Sjö ár í fullt jafnrétti hér en þrjú hundruð í heiminum öllum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2023 13:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Forsætisráðherra vonar að sú athygli sem kvennaverkfallið hér á landi vakti hjá erlendum fjölmiðlum hafi jákvæð áhrif á jafnréttisbaráttu um allan heim. Þó enn séu stórar áskoranir í jafnréttismálum er hún vongóð um að jafnrétti kynjanna verði náð hér á landi árið 2030. Skipuleggjendur kvennaverkfallsins sögðu í gær magnað að finna fyrir þeirri samstöðu sem var á Arnarhóli þar sem sjötíu til hundrað þúsund manns mættu og tóku þátt í baráttufundi. Þær sögðu fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Jafnrétti 2030 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er vongóð um að fullu jafnrétti verði náð á næstu árum. „Það var stórkostlegt að finna þessa skýru kröfu um fullt jafnrétti. Við höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Katrín segir til þess að það takist þurfi að ná árangri á ýmsum vígstöðvum. „Við erum að vinna að því að innleiða jafnlaunavottun sem hefur skilað heilmiklum árangri. Annað verkefni er hvernig við getum metið virði starfa en við sjáum merki um að hefðbundin kvennastörf séu metin með öðrum hætti en hefðbundin karlastörf. Það er tilraunaverkefni í gangi í fjármálaráðuneytinu og hjá aðilum vinnumarkaðarins þar sem við ætlum að ráðast á þennan vegg. Ég tel að hann útskýri að miklu leyti þann kynbundna launamun sem er enn til staðar. Síðan erum við að vinna að breytingum til að bæta réttarstöðu brotaþola og skerpa á lagaumgjörð í kringum þá. Þá er í gangi forvarnaráætlun í jafnréttismálum í öllum grunnskólum landsins,“ segir Katrín. Kvennaverkfallið vakti mikla athygli erlendis. BBC, CNN, AP , Guardian, New York Times, Al Jazeera og NBS voru meðal þeirra miðla sem fjölluðu um það. Þá ræddi Katrín einnig við nokkra erlenda fréttamiðla. Katrín vonar að skilaboð héðan hafi áhrif jafnréttisbaráttu annars staðar í heiminum. „Staðan í jafnréttismálum er alls ekki góð á alþjóðavísu. Ef við höldum áfram á sama hraða eru 300 ár í að heimurinn nái jafnrétti kynjanna það er algjörlega óásættanleg staða. Ég vona að kvennaverkfallið í gær þar sem gerðar voru skýrar kröfur fyrir konur og kvár hér á landi,að það smiti út frá sér til alls heimsins. Þetta eru grundvallarmannréttindi fyrir okkur öll,“ segir Katrín. Kvennaverkfall Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Skipuleggjendur kvennaverkfallsins sögðu í gær magnað að finna fyrir þeirri samstöðu sem var á Arnarhóli þar sem sjötíu til hundrað þúsund manns mættu og tóku þátt í baráttufundi. Þær sögðu fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Jafnrétti 2030 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er vongóð um að fullu jafnrétti verði náð á næstu árum. „Það var stórkostlegt að finna þessa skýru kröfu um fullt jafnrétti. Við höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Katrín segir til þess að það takist þurfi að ná árangri á ýmsum vígstöðvum. „Við erum að vinna að því að innleiða jafnlaunavottun sem hefur skilað heilmiklum árangri. Annað verkefni er hvernig við getum metið virði starfa en við sjáum merki um að hefðbundin kvennastörf séu metin með öðrum hætti en hefðbundin karlastörf. Það er tilraunaverkefni í gangi í fjármálaráðuneytinu og hjá aðilum vinnumarkaðarins þar sem við ætlum að ráðast á þennan vegg. Ég tel að hann útskýri að miklu leyti þann kynbundna launamun sem er enn til staðar. Síðan erum við að vinna að breytingum til að bæta réttarstöðu brotaþola og skerpa á lagaumgjörð í kringum þá. Þá er í gangi forvarnaráætlun í jafnréttismálum í öllum grunnskólum landsins,“ segir Katrín. Kvennaverkfallið vakti mikla athygli erlendis. BBC, CNN, AP , Guardian, New York Times, Al Jazeera og NBS voru meðal þeirra miðla sem fjölluðu um það. Þá ræddi Katrín einnig við nokkra erlenda fréttamiðla. Katrín vonar að skilaboð héðan hafi áhrif jafnréttisbaráttu annars staðar í heiminum. „Staðan í jafnréttismálum er alls ekki góð á alþjóðavísu. Ef við höldum áfram á sama hraða eru 300 ár í að heimurinn nái jafnrétti kynjanna það er algjörlega óásættanleg staða. Ég vona að kvennaverkfallið í gær þar sem gerðar voru skýrar kröfur fyrir konur og kvár hér á landi,að það smiti út frá sér til alls heimsins. Þetta eru grundvallarmannréttindi fyrir okkur öll,“ segir Katrín.
Kvennaverkfall Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira