Lífið

„Uppáhalds matur strákanna“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kristín er ástríðukokkur og þriggja barna móðir.
Kristín er ástríðukokkur og þriggja barna móðir. Kristín Kaldal

Kristín Linda Kaldal, heilsufræðingur, ástríðukokkur og þriggja drengja móðir deildi uppskrift að einföldu grænmetislasagna með fylgjendum sínum á Instagram. 

„Þetta er afar einföld leið til að fá börn til að borða grænmeti, trixið er að setja grænmetið í blandara, og voila!“ segir Kristín. 

Að sögn Kristínar geta foreldrar miklað fyrir sér að útbúa mat frá grunni sem hún segir skiljanlegt. „Með fá innihaldsefni og góð krydd er málið leyst,“ segir Kristín og hlær.

Grænmetislasagna á hálftíma

Innihaldsefni:

  • 3 lífrænar gulrætur
  • 1 hvítur laukur, eða annarskonar laukur 
  • 3 hvítlauksrif
  • 2 stórir sellerí stilkar
  • Saxað gróflega ef maukað fyrir krakkana, saxað fínt fyrir fullorðna
  • Snöggsteikt í hitaþolinni ólífu olíu 5-10 mín
  • 2 dósir lífrænar grænar linsubaunir
  • 2 tsk hvítlauksduft
  • 1-2 tsk himalayjasalt eða joðbætt salt
  • 1 tsk svartur fínn malaður pipar
  • 1 teningur lífrænn grænmetiskraftur
  • 1 tsk oreganó
  • 1 flaska passata eða lífræn pasta sósa
  • 1 msk tómat paté 
Kristín Kaldal
Kristín Kaldal

Aðferð:

  • Hræra vel og látið malla í 10 mín
  • 2 - 3 msk lífrænt eplamauk 
  • Hræra vel 
  • Fært yfir í blandara fyrir krakkana (ég nota vitamix) hrært gróflega saman svo ekkert þeirra finni lauk eða annað grænmeti 
  • Sett í eldfast mót -lasagna plötur á milli.
  • Gott að rífa ferskan feta, rifinn og strá oreganó yfir áður en sett inn í heitan ofninn.
  • Eldið á 180 -200 gráður í 15 mín.
Kristín Kaldal
Kristín Kaldal
Kristín Kaldal
Kristín Kaldal

Kristín deilir fjöldann allan af girnilegum og einföldum uppskriftum á samfélagsmiðlinum Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.