Spænska kirkjan: 440 þúsund börn beitt kynferðislegu ofbeldi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. október 2023 14:31 Frá biskupsvígslu í San Sebastian á Norður-Spáni í desember 2022. Biskuparáðið á Spáni kemur saman á mánudag til að ræða skýrslu Umboðsmanns almennings sem kynnt var í gær, en þar er líkum leitt að því að kirkjunnar menn hafi frá því árið 1930 brotið kynferðislega á rúmlega 440.000 börnum. Getty Images Meira en 400.000 börn hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af kirkjunnar mönnum á Spáni á síðustu áratugum. Þetta er mesti fjöldi fórnarlamba í nokkru landi í hinum kaþólska heimi. Prestar nauðguðu helming barnanna Umboðsmaður almennings kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar í gær en hún hefur staðið yfir í 18 mánuði. Í rannsóknarskýrslunni, sem telur 779 blaðsíður, kemur fram að samkvæmt umfangsmikilli könnun á meðal núlifandi Spánverja á aldrinum 18 til 90 ára, hefur 1,13% af spænsku þjóðinni orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kirkjunnar manna. Það jafngildir því að 440.000 börn hafi verið beitt ofbeldi. Þar af hafa 220.000 börn verið beitt kynferðislegu ofbeldi af prestum og hinn helmingurinn af leikmönnum kirkjunnar, flest af kennurum, en kirkjan rekur þúsundir skóla í landinu. Úrtak könnunarinnar voru 8.000 manns. Meirihluta barnanna voru drengir, eða um 65%. Umboðsmaður almennings, Ángel Gabilondo, kynnir skýrslu um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar í spænska þinginu í gær.Jesus Hellin/Europa Press via Getty Images Viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar Í skýrslunni eru rakin viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar manna og segir umboðsmaður almennings að ljóst sé að lífi og tilveru fjölda barna hafi bókstaflega verið rústað af þessum körlum sem falið var að gæta barnanna og velferðar þeirra. Hann leggur til við stjórnvöld að komið verði á fót sjóði sem falið verði að greiða fórnarlömbum kirkjunnar bætur. Hvergi í hinum kaþólska heimi hefur verið upplýst um viðlíka fjölda fórnarlamba kirkjunnar. Fyrir tveimur árum var sambærileg könnun gerð opinber í Frakklandi og þar reyndust fórnarlömbin vera um 330.000 börn. Kirkjan hefur alltaf hafnað ásökunum um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Spáni hefur um langt árabil barist gegn því að kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar verði rannsakað og borið því við að tilfellin séu svo fá að ekki taki því að rannsaka það. Umboðsmaður almennings sagði á fundinum í gær þegar skýrslan var kynnt að margir biskupar kirkjunnar hafi verið afar tregir til samstarfs við þessa rannsókn. Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar hefur boðað til fundar á mánudag til að ræða skýrsluna. Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Prestar nauðguðu helming barnanna Umboðsmaður almennings kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar í gær en hún hefur staðið yfir í 18 mánuði. Í rannsóknarskýrslunni, sem telur 779 blaðsíður, kemur fram að samkvæmt umfangsmikilli könnun á meðal núlifandi Spánverja á aldrinum 18 til 90 ára, hefur 1,13% af spænsku þjóðinni orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kirkjunnar manna. Það jafngildir því að 440.000 börn hafi verið beitt ofbeldi. Þar af hafa 220.000 börn verið beitt kynferðislegu ofbeldi af prestum og hinn helmingurinn af leikmönnum kirkjunnar, flest af kennurum, en kirkjan rekur þúsundir skóla í landinu. Úrtak könnunarinnar voru 8.000 manns. Meirihluta barnanna voru drengir, eða um 65%. Umboðsmaður almennings, Ángel Gabilondo, kynnir skýrslu um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar í spænska þinginu í gær.Jesus Hellin/Europa Press via Getty Images Viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar Í skýrslunni eru rakin viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar manna og segir umboðsmaður almennings að ljóst sé að lífi og tilveru fjölda barna hafi bókstaflega verið rústað af þessum körlum sem falið var að gæta barnanna og velferðar þeirra. Hann leggur til við stjórnvöld að komið verði á fót sjóði sem falið verði að greiða fórnarlömbum kirkjunnar bætur. Hvergi í hinum kaþólska heimi hefur verið upplýst um viðlíka fjölda fórnarlamba kirkjunnar. Fyrir tveimur árum var sambærileg könnun gerð opinber í Frakklandi og þar reyndust fórnarlömbin vera um 330.000 börn. Kirkjan hefur alltaf hafnað ásökunum um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Spáni hefur um langt árabil barist gegn því að kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar verði rannsakað og borið því við að tilfellin séu svo fá að ekki taki því að rannsaka það. Umboðsmaður almennings sagði á fundinum í gær þegar skýrslan var kynnt að margir biskupar kirkjunnar hafi verið afar tregir til samstarfs við þessa rannsókn. Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar hefur boðað til fundar á mánudag til að ræða skýrsluna.
Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira