Lóðaskorturinn, til varnar sveitarfélögum Jón Ingi Hákonarson skrifar 25. október 2023 07:31 Stóra samfélagsverkefnið næstu ára og áratuga er húsnæðisuppbygging . Himinháir vextir og verðbólga hefur gert það að verkum að enn á ný er uppbygging við frostmark. Margir hafa bent á sveitarfélögin sem sökudólg vegna of lítils framboðs byggingalóða. En þetta ekki svona einfalt. Það er dýrt að skipuleggja og þróa ný hverfi. Það þarf að fjárfesta í innviðum, skólum, leikskólum, gatnakerfi og veitukerfum svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélög verða að taka þetta að láni. Í Hafnarfirði, þar sem ég þekki ágætlega til, erum við enn að súpa seyðið af því að hafa skipulagt nýtt hverfi á óheppilegum tíma, við lok góðærisins. Við Hrunið fraus byggingamarkaðurinn og við sátum uppi með stökkbreytt lán sem við gátum illa borgað af og lóðir sem ekki seldust. Það sama virðist mér hafa gerst í Árborg. Þar ákvað sveitarfélagið að hlýða kallinu um að sveitarfélögin færu í stórfellda uppbyggingu til að koma til móts við hina miklu og hröðu eftirspurn sem þá var, í kjölfar Covid 19. Á skömmum tíma breyttist efnahagsumhverfi landsins sem leiddi til þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hvarf á örskotsstundu. Eftir situr sveitarfélag í fjárhagslegri öndunarvél. Þessi tvö dæmi benda til þess að uppbygging stórra nýrra hverfi getur verið mikil áhættufjárfesting og því óheppilegt að sveitarfélög þurfi að taka þá áhættu án aðstoðar. Sveitarfélög hafa ekki efni á því að sitja á fullbúnum lóðum og innviðum í langan tíma. Best er að byggja upp jafnt og rólega án tillits til þess hvernig árar í samfélaginu. Það minnkar fjárhagslega áhættu sveitarfélaga og ætti að skapa grundvöll fyrir meiri verðstöðugleika á fasteignamarkaði. Þannig er þetta ekki því raunveruleikinn er dyntótt efnahagslíf sem annað hvort frystir markaðinn eða þenur upp að suðumarki. Það þarf töluverða heppni að ná að byggja og selja á milli frosts og funa. Hver er lausnin? Ef við viljum hafa hér jafna uppbyggingu húsnæðismarkaðar þá verða ríki, sveitarfélög og fjármálakerfið að taka höndum saman og skapa hér umgjörð um nægt lóðaframboð, örugga fjármögnun og regluverk sem stuðlar að styttri byggingartíma og þar með minni fjármagnskostnaði. En það má einnig spyrja sig þeirrar spurningar af hverju þetta hafi ekki verið gert. Ein ástæðan gæti verið sú að eftir töluverðu sé að slægjast því bólumyndun á fasteignamarkaði hefur gert marga ríka með tiltölulega auðveldum hætti. Það er ekki vænlegt til árangurs að leggja alla ábyrgð á þann aðila sem hefur minnstu fjárhagslegu burðina til að standa undir áhættunni. Þessari áhættu þarf að dreifa, annars náum við aldrei jafnvægi á þessum markaði. Almennt efnahagsástand, þungt regluverk og hátt vaxtastig hafa mest áhrif á þennan markað. Viðbrögðin hafa verið þau að hver bendir á annan. Þau viðbrögð skila nákvæmlega engu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Húsnæðismál Fasteignamarkaður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stóra samfélagsverkefnið næstu ára og áratuga er húsnæðisuppbygging . Himinháir vextir og verðbólga hefur gert það að verkum að enn á ný er uppbygging við frostmark. Margir hafa bent á sveitarfélögin sem sökudólg vegna of lítils framboðs byggingalóða. En þetta ekki svona einfalt. Það er dýrt að skipuleggja og þróa ný hverfi. Það þarf að fjárfesta í innviðum, skólum, leikskólum, gatnakerfi og veitukerfum svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélög verða að taka þetta að láni. Í Hafnarfirði, þar sem ég þekki ágætlega til, erum við enn að súpa seyðið af því að hafa skipulagt nýtt hverfi á óheppilegum tíma, við lok góðærisins. Við Hrunið fraus byggingamarkaðurinn og við sátum uppi með stökkbreytt lán sem við gátum illa borgað af og lóðir sem ekki seldust. Það sama virðist mér hafa gerst í Árborg. Þar ákvað sveitarfélagið að hlýða kallinu um að sveitarfélögin færu í stórfellda uppbyggingu til að koma til móts við hina miklu og hröðu eftirspurn sem þá var, í kjölfar Covid 19. Á skömmum tíma breyttist efnahagsumhverfi landsins sem leiddi til þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hvarf á örskotsstundu. Eftir situr sveitarfélag í fjárhagslegri öndunarvél. Þessi tvö dæmi benda til þess að uppbygging stórra nýrra hverfi getur verið mikil áhættufjárfesting og því óheppilegt að sveitarfélög þurfi að taka þá áhættu án aðstoðar. Sveitarfélög hafa ekki efni á því að sitja á fullbúnum lóðum og innviðum í langan tíma. Best er að byggja upp jafnt og rólega án tillits til þess hvernig árar í samfélaginu. Það minnkar fjárhagslega áhættu sveitarfélaga og ætti að skapa grundvöll fyrir meiri verðstöðugleika á fasteignamarkaði. Þannig er þetta ekki því raunveruleikinn er dyntótt efnahagslíf sem annað hvort frystir markaðinn eða þenur upp að suðumarki. Það þarf töluverða heppni að ná að byggja og selja á milli frosts og funa. Hver er lausnin? Ef við viljum hafa hér jafna uppbyggingu húsnæðismarkaðar þá verða ríki, sveitarfélög og fjármálakerfið að taka höndum saman og skapa hér umgjörð um nægt lóðaframboð, örugga fjármögnun og regluverk sem stuðlar að styttri byggingartíma og þar með minni fjármagnskostnaði. En það má einnig spyrja sig þeirrar spurningar af hverju þetta hafi ekki verið gert. Ein ástæðan gæti verið sú að eftir töluverðu sé að slægjast því bólumyndun á fasteignamarkaði hefur gert marga ríka með tiltölulega auðveldum hætti. Það er ekki vænlegt til árangurs að leggja alla ábyrgð á þann aðila sem hefur minnstu fjárhagslegu burðina til að standa undir áhættunni. Þessari áhættu þarf að dreifa, annars náum við aldrei jafnvægi á þessum markaði. Almennt efnahagsástand, þungt regluverk og hátt vaxtastig hafa mest áhrif á þennan markað. Viðbrögðin hafa verið þau að hver bendir á annan. Þau viðbrögð skila nákvæmlega engu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun