Viðar Örn: Sáttur við frammistöðu Hattar en ekki dómaranna Gunnar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 22:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var allt annað en sáttur við dómgæsluna í leik Hattar og Þórs. VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með margt í leik síns liðs þrátt fyrir 83-84 tap fyrir Þór Þorlákshöfn á Egilsstöðum í kvöld. Hann var hins vegar ósáttari við dómara leiksins. „Varnarleikurinn var ekki nógu góður í þriðja leikhluta. Þeir fengu of margar auðveldar körfur. Fjórði leikhluti var góður og við komum til baka. Heilt yfir var ég ánægður með frammistöðu minna manna. Það var margt annað sem ég var ósáttur við.“ Hvað þá? „Það er of mikið af hlutum núna í deildinni. Ekki bara í þessum leik þótt það hafi verið óvenju mikið. Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi.“ Finnst þér Höttur hafa verið flautaður út úr leiknum? „Ég segi það ekki. Það var of mikið af dómum báðum megin sem er misst af eða voru rangir. Síðan er villum breytt eftir að leikurinn fer í gang, eins og það sé í lagi. Sem betur fer var það leiðrétt en það eru of mörg svona atvik sem eru í raun ekki eftir bókinni. Þetta þarf að laga til að standarinn í deildinni og íslenskum körfubolta hækki áfram. Það er margt sem fer úrskeiðis hjá sambandinu núna. Liðin leggja helvíti mikið í þetta og hlutirnir verða að lagast núna.“ Hefurðu trú á að það gerist? „Ég hef trú á því. Rétt eins og leikmenn og þjálfarar fá gagnrýni. Það er hluti af leiknum að gera mistök, bæði hjá leikmönnum og þjálfurum en við verðum samt að reyna að fækka þeim. Mér fannst þessi leikur vera fullmikið í skugganum af svona stoppum, þegar þetta hefði getað verið hörkuleikur. Það var mikil barátta og örugglega erfitt að dæma leikinn en ég hefði viljað fá betri frammistöðu.“ Aftur að leiknum, Deontaye Buskey skoraði 40 stig, þar af 30 í seinni hálfleik? „Hann er frábær sóknarmaður. Hann hitti illa í fyrri hálfleik. Þeir fóru undir mikið af skrínum og gáfu honum opnanir. Hann fór síðan að grípa það. Varnarleikurinn í þriðja var ekki nógu góður og svo voru nokkur klikk eftir það þannig við náðum ekki alla leið til baka.“ Þriggja stiga nýtingin var ekki góð framan af? „Hún var mjög vond í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik skutum við betur, vorum sneggri og fengum auðveldar körfur. Síðan var Nemanja eins og vélmenni í fráköstunum (tók 19 alls, þar af 11 sóknarfráköst). Leikurinn ræðst svo á einu vítaskoti. Ég er fullviss um að þau fara bæði niður næst. Við vinnum sem lið og töpum sem lið. Ég er ánægður með frammistöðu minna manna og ef við byggjum á henni. Við forum á videófund og reynum að lagfæra okkar hluti. Ég ætla að vona að aðrir geri það líka.“ Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
„Varnarleikurinn var ekki nógu góður í þriðja leikhluta. Þeir fengu of margar auðveldar körfur. Fjórði leikhluti var góður og við komum til baka. Heilt yfir var ég ánægður með frammistöðu minna manna. Það var margt annað sem ég var ósáttur við.“ Hvað þá? „Það er of mikið af hlutum núna í deildinni. Ekki bara í þessum leik þótt það hafi verið óvenju mikið. Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi.“ Finnst þér Höttur hafa verið flautaður út úr leiknum? „Ég segi það ekki. Það var of mikið af dómum báðum megin sem er misst af eða voru rangir. Síðan er villum breytt eftir að leikurinn fer í gang, eins og það sé í lagi. Sem betur fer var það leiðrétt en það eru of mörg svona atvik sem eru í raun ekki eftir bókinni. Þetta þarf að laga til að standarinn í deildinni og íslenskum körfubolta hækki áfram. Það er margt sem fer úrskeiðis hjá sambandinu núna. Liðin leggja helvíti mikið í þetta og hlutirnir verða að lagast núna.“ Hefurðu trú á að það gerist? „Ég hef trú á því. Rétt eins og leikmenn og þjálfarar fá gagnrýni. Það er hluti af leiknum að gera mistök, bæði hjá leikmönnum og þjálfurum en við verðum samt að reyna að fækka þeim. Mér fannst þessi leikur vera fullmikið í skugganum af svona stoppum, þegar þetta hefði getað verið hörkuleikur. Það var mikil barátta og örugglega erfitt að dæma leikinn en ég hefði viljað fá betri frammistöðu.“ Aftur að leiknum, Deontaye Buskey skoraði 40 stig, þar af 30 í seinni hálfleik? „Hann er frábær sóknarmaður. Hann hitti illa í fyrri hálfleik. Þeir fóru undir mikið af skrínum og gáfu honum opnanir. Hann fór síðan að grípa það. Varnarleikurinn í þriðja var ekki nógu góður og svo voru nokkur klikk eftir það þannig við náðum ekki alla leið til baka.“ Þriggja stiga nýtingin var ekki góð framan af? „Hún var mjög vond í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik skutum við betur, vorum sneggri og fengum auðveldar körfur. Síðan var Nemanja eins og vélmenni í fráköstunum (tók 19 alls, þar af 11 sóknarfráköst). Leikurinn ræðst svo á einu vítaskoti. Ég er fullviss um að þau fara bæði niður næst. Við vinnum sem lið og töpum sem lið. Ég er ánægður með frammistöðu minna manna og ef við byggjum á henni. Við forum á videófund og reynum að lagfæra okkar hluti. Ég ætla að vona að aðrir geri það líka.“
Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15