Gemma Owen er gengin út Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. október 2023 15:26 Gemma fær sér ekki nýjan kærasta á hverjum degi. Instagram Breska raunveruleikaþáttastjarnan Gemma Owen er gengin út. Hún er nú byrjuð með boxaranum Aadam Hamed en bresk götublöð greina frá því að þau hafi skellt sér saman til Dubai. Gemma skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún tók þátt í bresku raunveruleikaþáttunum Love Island í fyrra. Þar byrjaði hún með fisksalanum Luca Bish og komust þau alla leið í úrslitaþáttinn. Hún og Luca hættu saman þremur mánuðum eftir að þáttunum lauk, í nóvember á síðasta ári. Breskir miðlar höfðu allan tímann fullyrt að Michael Owen, faðir hennar og fyrrverandi knattspyrnumaður, hefði aldrei lagt blessun sína yfir sambandið. Gemma hefur sagst hafa verið einhleyp allar götur síðan, þrátt fyrir að hafa verið orðuð við pólóleikmanninn Tommy Severn. Breska götublaðið The Sun hefur eftir henni af samfélagsmiðlum að hún hafi ákveðið að einbeita sér að áhugamálinu sínu en Gemma er hestakona. Nú hafi hún hins vegar loksins gengið út. Hinn heppni er hinn lítt þekkti boxari Aadam Hamed. Hann er helst þekktur fyrir að vera sonur boxarans Prince Naseem Hamed sem átti nokkra heimsmeistaratitla í boxi, í léttvigtarflokki frá 1992 til 2002. Aadam steig fyrst í hringinn í ágúst síðastliðnum og fór þá með sigur af hólmi gegn boxaranum Vojtech Hrdy frá Tékklandi. Breska götublaðið hefur eftir ónefndum heimildarmanni að þau Gemma og Aadam hafi stungið saman nefjum í nokkra mánuði. Þau séu enn ekki opinberlega saman þó ferðin til Dubai sé til marks um að það kunni brátt að breytast. Aadam og Gemma birtu bæði myndir af sér í Dubai og þá komust bresk götublöð á snoðir um allt saman. Instagram Bretland Ástin og lífið Raunveruleikaþættir Hollywood Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
Gemma skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún tók þátt í bresku raunveruleikaþáttunum Love Island í fyrra. Þar byrjaði hún með fisksalanum Luca Bish og komust þau alla leið í úrslitaþáttinn. Hún og Luca hættu saman þremur mánuðum eftir að þáttunum lauk, í nóvember á síðasta ári. Breskir miðlar höfðu allan tímann fullyrt að Michael Owen, faðir hennar og fyrrverandi knattspyrnumaður, hefði aldrei lagt blessun sína yfir sambandið. Gemma hefur sagst hafa verið einhleyp allar götur síðan, þrátt fyrir að hafa verið orðuð við pólóleikmanninn Tommy Severn. Breska götublaðið The Sun hefur eftir henni af samfélagsmiðlum að hún hafi ákveðið að einbeita sér að áhugamálinu sínu en Gemma er hestakona. Nú hafi hún hins vegar loksins gengið út. Hinn heppni er hinn lítt þekkti boxari Aadam Hamed. Hann er helst þekktur fyrir að vera sonur boxarans Prince Naseem Hamed sem átti nokkra heimsmeistaratitla í boxi, í léttvigtarflokki frá 1992 til 2002. Aadam steig fyrst í hringinn í ágúst síðastliðnum og fór þá með sigur af hólmi gegn boxaranum Vojtech Hrdy frá Tékklandi. Breska götublaðið hefur eftir ónefndum heimildarmanni að þau Gemma og Aadam hafi stungið saman nefjum í nokkra mánuði. Þau séu enn ekki opinberlega saman þó ferðin til Dubai sé til marks um að það kunni brátt að breytast. Aadam og Gemma birtu bæði myndir af sér í Dubai og þá komust bresk götublöð á snoðir um allt saman. Instagram
Bretland Ástin og lífið Raunveruleikaþættir Hollywood Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira