Sante hafi veitt viðskiptavinum rangar upplýsingar Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2023 13:41 Arnar Sigurðsson er eigandi Sante. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Santewines, sem rekur vefsíðuna sante.is, hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi í skilmálum sínum. Skilmálar síðunnar um rétt neytenda séu því ólögmætir. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu þar sem fjallað er um brot Santewines SAS vegna ólögmætra skilmála um rétt neytenda til að falla frá samningi. Þar segir að í skilmálum félagsins komi fram að ekki sé hægt að skila vörum gegn endurgreiðslu nema samkvæmt sérstöku samkomulagi þegar um sé að ræða kaup í miklu magni fyrir veislur eða þess háttar. Við meðferð málsins vísaði Sante aðallega til undantekningarákvæðis laga um neytendasamninga og hélt því fram að vörur sem félagið seldi væru líklegar til að rýrna eða úreldast hratt. „Í ákvörðuninni komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að félagið hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi í skilmálum sínum. Var það mat stofnunarinnar að vöruúrval félagsins væri ekki þess eðlis að heimilt væri að takmarka rétt neytenda til að skila vöru með eins almennum hætti og gert var, þrátt fyrir að undanþága gæti átt við um einstaka vörur. Sante hafi því, með því að veita neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi haft áhrif á ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti og brotið gegn ákvæðum laga um neytendasamninga og laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Benti stofnunin sérstaklega á að skortur á upplýsingum um rétt til að falla frá samningi leiðir til þess að réttur neytenda til að falla frá samningi framlengist úr 14 dögum í 12 mánuði. Við þær aðstæður ber jafnframt ekki að taka mið af verðrýrnun á verðgildi vörunnar hafi seljandi ekki bætt úr upplýsingagjöf til neytenda,“ segir á síðu Neytendastofu. Vísað til undantekningarákvæðis Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að við meðferð málsins hafi Sante aðallega vísað til undantekningarákvæðis laga um neytendasamninga og haldið því fram að vörur sem félagið seldi væru líklegar til að rýrna eða úreldast hratt. Sömuleiðis vísaði félagið til þess að áfengir drykkir teldust jafnframt til matvæla í skilningi laga og því væri þeim ekki heimilt að endurselja matvæli, þar sem það kynni að reynast neytendum hættulegt og þar sem félagið gæti ekki sannreynt hvort vörur félagsins hafi ekki verið geymdar við slæmar aðstæður og þar af leiðandi ónýtar. Vildi félagið meina að vörurnar gætu þannig verið hættulegar til neyslu fyrir neytendur. Rétt að meta í hverju tilviki fyrir sig Neytendastofa bendir í ákvörðuninni á að í neytendalögum sé sérstaklega fjallað um að neytendur hafi fjórtán daga til að falla frá samningi. Til að vara falli undir undantekningarákvæði verði varan að rýrna eða úreldast innan frestsins eða í kringum hann. Stofnunin sagði að ef litið er væri til vöruúrvals Sante þá væri almennt um að ræða áfenga drykki, til dæmis vín og bjór, eða aðrar vörur svo sem glös, bækur og tappatogara. Þó að minnst sé á mat og drykk í greinargerð með lagafrumvarpi þá sé ekki þar með sagt að allur matur og allir drykkir falli undir undantekningu, heldur beri þvert á móti meta hvert og eitt tilvik fyrir sig. Segir að almennt séð sé hægt að ganga út frá því að sala víns í lokuðum, innsigluðum umbúðum feli ekki í sér vöru sem úreldist fljótt við eðlileg skilyrði. Öðru máli kunni þó að gegna um viðkvæm matvæli sem félagið selur eins og styrjuhrogn. „Að mati stofnunarinnar er ekki að hægt að fullyrða um eina ákveðna nálgun á rétti neytenda til að falla frá samningi þegar um vörur sambærilegar þeim sem Sante selur standa neytendum til boða, enda er atviksbundið hvort og þá hvaða undantekning kunni að eiga við m.v. þá vöru sem um ræðir hverju sinni. Eins og áður hefur komið fram getur félagið þ.a.l. ekki fullyrt um að neytendur hafi ekki rétt til að skila vörum frá félaginu eða falla frá samningi sé samkomulag um slíkan rétt ekki til staðar. Slík framkvæmd yrði til þess að rýra réttarstöðu neytenda umfram lagaheimild,“ segir í ákvörðun Neytendastofu. Neytendastofa taldi með vísun í lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu rétt að banna Santewines SAS að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Neytendastofu þar sem fjallað er um brot Santewines SAS vegna ólögmætra skilmála um rétt neytenda til að falla frá samningi. Þar segir að í skilmálum félagsins komi fram að ekki sé hægt að skila vörum gegn endurgreiðslu nema samkvæmt sérstöku samkomulagi þegar um sé að ræða kaup í miklu magni fyrir veislur eða þess háttar. Við meðferð málsins vísaði Sante aðallega til undantekningarákvæðis laga um neytendasamninga og hélt því fram að vörur sem félagið seldi væru líklegar til að rýrna eða úreldast hratt. „Í ákvörðuninni komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að félagið hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi í skilmálum sínum. Var það mat stofnunarinnar að vöruúrval félagsins væri ekki þess eðlis að heimilt væri að takmarka rétt neytenda til að skila vöru með eins almennum hætti og gert var, þrátt fyrir að undanþága gæti átt við um einstaka vörur. Sante hafi því, með því að veita neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi haft áhrif á ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti og brotið gegn ákvæðum laga um neytendasamninga og laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Benti stofnunin sérstaklega á að skortur á upplýsingum um rétt til að falla frá samningi leiðir til þess að réttur neytenda til að falla frá samningi framlengist úr 14 dögum í 12 mánuði. Við þær aðstæður ber jafnframt ekki að taka mið af verðrýrnun á verðgildi vörunnar hafi seljandi ekki bætt úr upplýsingagjöf til neytenda,“ segir á síðu Neytendastofu. Vísað til undantekningarákvæðis Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að við meðferð málsins hafi Sante aðallega vísað til undantekningarákvæðis laga um neytendasamninga og haldið því fram að vörur sem félagið seldi væru líklegar til að rýrna eða úreldast hratt. Sömuleiðis vísaði félagið til þess að áfengir drykkir teldust jafnframt til matvæla í skilningi laga og því væri þeim ekki heimilt að endurselja matvæli, þar sem það kynni að reynast neytendum hættulegt og þar sem félagið gæti ekki sannreynt hvort vörur félagsins hafi ekki verið geymdar við slæmar aðstæður og þar af leiðandi ónýtar. Vildi félagið meina að vörurnar gætu þannig verið hættulegar til neyslu fyrir neytendur. Rétt að meta í hverju tilviki fyrir sig Neytendastofa bendir í ákvörðuninni á að í neytendalögum sé sérstaklega fjallað um að neytendur hafi fjórtán daga til að falla frá samningi. Til að vara falli undir undantekningarákvæði verði varan að rýrna eða úreldast innan frestsins eða í kringum hann. Stofnunin sagði að ef litið er væri til vöruúrvals Sante þá væri almennt um að ræða áfenga drykki, til dæmis vín og bjór, eða aðrar vörur svo sem glös, bækur og tappatogara. Þó að minnst sé á mat og drykk í greinargerð með lagafrumvarpi þá sé ekki þar með sagt að allur matur og allir drykkir falli undir undantekningu, heldur beri þvert á móti meta hvert og eitt tilvik fyrir sig. Segir að almennt séð sé hægt að ganga út frá því að sala víns í lokuðum, innsigluðum umbúðum feli ekki í sér vöru sem úreldist fljótt við eðlileg skilyrði. Öðru máli kunni þó að gegna um viðkvæm matvæli sem félagið selur eins og styrjuhrogn. „Að mati stofnunarinnar er ekki að hægt að fullyrða um eina ákveðna nálgun á rétti neytenda til að falla frá samningi þegar um vörur sambærilegar þeim sem Sante selur standa neytendum til boða, enda er atviksbundið hvort og þá hvaða undantekning kunni að eiga við m.v. þá vöru sem um ræðir hverju sinni. Eins og áður hefur komið fram getur félagið þ.a.l. ekki fullyrt um að neytendur hafi ekki rétt til að skila vörum frá félaginu eða falla frá samningi sé samkomulag um slíkan rétt ekki til staðar. Slík framkvæmd yrði til þess að rýra réttarstöðu neytenda umfram lagaheimild,“ segir í ákvörðun Neytendastofu. Neytendastofa taldi með vísun í lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu rétt að banna Santewines SAS að viðhafa framangreinda viðskiptahætti.
Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira