„Fokk feðraveldið“ komi pöbbum ekkert við Lovísa Arnardóttir skrifar 27. október 2023 14:00 Á myndinni til hægri má sjá Maríu, aðra til vinstri, á Arnarhóli með systur sinni, dóttur og móður í kvennavekfalli á Arnarhóli síðasta þriðjudag. Á myndinni til hægri má sjá nokkur skilti sem konur voru með í kvennaverkfallinu, þar með talið Fokk ofbeldi. Ein skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir miður að umræðan hafi eftir vel heppnað verkfall snúist um orðasambandið Fokk feðraveldið. Það sé of algengur misskilningur að feðraveldið snúist um pabba. Hún telur orðasambandið viðeigandi við slíkar aðstæður. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Guðbjörg Pálsdóttir, hrópaði þrisvar sinnum „Fokk feðraveldið“ í ræðu sinni á Arnarhóli á þriðjudag í kvennaverkfalli. Það gerðu tugir þúsunda kvenna og kvára með henni. Orðanotkunin hefur síðan þá verið nokkuð rædd á samfélagsmiðlum en svo virðist sem hún hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum. Bæði notkun erlends blótsyrðis en einnig notkun orðsins feðraveldi sem, til dæmis, börn á viðburði hafi ekki skilið og foreldrar þurft að útskýra að tengist ekki pöbbum beint. Feðraveldi, eða kynjakerfið, er félagslegt yfirráðakerfi þar sem karlar njóta góðs af kerfisbundinni undirskipun kvenna. Feðraveldi er hugtak sem er notað er til að útskýra þetta félagslega yfirráðakerfi þar sem karlmenn fara með völd, njóta ákveðinna félagslegra réttinda og stjórna eignum. Nánar hér. Umræðan hefur farið fram víða á samfélagsmiðlum og þá kannski helst í stórum hópi þar sem kvennaverkfallið var rætt og skipulagning þess í aðdraganda þess og eftir það. María Hjálmtýsdóttir, ein skipuleggjenda verkfallsins, segir umræðuna ekki hafa farið framhjá sér eða öðrum í skipulagshópnum. „Við sem lifum og hrærumst í þessum heimi, femínisma og kynjafræði, erum svo vanar þessari orðanotkun og kannski áttum okkur ekki á því að þetta geti stuðað. Sumar eru kannski pirraðar að þetta sé það sem sé að stuða fólk en maður verður að átta sig á því að fólk býr í ólíkum heimum í rauninni,“ segir María og að það sé ekki sama orðræða í öllum hópum. Hún telur þó að það eigi ekki að hætta að nota orðið feðraveldi. „Fólk verður að skilja hvaðan þetta kemur. Orðið er þýðing af enska orðinu patriarchy. Það eru til bæði matriarchy og patriarchy, mæðraveldi og feðraveldi. þetta er hugtak sem við notum og það er mjög mikilvægt að við skiljum það öll eins. Þetta er eins og að nota „kapítalismi“. Þetta eru bara boxin sem við búum í. Við búum í kapítalísku samfélagi. Við búum í heteró-normatívu samfélagi. Við búum í rasísku samfélagi og við búum í feðraveldissamfélagi. Þetta eru öll boxin sem við búum í,“ segir hún og að það sé mikilvægt að sparka í feðraveldið eins og við spörkum í kapítalismann. Dæmi um athugasemdir við umræðu um notkun orðasambandsins Fokk ofbeldis á samstöðufundinum. Umræðan er úr Facebook-hópnum Kvennaverkfall 2023.Facebook María segir mikilvægt að skilja að orðið feðraveldi hafi ekkert með slæma pabba að gera, eða pabba yfir höfuð. Um sé að ræða hugtak sem sé notuð í félagsvísindum. „Hugtökin eru verkfærin sem við höfum svo að við séum öll að ræða sama hlutinn. Það sem stuðar er faðirinn í feðraveldinu,“ segir María. Feðraveldið víða Hún segir þetta kynjakerfi, feðraveldið, víða í okkar sögu og samfélagi. Sögur í Biblíunni og Íslendingasögunum til dæmis hefjist allar á því að tilgreina hvaða maður átti hvaða mann. „Karlarnir bjuggu til lögin, réttarkerfið og skólana utan um syni sína. Þetta eru allt kerfi sem voru búin til af körlum fyrir karla og við finnum enn fyrir því hversu karllægt það er. Synir erfðu feður og konur voru færðar til og gefnar eftir hentugleika karla. Konur máttu ekki erfa og feðraveldið er orð yfir það kerfi sem við erum að reyna að sparka í,“ segir María. Hún segir að dæmi um þetta sem fólk þekki í dag séu eftirnöfnin okkar. „Ég er sjálfkrafa Hjálmtýsdóttir, en ekki Önnudóttir. Ef ég ætlaði að breyta því yrði ég að hafa dálítið fyrir því. Það er samt ekkert náttúrulögmál að ég sé Hjálmtýsdóttir því þetta er kerfið sem við höfum búið okkur til. Það er feðraveldið. Ekki af því að pabbar eru eitthvað vondir heldur af því að þetta er kerfið sem við höfum búið til.“ Talið er að allt að hundrað þúsund konur og kvár hafi komið saman á þriðjudaginn á baráttufundi kvennaverkfallsins á Arnarhóli. Vísir/Vilhelm María segir að feðraveldið sé ekki bara slæmt fyrir konur, það hafi líka veruleg áhrif á karlmenn. „Þeim líður illa og finna fyrir þrýstingi að vera „húsbóndinn“,“ segir María. Sjálfsvígstíðni og vanlíðan karlmanna sé þannig eitthvað sem þrífist innan feðraveldisins. „Þetta kemur í raun pöbbum ekkert við.“ Feðraveldið skrímslið, ekki femínistar Spurð hvort henni þyki leiðinlegt að þetta sé umræðan eftir mjög vel heppnað verkfall svarar María því játandi. „Fólk er oft að rífast um þetta. Feðraveldið. Hvort það sé til og svo framvegis. En það sem er svo áhugavert er að við höfum svo öll áhyggjur af sömu hlutunum og þróuninni. Bara köllum það ekki það sama. Þeir sem hata femínisma hafa áhyggjur af sjálfsvígum karla. Það er feðraveldið. Feðraveldið er skrímslið sem við ættum öll að vera að berjast við. En sumir fatta það ekki og halda að femínistar séu vandamálið. Það er alls ekki þannig.“ María segir að það sé svo margt í samfélaginu okkar sem megi rekja til feðraveldisins en að það sé að breytast. Karlmenn þurfi ekki að vera „húsbóndinn“ lengur. „Það er eitthvað að riðlast og það er alveg eðlilegt að sé einhver hræðsla og ringulreið,“ segir María og að verst sé þegar fólk fari í vörn í umræðu um þessar samfélagslegu breytingar og feðraveldið. „Við viljum öll fá sömu endaniðurstöðuna.“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, ræddi orðanotkunina í hópi sinum Málspjalli í vikunni.Facebook Hvað varðar það að útskýra svona hugtök fyrir börnum á slíkum viðburði segir María mikilvægt að hafa það hugfast að kvennaverkfallið er ekki 17. júní eða Menningarnótt eða einhvers slíkur fjölskyldu -eða menningarviðburður. „Þetta er samstöðufundur kvenna en ekki fjölskylduhátíð. Þetta er fundur um óréttlæti og ef þú ferð með barn á hann þarftu að útskýra stöðu kvenna og feðraveldið fyrir barninu,“ segir María og að það sama gildi ef fólk fari með barn á mótmæli. „Það er staður og stund fyrir þessa orðanotkun, að sjálfsögðu. En á svona fundi finnst mér hún mjög viðeigandi. Konur eru búnar að vera síðan 1975 að berjast og þegar maður kemur aftur 48 árum síðar og berst fyrir því sama þá held ég að það megi alveg segja bara „fokkið ykkur“.“ Auk þess segir María orðið „fokk“ ekki vera að birtast fólki í fyrsta sinn á mótmælum. „Helvítis fokking fokk“ hafi til dæmis verið notað oft eftir Hrun og á mótmælum tengdum því. „En þetta er orð sem er í daglegri notkun hjá mörgum. Auðvitað ekki öllum og það stuðar suma. En mér finnst gott að nota það í þessu samhengi. Ég var á viðburðinum með dóttur minni og móður minni. Mamma mín fór með mig á viðburðinn 1975 og dóttir mín er 21 árs. Ég er miðaldra og nota þetta orð og dóttir mín líka. Má maður ekki bara verið reiður og öskra? Þetta er ekki 17. júní. Konur mega vera reiðar.“ Jafnréttismál Kvennaverkfall Íslensk tunga Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Kvennafrídagurinn í myndum Allt lagðist á eitt við að gera Kvennafrídaginn og baráttufund við Arnarhól að mest sótta viðburði Íslandssögunnar. Ef að líkum lætur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á vettvangi. 24. október 2023 17:15 Aldrei séð annan eins fjölda á Arnarhóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að um sjötíu til hundrað þúsund manns hafi sótt baráttufund á Arnarhóli í tilefni Kvennaverkfalls. Veðrið lék við gesti fundarins. 24. október 2023 15:43 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Guðbjörg Pálsdóttir, hrópaði þrisvar sinnum „Fokk feðraveldið“ í ræðu sinni á Arnarhóli á þriðjudag í kvennaverkfalli. Það gerðu tugir þúsunda kvenna og kvára með henni. Orðanotkunin hefur síðan þá verið nokkuð rædd á samfélagsmiðlum en svo virðist sem hún hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum. Bæði notkun erlends blótsyrðis en einnig notkun orðsins feðraveldi sem, til dæmis, börn á viðburði hafi ekki skilið og foreldrar þurft að útskýra að tengist ekki pöbbum beint. Feðraveldi, eða kynjakerfið, er félagslegt yfirráðakerfi þar sem karlar njóta góðs af kerfisbundinni undirskipun kvenna. Feðraveldi er hugtak sem er notað er til að útskýra þetta félagslega yfirráðakerfi þar sem karlmenn fara með völd, njóta ákveðinna félagslegra réttinda og stjórna eignum. Nánar hér. Umræðan hefur farið fram víða á samfélagsmiðlum og þá kannski helst í stórum hópi þar sem kvennaverkfallið var rætt og skipulagning þess í aðdraganda þess og eftir það. María Hjálmtýsdóttir, ein skipuleggjenda verkfallsins, segir umræðuna ekki hafa farið framhjá sér eða öðrum í skipulagshópnum. „Við sem lifum og hrærumst í þessum heimi, femínisma og kynjafræði, erum svo vanar þessari orðanotkun og kannski áttum okkur ekki á því að þetta geti stuðað. Sumar eru kannski pirraðar að þetta sé það sem sé að stuða fólk en maður verður að átta sig á því að fólk býr í ólíkum heimum í rauninni,“ segir María og að það sé ekki sama orðræða í öllum hópum. Hún telur þó að það eigi ekki að hætta að nota orðið feðraveldi. „Fólk verður að skilja hvaðan þetta kemur. Orðið er þýðing af enska orðinu patriarchy. Það eru til bæði matriarchy og patriarchy, mæðraveldi og feðraveldi. þetta er hugtak sem við notum og það er mjög mikilvægt að við skiljum það öll eins. Þetta er eins og að nota „kapítalismi“. Þetta eru bara boxin sem við búum í. Við búum í kapítalísku samfélagi. Við búum í heteró-normatívu samfélagi. Við búum í rasísku samfélagi og við búum í feðraveldissamfélagi. Þetta eru öll boxin sem við búum í,“ segir hún og að það sé mikilvægt að sparka í feðraveldið eins og við spörkum í kapítalismann. Dæmi um athugasemdir við umræðu um notkun orðasambandsins Fokk ofbeldis á samstöðufundinum. Umræðan er úr Facebook-hópnum Kvennaverkfall 2023.Facebook María segir mikilvægt að skilja að orðið feðraveldi hafi ekkert með slæma pabba að gera, eða pabba yfir höfuð. Um sé að ræða hugtak sem sé notuð í félagsvísindum. „Hugtökin eru verkfærin sem við höfum svo að við séum öll að ræða sama hlutinn. Það sem stuðar er faðirinn í feðraveldinu,“ segir María. Feðraveldið víða Hún segir þetta kynjakerfi, feðraveldið, víða í okkar sögu og samfélagi. Sögur í Biblíunni og Íslendingasögunum til dæmis hefjist allar á því að tilgreina hvaða maður átti hvaða mann. „Karlarnir bjuggu til lögin, réttarkerfið og skólana utan um syni sína. Þetta eru allt kerfi sem voru búin til af körlum fyrir karla og við finnum enn fyrir því hversu karllægt það er. Synir erfðu feður og konur voru færðar til og gefnar eftir hentugleika karla. Konur máttu ekki erfa og feðraveldið er orð yfir það kerfi sem við erum að reyna að sparka í,“ segir María. Hún segir að dæmi um þetta sem fólk þekki í dag séu eftirnöfnin okkar. „Ég er sjálfkrafa Hjálmtýsdóttir, en ekki Önnudóttir. Ef ég ætlaði að breyta því yrði ég að hafa dálítið fyrir því. Það er samt ekkert náttúrulögmál að ég sé Hjálmtýsdóttir því þetta er kerfið sem við höfum búið okkur til. Það er feðraveldið. Ekki af því að pabbar eru eitthvað vondir heldur af því að þetta er kerfið sem við höfum búið til.“ Talið er að allt að hundrað þúsund konur og kvár hafi komið saman á þriðjudaginn á baráttufundi kvennaverkfallsins á Arnarhóli. Vísir/Vilhelm María segir að feðraveldið sé ekki bara slæmt fyrir konur, það hafi líka veruleg áhrif á karlmenn. „Þeim líður illa og finna fyrir þrýstingi að vera „húsbóndinn“,“ segir María. Sjálfsvígstíðni og vanlíðan karlmanna sé þannig eitthvað sem þrífist innan feðraveldisins. „Þetta kemur í raun pöbbum ekkert við.“ Feðraveldið skrímslið, ekki femínistar Spurð hvort henni þyki leiðinlegt að þetta sé umræðan eftir mjög vel heppnað verkfall svarar María því játandi. „Fólk er oft að rífast um þetta. Feðraveldið. Hvort það sé til og svo framvegis. En það sem er svo áhugavert er að við höfum svo öll áhyggjur af sömu hlutunum og þróuninni. Bara köllum það ekki það sama. Þeir sem hata femínisma hafa áhyggjur af sjálfsvígum karla. Það er feðraveldið. Feðraveldið er skrímslið sem við ættum öll að vera að berjast við. En sumir fatta það ekki og halda að femínistar séu vandamálið. Það er alls ekki þannig.“ María segir að það sé svo margt í samfélaginu okkar sem megi rekja til feðraveldisins en að það sé að breytast. Karlmenn þurfi ekki að vera „húsbóndinn“ lengur. „Það er eitthvað að riðlast og það er alveg eðlilegt að sé einhver hræðsla og ringulreið,“ segir María og að verst sé þegar fólk fari í vörn í umræðu um þessar samfélagslegu breytingar og feðraveldið. „Við viljum öll fá sömu endaniðurstöðuna.“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, ræddi orðanotkunina í hópi sinum Málspjalli í vikunni.Facebook Hvað varðar það að útskýra svona hugtök fyrir börnum á slíkum viðburði segir María mikilvægt að hafa það hugfast að kvennaverkfallið er ekki 17. júní eða Menningarnótt eða einhvers slíkur fjölskyldu -eða menningarviðburður. „Þetta er samstöðufundur kvenna en ekki fjölskylduhátíð. Þetta er fundur um óréttlæti og ef þú ferð með barn á hann þarftu að útskýra stöðu kvenna og feðraveldið fyrir barninu,“ segir María og að það sama gildi ef fólk fari með barn á mótmæli. „Það er staður og stund fyrir þessa orðanotkun, að sjálfsögðu. En á svona fundi finnst mér hún mjög viðeigandi. Konur eru búnar að vera síðan 1975 að berjast og þegar maður kemur aftur 48 árum síðar og berst fyrir því sama þá held ég að það megi alveg segja bara „fokkið ykkur“.“ Auk þess segir María orðið „fokk“ ekki vera að birtast fólki í fyrsta sinn á mótmælum. „Helvítis fokking fokk“ hafi til dæmis verið notað oft eftir Hrun og á mótmælum tengdum því. „En þetta er orð sem er í daglegri notkun hjá mörgum. Auðvitað ekki öllum og það stuðar suma. En mér finnst gott að nota það í þessu samhengi. Ég var á viðburðinum með dóttur minni og móður minni. Mamma mín fór með mig á viðburðinn 1975 og dóttir mín er 21 árs. Ég er miðaldra og nota þetta orð og dóttir mín líka. Má maður ekki bara verið reiður og öskra? Þetta er ekki 17. júní. Konur mega vera reiðar.“
Jafnréttismál Kvennaverkfall Íslensk tunga Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Kvennafrídagurinn í myndum Allt lagðist á eitt við að gera Kvennafrídaginn og baráttufund við Arnarhól að mest sótta viðburði Íslandssögunnar. Ef að líkum lætur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á vettvangi. 24. október 2023 17:15 Aldrei séð annan eins fjölda á Arnarhóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að um sjötíu til hundrað þúsund manns hafi sótt baráttufund á Arnarhóli í tilefni Kvennaverkfalls. Veðrið lék við gesti fundarins. 24. október 2023 15:43 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Kvennafrídagurinn í myndum Allt lagðist á eitt við að gera Kvennafrídaginn og baráttufund við Arnarhól að mest sótta viðburði Íslandssögunnar. Ef að líkum lætur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á vettvangi. 24. október 2023 17:15
Aldrei séð annan eins fjölda á Arnarhóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að um sjötíu til hundrað þúsund manns hafi sótt baráttufund á Arnarhóli í tilefni Kvennaverkfalls. Veðrið lék við gesti fundarins. 24. október 2023 15:43