Hnitmiðuð aðgerð og undirbúningur fyrir næstu skref Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 07:11 Íbúar virða fyrir sér verksumerkin eftir loftárás Ísraela á Gasa borg í gær. AP/Abed Khaled Ísraelsher virðist hafa farið inn á Gasa í nótt, meðal annars á skriðdrekum. Samkvæmt yfirlýsingu frá hernum var um að ræða hnitmiðaða árás á nokkur skotmörk og undirbúning fyrir „næsta stig“ aðgerða. Aðgerðirnar áttu sér stað í norðurhluta Gasa og drógu hermenn sig til baka að þeim loknum. Reuters segir myndskeið af aðgerðunum sýna brynvarin farartæki fara yfir landamörk Ísrales og Gasa, jarðýtu jafna út manngerða bakka, skriðdreka skjóta og sprengingar nærri húsarústum. Fréttaveitan segir herinn í viðbragðsstöðu við landamörkin en 360 þúsund varaliðar hafa verið kallaðir til. Þó hefur alþjóðlegur þrýstingur á Ísraela um að falla frá fyrirætlunum um innrás aukist, ekki síst vegna þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Meira en helmingur þeirra 220 sem taldir eru í haldi eru erlendir ríkisborgarar frá 25 ríkjum. " , . , , " . pic.twitter.com/pWKfMV6Fz0— (@idfonline) October 26, 2023 Ýmis erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa enn fremur kallað eftir því að Ísraelar láti af loftárásum sínum í mannúðarskyni en staðan á Gasa er sögð hreint út sagt skelfileg. Þar eru vatn, rafmagn og önnur aðföng á þrotum. Samkvæmt Associated Press hafa nú um 50 þúsund manns leitað aðhlynningar og/eða skjóls við al Shifa sjúkrahúsið í Gasa borg. Þangað liggur stöðugur straumur Palestínumanna sem hefur særst í árásum Ísraels. Þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna og það sem virðist yfirvofandi árás hefur nokkur fjöldi fólks snúið aftur norður, þreyttur á þvi að vera á vergangi og komast ekki að í yfirfullum skýlum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að allt að 30 þúsund hafi snúið aftur til heimkynna sinna eftir að hafa flúið þaðan. Associated Press segir 350 þúsund íbúa Gasa borgar enn dvelja þar þrátt fyrir viðvaranir en íbúar sjái ekki tilgang í því að leita suður þar sem þeir eigi ekki síður hættu á að verða fyrir loftárás þar en heima. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi með Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, að stðuningur Bandaríkjanna við Ísrael væri algjör en gagnrýndi landnema á Vesturbakkanum fyrir að hella olíu á eldinn með árásum á Palestínumenn. „Þeir eru að ráðast á Palestínumenn þar sem þeir eiga rétt á að vera og þetta verður að stoppa núna,“ sagði Biden. Þá sagði hann báða aðila þurfa að horfa til framtíðar. Ísraelar og Palestínumenn ættu jafna heimtingu á því að búa hlið við hlið í öryggi og friði. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Aðgerðirnar áttu sér stað í norðurhluta Gasa og drógu hermenn sig til baka að þeim loknum. Reuters segir myndskeið af aðgerðunum sýna brynvarin farartæki fara yfir landamörk Ísrales og Gasa, jarðýtu jafna út manngerða bakka, skriðdreka skjóta og sprengingar nærri húsarústum. Fréttaveitan segir herinn í viðbragðsstöðu við landamörkin en 360 þúsund varaliðar hafa verið kallaðir til. Þó hefur alþjóðlegur þrýstingur á Ísraela um að falla frá fyrirætlunum um innrás aukist, ekki síst vegna þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Meira en helmingur þeirra 220 sem taldir eru í haldi eru erlendir ríkisborgarar frá 25 ríkjum. " , . , , " . pic.twitter.com/pWKfMV6Fz0— (@idfonline) October 26, 2023 Ýmis erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa enn fremur kallað eftir því að Ísraelar láti af loftárásum sínum í mannúðarskyni en staðan á Gasa er sögð hreint út sagt skelfileg. Þar eru vatn, rafmagn og önnur aðföng á þrotum. Samkvæmt Associated Press hafa nú um 50 þúsund manns leitað aðhlynningar og/eða skjóls við al Shifa sjúkrahúsið í Gasa borg. Þangað liggur stöðugur straumur Palestínumanna sem hefur særst í árásum Ísraels. Þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna og það sem virðist yfirvofandi árás hefur nokkur fjöldi fólks snúið aftur norður, þreyttur á þvi að vera á vergangi og komast ekki að í yfirfullum skýlum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að allt að 30 þúsund hafi snúið aftur til heimkynna sinna eftir að hafa flúið þaðan. Associated Press segir 350 þúsund íbúa Gasa borgar enn dvelja þar þrátt fyrir viðvaranir en íbúar sjái ekki tilgang í því að leita suður þar sem þeir eigi ekki síður hættu á að verða fyrir loftárás þar en heima. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi með Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, að stðuningur Bandaríkjanna við Ísrael væri algjör en gagnrýndi landnema á Vesturbakkanum fyrir að hella olíu á eldinn með árásum á Palestínumenn. „Þeir eru að ráðast á Palestínumenn þar sem þeir eiga rétt á að vera og þetta verður að stoppa núna,“ sagði Biden. Þá sagði hann báða aðila þurfa að horfa til framtíðar. Ísraelar og Palestínumenn ættu jafna heimtingu á því að búa hlið við hlið í öryggi og friði.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira