Tilgreind séreign – Á ég að skrá mig? Björn Berg Gunnarsson skrifar 26. október 2023 08:01 Nú safna allir launþegar á Íslandi minnst 15,5% iðgjaldi í lífeyrissjóð. Eigið framlag okkar nemur 4% en vinnuveitandi bætir við minnst 11,5%. Í mörgum lífeyrissjóðum er nú í boði að ráðstafa 3,5% af því framlagi í tiltöluega nýlega tegund séreignarsparnaðar sem nefnist tilgreind séreign. En eigum við að þiggja það boð? Það hentar ekki endilega öllum en mikilvægt er að kynna sér kosti þess og galla svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun sem hentar aðstæðum hvers og eins. Munurinn á tilgreindri séreign og samtryggingu Ekki er þetta til að einfalda kerfi sem nú þegar er ansi flókið, en við verðum þó að skilja um hvað valið stendur. Samtrygging eru þau hefðbundnu lífeyrisréttindi sem við flest þekkjum. Með iðgjaldagreiðslum söfnum við okkur rétti til mánaðarlegra greiðslna ævilangt, óháð ævilengd, auk áfallalífeyris. Við stýrum ekki sjálf hvernig slíkur lífeyrir er ávaxtaður og ráðum ekki úttektarfyrirkomulagi hans umfram að ákveða hvenær hefja skal lífeyristöku. Tilgreind séreign á lítið sem ekkert skylt við samtryggingu. Engar tryggingar fylgja séreigninni og þegar hún hefur að fullu verið tekin út og notuð er hún búin. Í raun er tilgreind séreign mjög svipuð viðbótarlífeyrissparnaði (sem er valfrjáls tegund séreignar) eða sparnaði í banka; við ráðum hvernig hún er ávöxtuð og að miklu leyti hvenær og með hvaða hætti við tökum hana út. Kostir og ókostir Lítum á nokkur atriði sem geta haft áhrif á hvort við viljum safna tilgreindri séreign, en henni verður ekki safnað nema við tilkynnum okkar lífeyrissjóði um þá ákvörðun. Kostir Mun meiri sveigjanleiki við úttekt Dreifa má greiðslum frá í fyrsta lagi 62 ára aldri til 67 ára eða taka út eftir hentisemi eftir að 67 ára aldri er náð. Ekki er hægt að stýra úttekt samtryggingar nema að því leiti að ákveða hvenær greiðslur skulu hefjast. Möguleiki á minni skerðingum almannatrygginga Þar sem stýra má úttekt tilgreindrar séreignar má sækja hana áður en sótt er um greiðslur frá Tryggingastofnun (TR). Samtrygging er hins vegar greidd ævilangt og skerðir því greiðslur TR eftir að þær hefjast. Séreign erfist að fullu Við andlát erfist tilgreind séreign með sama hætti og aðrar eignir samkvæmt lögum. Samtrygging erfist ekki, en í stað arfs er eftir atvikum greiddur maka- og barnalífeyrir. Fleiri valkostir um ávöxtun Velja má ávöxtunarleið og geymslustað, sem ekki býðst við söfnun samtryggingarréttinda. Hentar þeim eldri Sé fólk í aldurstengdri réttindaávinnslu lífeyris safnast samtryggingarréttindi hægar eftir því sem við eldumst. Því eykst hvati til þess að safna tilgreindri séreign með árunum. Fólki yfir ákveðnum aldri, til dæmis fimmtugu, í aldurstengdri réttindaávinnslu, er því oft bent á kosti þess að safna tilgreindri séreign. Ókostir Minni tryggingar Í samtryggingu erum við tryggð fyrir langlífi með ævilöngum réttindum, örorku með örorkulífeyri og fjölskyldu okkar tryggðar greiðslur með maka- og barnalífeyri. Engar slíkar tryggingar fylgja tilgreindri séreign. Gæti síður hentað ungum Yngra fólk í aldurstengri réttindaávinnslu safnar mjög miklum lífeyrisréttindum, en auk þess dýrmætum áfallalífeyrisrétti. Með því að sleppa tilgreindri séreign á yngri árum má því tryggja sig mun betur fyrir mögulegri örorku og safna jafnvel um leið enn hærri fjárhæðum í formi samtryggingar en hefði safnast í tilgreinda séreign. Gæti síður hentað eldri í jafnri ávinnslu Sé sjóðfélagi í jafnri réttindaávinnslu dregur ekki úr hraða uppsöfnunar samtryggingar eftir því sem fólk eldist. Því safnar sextugur sjóðfélagi réttindum að sama krafti og tvítugur. Slík ávinnsla er ekki algeng, en getur til dæmis fylgt greiðslum í A deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Eins og sjá má ekki alhæfa um hvort landsmenn skuli skrá sig í tilgreinda séreign eða ekki, en fyrir marga virðst það þó ansi hreint heillandi kostur. Lífeyrisréttindi eru dýrmæt og mikilvæg og því borgar sig að taka ákvarðanir á borð við þessar af yfirvegun og eftir að kostir og gallar hafa verið metnir með tilliti til okkar aðstæðna. Höfundur er fjármálaráðgjafi og býður meðal annars upp á námskeið og ráðgjöf um lífeyrismál. www.bjornberg.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú safna allir launþegar á Íslandi minnst 15,5% iðgjaldi í lífeyrissjóð. Eigið framlag okkar nemur 4% en vinnuveitandi bætir við minnst 11,5%. Í mörgum lífeyrissjóðum er nú í boði að ráðstafa 3,5% af því framlagi í tiltöluega nýlega tegund séreignarsparnaðar sem nefnist tilgreind séreign. En eigum við að þiggja það boð? Það hentar ekki endilega öllum en mikilvægt er að kynna sér kosti þess og galla svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun sem hentar aðstæðum hvers og eins. Munurinn á tilgreindri séreign og samtryggingu Ekki er þetta til að einfalda kerfi sem nú þegar er ansi flókið, en við verðum þó að skilja um hvað valið stendur. Samtrygging eru þau hefðbundnu lífeyrisréttindi sem við flest þekkjum. Með iðgjaldagreiðslum söfnum við okkur rétti til mánaðarlegra greiðslna ævilangt, óháð ævilengd, auk áfallalífeyris. Við stýrum ekki sjálf hvernig slíkur lífeyrir er ávaxtaður og ráðum ekki úttektarfyrirkomulagi hans umfram að ákveða hvenær hefja skal lífeyristöku. Tilgreind séreign á lítið sem ekkert skylt við samtryggingu. Engar tryggingar fylgja séreigninni og þegar hún hefur að fullu verið tekin út og notuð er hún búin. Í raun er tilgreind séreign mjög svipuð viðbótarlífeyrissparnaði (sem er valfrjáls tegund séreignar) eða sparnaði í banka; við ráðum hvernig hún er ávöxtuð og að miklu leyti hvenær og með hvaða hætti við tökum hana út. Kostir og ókostir Lítum á nokkur atriði sem geta haft áhrif á hvort við viljum safna tilgreindri séreign, en henni verður ekki safnað nema við tilkynnum okkar lífeyrissjóði um þá ákvörðun. Kostir Mun meiri sveigjanleiki við úttekt Dreifa má greiðslum frá í fyrsta lagi 62 ára aldri til 67 ára eða taka út eftir hentisemi eftir að 67 ára aldri er náð. Ekki er hægt að stýra úttekt samtryggingar nema að því leiti að ákveða hvenær greiðslur skulu hefjast. Möguleiki á minni skerðingum almannatrygginga Þar sem stýra má úttekt tilgreindrar séreignar má sækja hana áður en sótt er um greiðslur frá Tryggingastofnun (TR). Samtrygging er hins vegar greidd ævilangt og skerðir því greiðslur TR eftir að þær hefjast. Séreign erfist að fullu Við andlát erfist tilgreind séreign með sama hætti og aðrar eignir samkvæmt lögum. Samtrygging erfist ekki, en í stað arfs er eftir atvikum greiddur maka- og barnalífeyrir. Fleiri valkostir um ávöxtun Velja má ávöxtunarleið og geymslustað, sem ekki býðst við söfnun samtryggingarréttinda. Hentar þeim eldri Sé fólk í aldurstengdri réttindaávinnslu lífeyris safnast samtryggingarréttindi hægar eftir því sem við eldumst. Því eykst hvati til þess að safna tilgreindri séreign með árunum. Fólki yfir ákveðnum aldri, til dæmis fimmtugu, í aldurstengdri réttindaávinnslu, er því oft bent á kosti þess að safna tilgreindri séreign. Ókostir Minni tryggingar Í samtryggingu erum við tryggð fyrir langlífi með ævilöngum réttindum, örorku með örorkulífeyri og fjölskyldu okkar tryggðar greiðslur með maka- og barnalífeyri. Engar slíkar tryggingar fylgja tilgreindri séreign. Gæti síður hentað ungum Yngra fólk í aldurstengri réttindaávinnslu safnar mjög miklum lífeyrisréttindum, en auk þess dýrmætum áfallalífeyrisrétti. Með því að sleppa tilgreindri séreign á yngri árum má því tryggja sig mun betur fyrir mögulegri örorku og safna jafnvel um leið enn hærri fjárhæðum í formi samtryggingar en hefði safnast í tilgreinda séreign. Gæti síður hentað eldri í jafnri ávinnslu Sé sjóðfélagi í jafnri réttindaávinnslu dregur ekki úr hraða uppsöfnunar samtryggingar eftir því sem fólk eldist. Því safnar sextugur sjóðfélagi réttindum að sama krafti og tvítugur. Slík ávinnsla er ekki algeng, en getur til dæmis fylgt greiðslum í A deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Eins og sjá má ekki alhæfa um hvort landsmenn skuli skrá sig í tilgreinda séreign eða ekki, en fyrir marga virðst það þó ansi hreint heillandi kostur. Lífeyrisréttindi eru dýrmæt og mikilvæg og því borgar sig að taka ákvarðanir á borð við þessar af yfirvegun og eftir að kostir og gallar hafa verið metnir með tilliti til okkar aðstæðna. Höfundur er fjármálaráðgjafi og býður meðal annars upp á námskeið og ráðgjöf um lífeyrismál. www.bjornberg.is
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun