Lífið

„Neyðin kenni naktri konu að spinna“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aðalheiður rekur fyrirtækið Netpartar.
Aðalheiður rekur fyrirtækið Netpartar.

Magnús Hlynur Hreiðarsson leit við hjá fyrirtækinu Netpörtum í Árborg í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Aðalheiður Jacobsen er eigandi fyrirtækisins en starfsmenn Netparta eru átta. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og er staðsett rétt fyrir utan Selfoss. Þar eru bílar sem hafa verið teknir úr umferð rifnir í sundur og reyna starfsmenn þess að finna verðmæti í þeim.

„Er ekki sagt að neyðin kenni naktri konu að spinna,“ segir Aðalheiður og hlær aðspurð um uppruna fyrirtækisins.

„Þetta byrjaðu upp úr hruninu og þá þurfti maður að finna sér eitthvað að gera og þá fórum við í þennan bisness. Þetta er að sænskri fyrirmynd og við erum svolítið að elta Svíana. Þeir eru komnir með endurvinnsluhlutfallið í fimmtán prósent á meðan við erum í tveimur prósentum.“

Aðalheiður segir að það sé engin þörf að hafa vit á bílum til að sjá verðmætin í þeim.

„Það er bara hollt fyrir okkur að endurnýta og það er bara hluti af þeim kúltúr sem við erum að renna inn í núna,“ segir Aðalheiður en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins.

Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð það í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+.

Klippa: Neyðin kenni naktri konu að spinna





Fleiri fréttir

Sjá meira


×