Til hamingju, ég samhryggist: Af kvennaverkfalli og Huldu Jónsdóttur Tölgyes Thelma Hafþórsdóttir Byrd skrifar 25. október 2023 13:00 Við lögðum leið okkar í miðbæ Reykjavíkur í gær, 24. október. Daginn sem man langaði helst að heilsa fólki með hamingjuóskum en einnig samúðarkveðjum. Undarlegt tilefni, ekki satt? Ég hlustaði á magnaðar konur og kvár á Arnarhóli og það var allt í senn ánægjuleg, mögnuð en líka erfið stund. Þær sem lengur hafa lifað en ég rifjuðu upp baráttuna og uppruna kvennafrídagsins. Talið barst að sjálfsögðu að Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og ég fór að hugsa um hvað við erum blessuð með okkar forystukonur, hverra herðum við stöndum á. Konur sem stóðu með sjálfum sér og um leið okkur öllum. Ekki bara konum, kvárum, stúlkum og stálpum því karlmenn og drengir hagnast svo sannarlega á jafnrétti líka. Og þessar dugnaðarkonur stóðu alltaf keikar, þrátt fyrir allt mótlætið. Þrátt fyrir að allt beinlínis öskraði á þær að hætta þessari vitleysu og setjast niður. Þær höfðu kannski ekki margar fyrirmyndir en þær sóttu andagiftina og hugrekkið greinilega á vísan stað. Sjálfkrafa reikaði hugur minn til Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðings. Hún hefur lyft grettistaki í baráttunni með dýrmætri þekkingu, ekki síst núna með hinni umtöluðu þriðju vakt. Áður hafði hún fjallað ítarlega um aðra vaktina en umræðu um huglægu byrðina sem þriðja vaktin er, hafði ég ekki heyrt áður. Hún tók óhrædd samtalið og opinberaði þessa byrði sem við höfum allar burðast með en erum misfeimnar að opna á. Ég veit að framlag Huldu til íslenskrar kvenréttindabaráttu á eftir að rata í sögubækurnar og það greiðlega. Hún er skelegg, kærleiksrík en líka með ógrynni af heimildum og rannsóknum til að styðja mál sitt. Þrátt fyrir það hefur hún oft þurft að svara ómálefnalegri og óvæginni gagnrýni. Hún hefur líka þurft að færa fórnir baráttunnar vegna og leggur nú lokahönd á bókina Þriðja vaktin, ásamt Þorsteini Einarssyni, auk að vera í fæðingarorlofi. Samhliða því heldur hún úti eigin miðli um þau málefni sem brenna á henni og miðlar áfram fræðsluefni, ásamt því að halda fyrirlestra. Slær hún dyggðarryki í augu okkar hinna þar sem hún flýtur fram úr okkur sveimandi á ljósbleiku skýi? Nei, þvert á móti. Hún talar einmitt opinskátt um allar þær tilfinningar, hindranir og hlutverkatogstreituna sem þessu fylgir. Hún er einfaldlega svo mennsk og fær í að tala um hlutina að hún skilur, réttmætir (e. validates) og valdeflir okkur hin á sama tíma. Þá tekur hún skýra afstöðu með þolendum ofbeldis og deilir fræðsluefni um mörk og ofbeldissambönd. Mig langar að færa þetta framlag hennar til bókar en best væri auðvitað að veita henni verðskuldaðan titil sem kona ársins. Þið sem eruð sammála megið sýna þessu efni stuðning. Munum að hylli einnar konu dregur ekki úr velgengni annarrar svo ykkur er frjálst að hafa aðra skoðun líka. Þau sem vilja kynna sér starfið hennar Huldu geta gert það hér: https://instagram.com/hulda.tolgyes?igshid=MzRlODBiNWFlZA== https://huldatolgyes.is https://www.thridja.is Áfram og upp kæru kynsystur og kvárar! Höfundur er iðjuþjálfi, eiginkona og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Við lögðum leið okkar í miðbæ Reykjavíkur í gær, 24. október. Daginn sem man langaði helst að heilsa fólki með hamingjuóskum en einnig samúðarkveðjum. Undarlegt tilefni, ekki satt? Ég hlustaði á magnaðar konur og kvár á Arnarhóli og það var allt í senn ánægjuleg, mögnuð en líka erfið stund. Þær sem lengur hafa lifað en ég rifjuðu upp baráttuna og uppruna kvennafrídagsins. Talið barst að sjálfsögðu að Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og ég fór að hugsa um hvað við erum blessuð með okkar forystukonur, hverra herðum við stöndum á. Konur sem stóðu með sjálfum sér og um leið okkur öllum. Ekki bara konum, kvárum, stúlkum og stálpum því karlmenn og drengir hagnast svo sannarlega á jafnrétti líka. Og þessar dugnaðarkonur stóðu alltaf keikar, þrátt fyrir allt mótlætið. Þrátt fyrir að allt beinlínis öskraði á þær að hætta þessari vitleysu og setjast niður. Þær höfðu kannski ekki margar fyrirmyndir en þær sóttu andagiftina og hugrekkið greinilega á vísan stað. Sjálfkrafa reikaði hugur minn til Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðings. Hún hefur lyft grettistaki í baráttunni með dýrmætri þekkingu, ekki síst núna með hinni umtöluðu þriðju vakt. Áður hafði hún fjallað ítarlega um aðra vaktina en umræðu um huglægu byrðina sem þriðja vaktin er, hafði ég ekki heyrt áður. Hún tók óhrædd samtalið og opinberaði þessa byrði sem við höfum allar burðast með en erum misfeimnar að opna á. Ég veit að framlag Huldu til íslenskrar kvenréttindabaráttu á eftir að rata í sögubækurnar og það greiðlega. Hún er skelegg, kærleiksrík en líka með ógrynni af heimildum og rannsóknum til að styðja mál sitt. Þrátt fyrir það hefur hún oft þurft að svara ómálefnalegri og óvæginni gagnrýni. Hún hefur líka þurft að færa fórnir baráttunnar vegna og leggur nú lokahönd á bókina Þriðja vaktin, ásamt Þorsteini Einarssyni, auk að vera í fæðingarorlofi. Samhliða því heldur hún úti eigin miðli um þau málefni sem brenna á henni og miðlar áfram fræðsluefni, ásamt því að halda fyrirlestra. Slær hún dyggðarryki í augu okkar hinna þar sem hún flýtur fram úr okkur sveimandi á ljósbleiku skýi? Nei, þvert á móti. Hún talar einmitt opinskátt um allar þær tilfinningar, hindranir og hlutverkatogstreituna sem þessu fylgir. Hún er einfaldlega svo mennsk og fær í að tala um hlutina að hún skilur, réttmætir (e. validates) og valdeflir okkur hin á sama tíma. Þá tekur hún skýra afstöðu með þolendum ofbeldis og deilir fræðsluefni um mörk og ofbeldissambönd. Mig langar að færa þetta framlag hennar til bókar en best væri auðvitað að veita henni verðskuldaðan titil sem kona ársins. Þið sem eruð sammála megið sýna þessu efni stuðning. Munum að hylli einnar konu dregur ekki úr velgengni annarrar svo ykkur er frjálst að hafa aðra skoðun líka. Þau sem vilja kynna sér starfið hennar Huldu geta gert það hér: https://instagram.com/hulda.tolgyes?igshid=MzRlODBiNWFlZA== https://huldatolgyes.is https://www.thridja.is Áfram og upp kæru kynsystur og kvárar! Höfundur er iðjuþjálfi, eiginkona og móðir.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun