raðað í neðri hluta launatöflu meðal annars á þeim forsendum að þær væru ekki fyrirvinnur heimila. Þá þurftu konur (og þurfa sumar enn) samhliða aukinni atvinnuþátttöku að sitja undir ásökunum um vanrækslu gagnvart börnum sínum og heimilum vegna þátttöku á vinnumarkaði. Kvennafríið 1975 hristi upp í íslensku samfélagi og í framhaldinu voru sett fyrstu íslensku jafnréttislögin sem áttu að stuðla að jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og kváðu m.a. á um að kynin fengju sömu laun fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Jafnréttisparadísin Ísland? Síðan þá hafa orðið töluverðar framfarir í jafnréttismálum. Möguleikar kvenna til atvinnuþátttöku hafa aukist samhliða auknu framboð á dagvistunarúrræðum, leikskóla- og frístundaplássum. Hvergi á Vesturlöndum er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hærra en á Íslandi og gripið hefur verið til ýmis konar aðgerða til að vinna gegn kynbundnum launamun. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi, vændi og mansali hefur verið styrkt og fæðingarorlof lengt. Konum hefur fjölgað í hópi kjörinna fulltrúa á Alþingi, í sveitarstjórnum sem og í ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera og í stjórnum fyrirtækja. Þá hefur Ísland, um nokkurt skeið, vermt efsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest. Þegar þessi þróun er skoðuð í samanburði við þróun víða erlendis kemur ekki á óvart að talað sé um Ísland sem jafnréttisparadís. Það er full ástæða til að fagna þeim sigrum sem kvenfrelsisbaráttan hefur skilað en það má ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að við eigum enn talsvert í land að jafnrétti hér á landi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að um þriðjungur kvenna í heiminum verði fyrir ofbeldi af hendi karla í nánum samböndum og sýnir áfallasaga kvenna að hlutfallið er nær 40% hér á landi. Þá er launajafnrétti ekki í höfn þó að 65 ár séu liðin frá því Ísland fullgilti jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og skuldbatt sig þannig til að tryggja jöfn laun karla og kvenna fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Launamunur kynjanna Samkvæmt mælingum Hagstofunnar var óleiðréttur launamunur kynjanna 9,1% árið 2022, körlum í vil. Launamunurinn er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 13,5% á almennum vinnumarkaði og 9,1% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 6,1% meðal starfsfólks sveitarfélaga. En tölur um óleiðréttan launamun kynjanna segja ekki alla söguna því fleiri aðferðum er beitt til mælinga sem skila ólíkum niðurstöðum. Til viðbótar við árlegar mælingar á óleiðréttum launamun kynjanna vinnur Hagstofan launarannsóknir á nokkurra ára fresti og í síðustu rannsókn kom fram að árið 2019 hafi munur á atvinnutekjum kynjanna verið 25,5%, óleiðréttur launamunur hafi verið 13,9% og leiðréttur launamunur 4,3% körlum í vil. Þessar ólíku aðferðir til mælinga geta valdið ruglingi. Hér er því gerð tilraun til að varpa ljósi á hvað þessar aðferðir við að greina launamun segja okkur á mannamáli. Hvað segir þetta okkur? Samanburður á atvinnutekjum karla og kvenna sýnir okkur hversu miklu munar á launagreiðslum kynjanna án tillits til vinnutíma eða annarra þátta. Ef tekið er tillit til vinnutíma fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur. Með því að nota enn fleiri breytur eins og t.d. menntunarstig, starf, atvinnugrein og tegund fyrirtækis til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Segja má að munur á atvinnutekjum og óleiðréttum launamun varpi ljósi á félags- og efnahagslegan veruleika kynjanna og afleiðingar hins kynskipta vinnumarkaðar á efnahagslega stöðu kynjanna. Leiðrétti launamunurinn varpar svo ljósi á launamun þegar búið er að taka tillit til og stýra fyrir tilteknum þáttum. Til skýringar má hugsa sér launagreiningu þar sem einungis er leiðrétt fyrir atvinnugrein. Í því tilfelli segir leiðréttur launamunur okkur hver launamunurinn er á kynjunum að frátöldum áhrifum atvinnugreinar á laun. Tökum dæmi um konu og karl sem eru með sama menntunarstig, búa yfir jafn mikilli starfsreynslu, eru með sömu stjórnunarábyrgð og eru bæði í fullu starfi. Hann í fjármáladeild og hún í velferðarþjónustu. Grunnlaun hans eru 690 þúsund og hennar 610 þúsund, hann fær greidda fasta yfirvinnu fyrir 25 tíma á mánuði en hún fyrir 10 tíma á mánuði. Þá fær hann 30 þúsund á mánuði og hún 10 þúsund á mánuði vegna annarra þátta sem ekki eru skilgreindir nánar. Heildarlaun hans eru 880 þúsund á mánuði en hennar 681 þúsund á mánuði. Mismunur í grunnlaunum er upp á 70 þúsund sem rekja má til ólíks virðismats starfa þar sem karllægir þættir eins og ábyrgð á fjármálum eru meira metnir en t.d. ábyrgð á velferð fólks. Þá munar 109 þúsund krónum á yfirvinnugreiðslum honum í vil og hann fær 20 þúsund krónum meira en hún vegna annarra óskilgreindra þátta. Í þessu dæmi er munur á atvinnutekjum 22%, óleiðréttur launamunur er 8% og leiðréttur launamunur 2%. Með því stefna aðeins að því að ná leiðrétta muninum niður, þar sem starf og atvinnugrein eru meðal skýribreyta, er litið fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hefðbundin kvennastörf eru lægra metin en hefðbundin karlastörf. Launamunur kynjanna er efnahagslegur veruleiki kvenna En launamisrétti er ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur félags- og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 10% launamunur um 80 þúsund krónur á mánuði, 960 þúsund krónur á ári og yfir 47 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Kynskiptur vinnumarkaður og verðmætamat starfa Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar. Í því felst að karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og störfum. Hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði minna metin en hefðbundin karlastörf. Þannig eru störf í félags-, heilbrigðis- og menntastofnunum að jafnaði verr launuð en störf í bygginga- og fjármálastarfsemi. Í gegnum tíðina hafa konur verið hvattar til menntunar og starfa í hefðbundnum karlagreinum í þeim tilgangi að vinna gegn launamun kynjanna. Þó að það sé í sjálfu sér ágætt leysir það ekki það vanmat sem til staðar er á hefðbundnum kvennastörfum. Nauðsynlegt er að þær aðgerðir sem farið er í til að vinna gegn launamisrétti séu markvissar og beinist að rót vandans. Leiðrétta þarf skakkt verðmætamat starfa Til að vinna gegn þeim launamun sem hinn kynskipti vinnumarkaður skapar þarf að beina sjónum að virðismati starfa og rýna til hvaða þátta er litið við launaákvarðanir. Er ábyrgð á velferð fólks metin til jafns við fjárhagslega ábyrgð? Er tilfinningalegt álag metið til jafns við líkamlegt álag? Er litið til þátta eins og áreitni frá þjónustuþegum og smithættu ekki síður en hitastigs og mengunar við mat á vinnuaðstæðum? Ef ekki, hvað veldur því? Launasetning þarf að byggja á faglegum viðmiðum sem ná til allra starfa með það að markmiði að tryggja réttláta launasetningu fyrir öll líkt og jafnlaunaákvæði laga kveða á um. Jafnlaunavottun ein og sér tryggir ekki launajafnrétti Jafnlaunavottun er ætlað að stuðla að launajafnrétti með því að innleiða stjórnunarkerfi sem tryggir faglega og málefnalega launasetningu. Í því felst að atvinnurekendur innleiði viðmið til að nota við mat á virði starfa sem mega ekki fela í sér mismunun. Í staðlinum er ekki fjallað um þær kröfur sem gerðar eru til þessara viðmiða að öðru leyti en því að þau mega ekki fela í sér beina eða óbeina mismunun. Ef þau viðmið sem launasetning byggir á eru ekki þannig úr garði gerð að þau meti kvenlæga þætti starfa til jafns við karllæga þá nýtast þau ekki til að vinna gegn þeim launamun sem stafar af hinum kynskipta vinnumarkaði og vanmati á virði kvennastarfa. Það er því miður ekki óhugsandi að hjá fyrirtækjum sem fengið hafa jafnlaunavottun geti verið til staðar launamunur milli kynjanna vegna skakks verðmætamats starfa. Jafnréttisbarátta undir áru kynjajafnréttis Gyða Margrét Pétursdóttir prófessor í kynjafræði hefur fjallað um það félagslega ferli eða fyrirbæri þar sem karlar og konur sannfæra sjálf sig um að jafnrétti ríki þrátt fyrir að raunin sé önnur og kallar það áru kynjajafnréttis. Það er snúið að vinna að aðgerðum í þágu jafnréttis í samfélagi þar sem fólk leyfir sér að trúa því að þess sé ekki þörf þrátt fyrir að fyrir liggi gögn og upplýsingar um hið gagnstæða. Borið hefur á því að atvinnurekendur vísi til jafnlaunavottunar sem staðfestingar á að launajafnrétti hafi verið náð og styðji þannig við tálsýnina um Ísland sem jafnréttisparadís. Mikilvægt er að taka yfirlýsingum um fullnaðarsigur í jafnlaunamálum með fyrirvara og hvetja atvinnurekendur, sem hafa vilja og metnað til að vinna að launajafnrétti, til að ganga úr skugga um að þau viðmið sem launasetning þeirra byggir á feli í raun í sér að kvenlæg störf séu metin til jafns við hin karllægu. Þannig nýtist jafnlaunastaðallinn sem tæki í þágu launajafnréttis. Höfundar eru starfskonur Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 48 ár frá því að konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns og krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi kvenna til samfélagsins. Talið er að um 90% kvenna hafi lagt niður störf þennan fyrsta kvennafrídag þann 24. október 1975. Staða kvenna á vinnumarkaði var mun lakari en staða karla og var störfum kvenna að jafnaði raðað í neðri hluta launatöflu meðal annars á þeim forsendum að þær væru ekki fyrirvinnur heimila. Þá þurftu konur (og þurfa sumar enn) samhliða aukinni atvinnuþátttöku að sitja undir ásökunum um vanrækslu gagnvart börnum sínum og heimilum vegna þátttöku á vinnumarkaði. Kvennafríið 1975 hristi upp í íslensku samfélagi og í framhaldinu voru sett fyrstu íslensku jafnréttislögin sem áttu að stuðla að jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og kváðu m.a. á um að kynin fengju sömu laun fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Jafnréttisparadísin Ísland? Síðan þá hafa orðið töluverðar framfarir í jafnréttismálum. Möguleikar kvenna til atvinnuþátttöku hafa aukist samhliða auknu framboð á dagvistunarúrræðum, leikskóla- og frístundaplássum. Hvergi á Vesturlöndum er hlutfall kvenna á vinnumarkaði hærra en á Íslandi og gripið hefur verið til ýmis konar aðgerða til að vinna gegn kynbundnum launamun. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi, vændi og mansali hefur verið styrkt og fæðingarorlof lengt. Konum hefur fjölgað í hópi kjörinna fulltrúa á Alþingi, í sveitarstjórnum sem og í ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera og í stjórnum fyrirtækja. Þá hefur Ísland, um nokkurt skeið, vermt efsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest. Þegar þessi þróun er skoðuð í samanburði við þróun víða erlendis kemur ekki á óvart að talað sé um Ísland sem jafnréttisparadís. Það er full ástæða til að fagna þeim sigrum sem kvenfrelsisbaráttan hefur skilað en það má ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að við eigum enn talsvert í land að jafnrétti hér á landi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að um þriðjungur kvenna í heiminum verði fyrir ofbeldi af hendi karla í nánum samböndum og sýnir áfallasaga kvenna að hlutfallið er nær 40% hér á landi. Þá er launajafnrétti ekki í höfn þó að 65 ár séu liðin frá því Ísland fullgilti jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og skuldbatt sig þannig til að tryggja jöfn laun karla og kvenna fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Launamunur kynjanna Samkvæmt mælingum Hagstofunnar var óleiðréttur launamunur kynjanna 9,1% árið 2022, körlum í vil. Launamunurinn er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 13,5% á almennum vinnumarkaði og 9,1% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 6,1% meðal starfsfólks sveitarfélaga. En tölur um óleiðréttan launamun kynjanna segja ekki alla söguna því fleiri aðferðum er beitt til mælinga sem skila ólíkum niðurstöðum. Til viðbótar við árlegar mælingar á óleiðréttum launamun kynjanna vinnur Hagstofan launarannsóknir á nokkurra ára fresti og í síðustu rannsókn kom fram að árið 2019 hafi munur á atvinnutekjum kynjanna verið 25,5%, óleiðréttur launamunur hafi verið 13,9% og leiðréttur launamunur 4,3% körlum í vil. Þessar ólíku aðferðir til mælinga geta valdið ruglingi. Hér er því gerð tilraun til að varpa ljósi á hvað þessar aðferðir við að greina launamun segja okkur á mannamáli. Hvað segir þetta okkur? Samanburður á atvinnutekjum karla og kvenna sýnir okkur hversu miklu munar á launagreiðslum kynjanna án tillits til vinnutíma eða annarra þátta. Ef tekið er tillit til vinnutíma fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur. Með því að nota enn fleiri breytur eins og t.d. menntunarstig, starf, atvinnugrein og tegund fyrirtækis til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Segja má að munur á atvinnutekjum og óleiðréttum launamun varpi ljósi á félags- og efnahagslegan veruleika kynjanna og afleiðingar hins kynskipta vinnumarkaðar á efnahagslega stöðu kynjanna. Leiðrétti launamunurinn varpar svo ljósi á launamun þegar búið er að taka tillit til og stýra fyrir tilteknum þáttum. Til skýringar má hugsa sér launagreiningu þar sem einungis er leiðrétt fyrir atvinnugrein. Í því tilfelli segir leiðréttur launamunur okkur hver launamunurinn er á kynjunum að frátöldum áhrifum atvinnugreinar á laun. Tökum dæmi um konu og karl sem eru með sama menntunarstig, búa yfir jafn mikilli starfsreynslu, eru með sömu stjórnunarábyrgð og eru bæði í fullu starfi. Hann í fjármáladeild og hún í velferðarþjónustu. Grunnlaun hans eru 690 þúsund og hennar 610 þúsund, hann fær greidda fasta yfirvinnu fyrir 25 tíma á mánuði en hún fyrir 10 tíma á mánuði. Þá fær hann 30 þúsund á mánuði og hún 10 þúsund á mánuði vegna annarra þátta sem ekki eru skilgreindir nánar. Heildarlaun hans eru 880 þúsund á mánuði en hennar 681 þúsund á mánuði. Mismunur í grunnlaunum er upp á 70 þúsund sem rekja má til ólíks virðismats starfa þar sem karllægir þættir eins og ábyrgð á fjármálum eru meira metnir en t.d. ábyrgð á velferð fólks. Þá munar 109 þúsund krónum á yfirvinnugreiðslum honum í vil og hann fær 20 þúsund krónum meira en hún vegna annarra óskilgreindra þátta. Í þessu dæmi er munur á atvinnutekjum 22%, óleiðréttur launamunur er 8% og leiðréttur launamunur 2%. Með því stefna aðeins að því að ná leiðrétta muninum niður, þar sem starf og atvinnugrein eru meðal skýribreyta, er litið fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hefðbundin kvennastörf eru lægra metin en hefðbundin karlastörf. Launamunur kynjanna er efnahagslegur veruleiki kvenna En launamisrétti er ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur félags- og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 10% launamunur um 80 þúsund krónur á mánuði, 960 þúsund krónur á ári og yfir 47 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Kynskiptur vinnumarkaður og verðmætamat starfa Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar. Í því felst að karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og störfum. Hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði minna metin en hefðbundin karlastörf. Þannig eru störf í félags-, heilbrigðis- og menntastofnunum að jafnaði verr launuð en störf í bygginga- og fjármálastarfsemi. Í gegnum tíðina hafa konur verið hvattar til menntunar og starfa í hefðbundnum karlagreinum í þeim tilgangi að vinna gegn launamun kynjanna. Þó að það sé í sjálfu sér ágætt leysir það ekki það vanmat sem til staðar er á hefðbundnum kvennastörfum. Nauðsynlegt er að þær aðgerðir sem farið er í til að vinna gegn launamisrétti séu markvissar og beinist að rót vandans. Leiðrétta þarf skakkt verðmætamat starfa Til að vinna gegn þeim launamun sem hinn kynskipti vinnumarkaður skapar þarf að beina sjónum að virðismati starfa og rýna til hvaða þátta er litið við launaákvarðanir. Er ábyrgð á velferð fólks metin til jafns við fjárhagslega ábyrgð? Er tilfinningalegt álag metið til jafns við líkamlegt álag? Er litið til þátta eins og áreitni frá þjónustuþegum og smithættu ekki síður en hitastigs og mengunar við mat á vinnuaðstæðum? Ef ekki, hvað veldur því? Launasetning þarf að byggja á faglegum viðmiðum sem ná til allra starfa með það að markmiði að tryggja réttláta launasetningu fyrir öll líkt og jafnlaunaákvæði laga kveða á um. Jafnlaunavottun ein og sér tryggir ekki launajafnrétti Jafnlaunavottun er ætlað að stuðla að launajafnrétti með því að innleiða stjórnunarkerfi sem tryggir faglega og málefnalega launasetningu. Í því felst að atvinnurekendur innleiði viðmið til að nota við mat á virði starfa sem mega ekki fela í sér mismunun. Í staðlinum er ekki fjallað um þær kröfur sem gerðar eru til þessara viðmiða að öðru leyti en því að þau mega ekki fela í sér beina eða óbeina mismunun. Ef þau viðmið sem launasetning byggir á eru ekki þannig úr garði gerð að þau meti kvenlæga þætti starfa til jafns við karllæga þá nýtast þau ekki til að vinna gegn þeim launamun sem stafar af hinum kynskipta vinnumarkaði og vanmati á virði kvennastarfa. Það er því miður ekki óhugsandi að hjá fyrirtækjum sem fengið hafa jafnlaunavottun geti verið til staðar launamunur milli kynjanna vegna skakks verðmætamats starfa. Jafnréttisbarátta undir áru kynjajafnréttis Gyða Margrét Pétursdóttir prófessor í kynjafræði hefur fjallað um það félagslega ferli eða fyrirbæri þar sem karlar og konur sannfæra sjálf sig um að jafnrétti ríki þrátt fyrir að raunin sé önnur og kallar það áru kynjajafnréttis. Það er snúið að vinna að aðgerðum í þágu jafnréttis í samfélagi þar sem fólk leyfir sér að trúa því að þess sé ekki þörf þrátt fyrir að fyrir liggi gögn og upplýsingar um hið gagnstæða. Borið hefur á því að atvinnurekendur vísi til jafnlaunavottunar sem staðfestingar á að launajafnrétti hafi verið náð og styðji þannig við tálsýnina um Ísland sem jafnréttisparadís. Mikilvægt er að taka yfirlýsingum um fullnaðarsigur í jafnlaunamálum með fyrirvara og hvetja atvinnurekendur, sem hafa vilja og metnað til að vinna að launajafnrétti, til að ganga úr skugga um að þau viðmið sem launasetning þeirra byggir á feli í raun í sér að kvenlæg störf séu metin til jafns við hin karllægu. Þannig nýtist jafnlaunastaðallinn sem tæki í þágu launajafnréttis. Höfundar eru starfskonur Jafnlaunastofu.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun