Stuðningur við ríkisstjórnina svipaður og við Samfylkingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2023 19:16 Fylgi bæði Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks fer niður á milli kannanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra segja niðurstöður áhyggjuefni. Vísir Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja samkvæmt nýrri könnun. Forsætisráðherra segir fylgistap Vinstri Grænna áhyggjuefni og telur ágreininginn sem verið hefur milli stjórnarflokkanna ekki falla þjóðinni í geð. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi stjórnarflokkanna milli mánaða samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem kom út í dag eða tveimur prósentustigum. Fylgi flokksins hefur sjaldan mælst lægra eða 17,7 prósent. Vinstri græn tapa 0,6 prósentustigum milli kannanna. Ef kosið yrði í dag myndu um 5,9 kjósenda kjósa flokkinn. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig einu prósentustigi og er nú nálægt tíu prósentum. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er þó það næst lægsta frá kosningunum 2021 þar sem um þriðjungur kjósenda styður þá eða 33,4 prósent. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins telur ýmsar skýringar á þessu. „Þetta er ekki gott. Við myndum að sjálfsögðu vilja vera með meira fylgi í skoðanakönnunum en það er margt sem þarf að leysa og verkefnin eru stór,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún telji að stólaskipti milli hennar og Bjarna Benediktssonar eftir að hann sagði af sér sem fjármálaráðherra hafi einhver áhrif á fylgið svara Þórdís: „Það geta verið margar mismunandi skoðanir sem á endanum sem skýra þessa prósentu. Að sjálfsögðu hafa atburðir undanfarinna daga og vikna eitthvað haft að segja,“ segir hún. Þurfi að miðla betur sínum málum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að það þurfi að upplýsa þjóðina betur um verk Vinstri grænna í ríkisstjórn. „Við liggjum mjög lágt og það ætti að vera áhyggjuefni fyrir okkur í Vinstri grænum. Að einhverju leyti tel ég okkur ekki vera að miðla því nægilega vel því sem við erum að gera því svo sannarlega erum við að vinna að mörgum góðum málum“. Skýringa sé líka að leita í samstarf stjórnarflokkanna undanfarin misseri. „Ég held að þessi ágreiningur sem verið hefur milli stjórnarflokkanna sé ekki endilega að falla þjóðinni í geð. Ég held að við munum sjá breytingar á verklagi og vinnubrögðum milli stjórnarflokkanna sem munu skila sér í góðum og jákvæðum árangri,“ segir Katrín Samfylkingin er sá flokkur sem bætir mest við sig milli kannanna eða rúmlega þremur prósentustigum. Hann mælist nú með tæplega tuttugu og átta prósent fylgi sem er aðeins 5,6 prósent minna fylgi en samanlagt fylgi allra ríkistjórnarflokkanna. Það er minni hreyfing á fylgi annarra stjórnarandstöðuflokka samkvæmt könnun Maskínu. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skoðanakannanir Tengdar fréttir Þrjátíu prósent kjósenda VG styðja nú Samfylkinguna Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur. 27. júlí 2023 15:46 Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. 12. júlí 2023 10:12 Samfylkingin stærst og stuðningur við ríkisstjórnina á niðurleið Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi. 4. júlí 2023 09:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi stjórnarflokkanna milli mánaða samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem kom út í dag eða tveimur prósentustigum. Fylgi flokksins hefur sjaldan mælst lægra eða 17,7 prósent. Vinstri græn tapa 0,6 prósentustigum milli kannanna. Ef kosið yrði í dag myndu um 5,9 kjósenda kjósa flokkinn. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig einu prósentustigi og er nú nálægt tíu prósentum. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er þó það næst lægsta frá kosningunum 2021 þar sem um þriðjungur kjósenda styður þá eða 33,4 prósent. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins telur ýmsar skýringar á þessu. „Þetta er ekki gott. Við myndum að sjálfsögðu vilja vera með meira fylgi í skoðanakönnunum en það er margt sem þarf að leysa og verkefnin eru stór,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún telji að stólaskipti milli hennar og Bjarna Benediktssonar eftir að hann sagði af sér sem fjármálaráðherra hafi einhver áhrif á fylgið svara Þórdís: „Það geta verið margar mismunandi skoðanir sem á endanum sem skýra þessa prósentu. Að sjálfsögðu hafa atburðir undanfarinna daga og vikna eitthvað haft að segja,“ segir hún. Þurfi að miðla betur sínum málum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að það þurfi að upplýsa þjóðina betur um verk Vinstri grænna í ríkisstjórn. „Við liggjum mjög lágt og það ætti að vera áhyggjuefni fyrir okkur í Vinstri grænum. Að einhverju leyti tel ég okkur ekki vera að miðla því nægilega vel því sem við erum að gera því svo sannarlega erum við að vinna að mörgum góðum málum“. Skýringa sé líka að leita í samstarf stjórnarflokkanna undanfarin misseri. „Ég held að þessi ágreiningur sem verið hefur milli stjórnarflokkanna sé ekki endilega að falla þjóðinni í geð. Ég held að við munum sjá breytingar á verklagi og vinnubrögðum milli stjórnarflokkanna sem munu skila sér í góðum og jákvæðum árangri,“ segir Katrín Samfylkingin er sá flokkur sem bætir mest við sig milli kannanna eða rúmlega þremur prósentustigum. Hann mælist nú með tæplega tuttugu og átta prósent fylgi sem er aðeins 5,6 prósent minna fylgi en samanlagt fylgi allra ríkistjórnarflokkanna. Það er minni hreyfing á fylgi annarra stjórnarandstöðuflokka samkvæmt könnun Maskínu.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skoðanakannanir Tengdar fréttir Þrjátíu prósent kjósenda VG styðja nú Samfylkinguna Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur. 27. júlí 2023 15:46 Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. 12. júlí 2023 10:12 Samfylkingin stærst og stuðningur við ríkisstjórnina á niðurleið Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi. 4. júlí 2023 09:50 Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Þrjátíu prósent kjósenda VG styðja nú Samfylkinguna Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur. 27. júlí 2023 15:46
Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35 Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35. 12. júlí 2023 10:12
Samfylkingin stærst og stuðningur við ríkisstjórnina á niðurleið Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka samkvæmt niðurstöðum í þjóðarpúlsi Gallup. Aðeins þrjátíu og fimm prósent sögðust styðja ríkisstjórnina. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með rúmlega tuttugu og átta prósent fylgi. 4. júlí 2023 09:50
Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34