Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að það verði skúrir eða él suðaustan- og austanlands en annars að mestu bjart og þurrt.
Hiti veður á bilinu tvö til tíu stig að deginum, en kólnar heldur um helgina.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Austlæg átt, víða 8-13 m/s, en 13-18 syðst. Lítilsháttar væta á austanverðu landinu, en annars að mestu skýjað og þurrt að kalla. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst.
Á laugardag: Austan 5-15 m/s, hvassast við suðurströndina. Stöku skúrir eða él, en yfirleitt bjartviðri um landið vestanvert. Hiti 0 til 7 stig, mildast við sjávarsíðuna.
Á sunnudag: Fremur hæg breytileg átt, en austan 8-13 m/s syðst. Smá él á austanverðu landinu, en léttskýjað vestantil. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Hæg breytileg átt, en suðaustan 5-10 m/s við suðvesturströndina. Bjart með köflum og svalt í veðri.
Á þriðjudag: Austan og suðaustan 5-10 m/s, stöku skúr eða él og hiti 0 til 5 stig, en hægari vindur, bjartviðri og vægt frost norðantil.
Á miðvikudag: Útlit fyrir austlæga átt og dálitla rigningu eða slyddu, en að mestu bjart norðan- og vestantil.