Eiga félagsleg fyrirtæki framtíð? Elva Dögg Sigurðardóttir skrifar 25. október 2023 07:00 Þriðji geirinn á Íslandi lyftir grettistaki á hverjum degi en þarf samt að berjast í bökkum. Undir hann falla óhagnaðardrifin félagasamtök sem sinna nauðsynlegri þjónustu sem ríkið býður ekki upp á. Samtök eins og Krabbameinsfélagið, Píeta samtökin, Barnaheill og svo má lengi telja. Mikil fjárhagsleg og samfélagsleg verðmæti myndu tapast ef þeirra nyti ekki við en þrátt fyrir það búa þau flest við mikinn ófyrirsjáanleika, þurfa að stóla á skammtímastyrki og telja hverja krónu. Það er algengt að heyra forsvarsfólk í þriðja geiranum tala um að þau viti ekki hvort þau verði enn starfrækt eftir ár. Lausnir við áskorunum dagsins í dag Þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun á undanförnum árum virðist einn angi þeirra hafa verið skilinn eftir, samfélagsleg nýsköpun (e. social innovation). Þessi hluti nýsköpunar snýr að því að finna lausnir á þeim ómættu samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Í samfélagslegri nýsköpun eru samfélagsleg markmið undirstaðan og hugmyndir um að koma samfélaginu til góða aðal drifkrafturinn. Hún getur átt sér stað hjá einstaklingum og fagaðilum, hjá hinu opinbera eða í einka- og þriðja geiranum og lausnirnar geta orðið bæði árangursríkar og langvarandi þegar þær byggja á samvinnu þessara aðila. Þessar framfarir munu ekki eiga sér stað nema fólki, samtökum og fyrirtækjum sem standa að samfélagslegri nýsköpun sé lyft upp og þau njóti stuðnings í verkefnum sínum. Þetta geta til dæmis verið nýjar leiðir til að mæta áskorunum í umönnun aldraðra, vanlíðan unglinga og þátttöku jaðarsettra hópa í samfélaginu. Þetta geta verið lausnir sem við þekkjum ekki í dag en með raunverulegum stuðningi við félagslega frumkvöðla gæti okkur tekist að gera samfélagið okkar sterkara á svo marga vegu. Skýrara regluverk í Evrópu Síðan ég tók sæti á þingi hef ég fengið tækifæri til að heimsækja ýmis félagasamtök sem sýna það og sanna að á Íslandi er að finna fítonskraft hjá fólki sem vill bæta samfélagið. Flest þessara félaga skortir þó fyrirsjáanleika lengra en ár fram í tímann til þess að geta náð sem mestum áhrifum fyrir samfélagið okkar. Undanfarin ár hefur farið að bera meira á svokölluðum félagslegum fyrirtækjum (e. social enterprise) í Evrópu, sem hægt er að skilgreina sem eins konar blönduð fyrirtæki. Meginmarkmið slíkra fyrirtækja er að hafa jákvæð félagsleg áhrif og vinna í þágu samfélagsins, fremur en að skila hagnað til eiganda og fjárfesta. Þrátt fyrir að hér á Íslandi séu starfrækt mörg félög sem falla undir þennan flokk þá höfum við enn sem komið er ekki góða og haldbæra skilgreiningu á þeim. Starfsumhverfið og lagaumgjörðin er ekki skýr – og í rauninni ekki til. Rekstrarformið hérlendis er því fjölbreytt og flókið. Slík verkefni verða því oft að almannaheillafélögum, samvinnufélögum, almennum félögum, einkahlutafélögum og sjálfseignarstofnunum. Slíkt rekstrarform getur hentað ákveðnum hugmyndum en öðrum færi betur að starfa sem félagslegt fyrirtæki. Félagsleg fyrirtæki geta verið samkeppnishæf á markaði, veitt þjónustu og á sama tíma unnið að samfélagslegum lausnum. Þau geta skapað verðmæti, veitt jaðarsettum hópum rödd og farið betur með almannafé ef regluverkið mætir þörfum þeirra með einföldum og skýrum hætti. Hver er framtíðarsýnin? Við búum yfir ótrúlegum mannauði og hugmyndum og ef þær komast í réttan farveg þá getur það aðstoðað okkur á svo ótal vegu. Við verðum að horfa til langvarandi lausna þar sem kröftug samfélagsleg nýsköpun getur komið inn, þar sem fólki og félögum með hugmyndir sem snúa að samfélagslegum ábata er gert hátt undir höfði og þau njóta fyrirsjáanleika í stuðnings hins opinbera til að bæta lífsgæði fólks. Hér undirstrika ég sérstaklega mikilvægi samfélagslegrar nýsköpunar og hlutverk félagslegra fyrirtækja þar sem fólk er valdeflt og virt. Umræðunni um þetta tvennt, þ.e. samfélagslega nýsköpun og félagsleg fyrirtæki, þarf að halda á lofti hérlendis. Sýnileiki félagslegra fyrirtækja er orðinn töluvert meiri á Norðurlöndunum og regluverk í Evrópu er orðið skýrara. Ef við viljum að Ísland verði hluti af þessari þróun en ekki eftirbáti annarra landa þurfum við að gefa í. Höfundur er sitjandi varaþingkona Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Félagasamtök Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Þriðji geirinn á Íslandi lyftir grettistaki á hverjum degi en þarf samt að berjast í bökkum. Undir hann falla óhagnaðardrifin félagasamtök sem sinna nauðsynlegri þjónustu sem ríkið býður ekki upp á. Samtök eins og Krabbameinsfélagið, Píeta samtökin, Barnaheill og svo má lengi telja. Mikil fjárhagsleg og samfélagsleg verðmæti myndu tapast ef þeirra nyti ekki við en þrátt fyrir það búa þau flest við mikinn ófyrirsjáanleika, þurfa að stóla á skammtímastyrki og telja hverja krónu. Það er algengt að heyra forsvarsfólk í þriðja geiranum tala um að þau viti ekki hvort þau verði enn starfrækt eftir ár. Lausnir við áskorunum dagsins í dag Þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun á undanförnum árum virðist einn angi þeirra hafa verið skilinn eftir, samfélagsleg nýsköpun (e. social innovation). Þessi hluti nýsköpunar snýr að því að finna lausnir á þeim ómættu samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Í samfélagslegri nýsköpun eru samfélagsleg markmið undirstaðan og hugmyndir um að koma samfélaginu til góða aðal drifkrafturinn. Hún getur átt sér stað hjá einstaklingum og fagaðilum, hjá hinu opinbera eða í einka- og þriðja geiranum og lausnirnar geta orðið bæði árangursríkar og langvarandi þegar þær byggja á samvinnu þessara aðila. Þessar framfarir munu ekki eiga sér stað nema fólki, samtökum og fyrirtækjum sem standa að samfélagslegri nýsköpun sé lyft upp og þau njóti stuðnings í verkefnum sínum. Þetta geta til dæmis verið nýjar leiðir til að mæta áskorunum í umönnun aldraðra, vanlíðan unglinga og þátttöku jaðarsettra hópa í samfélaginu. Þetta geta verið lausnir sem við þekkjum ekki í dag en með raunverulegum stuðningi við félagslega frumkvöðla gæti okkur tekist að gera samfélagið okkar sterkara á svo marga vegu. Skýrara regluverk í Evrópu Síðan ég tók sæti á þingi hef ég fengið tækifæri til að heimsækja ýmis félagasamtök sem sýna það og sanna að á Íslandi er að finna fítonskraft hjá fólki sem vill bæta samfélagið. Flest þessara félaga skortir þó fyrirsjáanleika lengra en ár fram í tímann til þess að geta náð sem mestum áhrifum fyrir samfélagið okkar. Undanfarin ár hefur farið að bera meira á svokölluðum félagslegum fyrirtækjum (e. social enterprise) í Evrópu, sem hægt er að skilgreina sem eins konar blönduð fyrirtæki. Meginmarkmið slíkra fyrirtækja er að hafa jákvæð félagsleg áhrif og vinna í þágu samfélagsins, fremur en að skila hagnað til eiganda og fjárfesta. Þrátt fyrir að hér á Íslandi séu starfrækt mörg félög sem falla undir þennan flokk þá höfum við enn sem komið er ekki góða og haldbæra skilgreiningu á þeim. Starfsumhverfið og lagaumgjörðin er ekki skýr – og í rauninni ekki til. Rekstrarformið hérlendis er því fjölbreytt og flókið. Slík verkefni verða því oft að almannaheillafélögum, samvinnufélögum, almennum félögum, einkahlutafélögum og sjálfseignarstofnunum. Slíkt rekstrarform getur hentað ákveðnum hugmyndum en öðrum færi betur að starfa sem félagslegt fyrirtæki. Félagsleg fyrirtæki geta verið samkeppnishæf á markaði, veitt þjónustu og á sama tíma unnið að samfélagslegum lausnum. Þau geta skapað verðmæti, veitt jaðarsettum hópum rödd og farið betur með almannafé ef regluverkið mætir þörfum þeirra með einföldum og skýrum hætti. Hver er framtíðarsýnin? Við búum yfir ótrúlegum mannauði og hugmyndum og ef þær komast í réttan farveg þá getur það aðstoðað okkur á svo ótal vegu. Við verðum að horfa til langvarandi lausna þar sem kröftug samfélagsleg nýsköpun getur komið inn, þar sem fólki og félögum með hugmyndir sem snúa að samfélagslegum ábata er gert hátt undir höfði og þau njóta fyrirsjáanleika í stuðnings hins opinbera til að bæta lífsgæði fólks. Hér undirstrika ég sérstaklega mikilvægi samfélagslegrar nýsköpunar og hlutverk félagslegra fyrirtækja þar sem fólk er valdeflt og virt. Umræðunni um þetta tvennt, þ.e. samfélagslega nýsköpun og félagsleg fyrirtæki, þarf að halda á lofti hérlendis. Sýnileiki félagslegra fyrirtækja er orðinn töluvert meiri á Norðurlöndunum og regluverk í Evrópu er orðið skýrara. Ef við viljum að Ísland verði hluti af þessari þróun en ekki eftirbáti annarra landa þurfum við að gefa í. Höfundur er sitjandi varaþingkona Viðreisnar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar