„Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2023 07:00 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. Stöð 2 Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. „Fyrst og fremst léttir að því sé lokið. Búið að vera langt og strangt ferli. Þó ekkert lengra en við lögðum upp með í upphafi í ljósi hvaða mánuður er og á hvaða tímabili, það er langt í fyrsta leik þannig við tókum þá ákvörðun að gefa okkur tíma. Ræða við nokkra aðila, gefa mönnum færi á að kynna sína hugsjón og hvernig ætti að koma KR í fremstu röð, í sjálfum sér gáfum við okkur allan þann tíma sem við þurftum,“ sagði Páll í viðtali við Vísi og Stöð 2. „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi. Þannig á það að vera en við vorum ekki undir pressu. Að KR hafi verið í umræðunni kemur svo sem ekki á óvart en við gáfum okkur bara þann tíma sem til þurfti og erum sátt með þá endingu sem málið fékk.“ Klippa: Páll Kristjánsson: Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi Af hverju Gregg Ryder? „Hann rataði snemma á listann hjá okkur ásamt nokkrum aðilum sem við funduðum með. Hann er ungur að árum en þó með gríðarlega reynslu sem þjálfari. Þjálfað á Íslandi í einhver tíu ár og svo hefur hann verið í flottu starfi í Danmörku. Hann var alltaf á radarnum hjá okkur.“ „Geri mér grein fyrir að hann var ekki mikið í umræðunni hér á landi. Prófíllinn sem hann hefur, hans sýn, metnaður og þekking á leiknum - fyrir öll þau meðmæli sem hann fékk þá fannst okkur Gregg kjörinn kostur í þetta starf.“ „Hann er metnaðarfullur, vel menntaður þjálfari, hefur gefið af sér gott orð að vinna með ungum leikmönnum, hann spilar jákvæðan fótbolta – skemmtilegan fótbolta. Þeir sem hafa starfað með honum í gegnum tíðina, hér á landi eða erlendis, báru honum góða sögu. Við ræddum við hann, lögðum fyrir hann ákveðnar spurningar, hvar hann sæi KR fyrir sér eftir eitt, tvö og þrjú ár. Hvaða leiðir hann hygðist fara og það hljómaði vel, vorum samstíga hvað varðar sýn á leikinn. Okkur fannst hann smellpassa sem þjálfari meistaraflokks karla.“ Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Páll yfir hvað hann vill sjá gerast, stöðuna á Ole Martin Nesselquist – aðstoðarþjálfara og umræðuna í kringum þjálfaraleit KR. Besta deild karla KR Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira
„Fyrst og fremst léttir að því sé lokið. Búið að vera langt og strangt ferli. Þó ekkert lengra en við lögðum upp með í upphafi í ljósi hvaða mánuður er og á hvaða tímabili, það er langt í fyrsta leik þannig við tókum þá ákvörðun að gefa okkur tíma. Ræða við nokkra aðila, gefa mönnum færi á að kynna sína hugsjón og hvernig ætti að koma KR í fremstu röð, í sjálfum sér gáfum við okkur allan þann tíma sem við þurftum,“ sagði Páll í viðtali við Vísi og Stöð 2. „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi. Þannig á það að vera en við vorum ekki undir pressu. Að KR hafi verið í umræðunni kemur svo sem ekki á óvart en við gáfum okkur bara þann tíma sem til þurfti og erum sátt með þá endingu sem málið fékk.“ Klippa: Páll Kristjánsson: Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi Af hverju Gregg Ryder? „Hann rataði snemma á listann hjá okkur ásamt nokkrum aðilum sem við funduðum með. Hann er ungur að árum en þó með gríðarlega reynslu sem þjálfari. Þjálfað á Íslandi í einhver tíu ár og svo hefur hann verið í flottu starfi í Danmörku. Hann var alltaf á radarnum hjá okkur.“ „Geri mér grein fyrir að hann var ekki mikið í umræðunni hér á landi. Prófíllinn sem hann hefur, hans sýn, metnaður og þekking á leiknum - fyrir öll þau meðmæli sem hann fékk þá fannst okkur Gregg kjörinn kostur í þetta starf.“ „Hann er metnaðarfullur, vel menntaður þjálfari, hefur gefið af sér gott orð að vinna með ungum leikmönnum, hann spilar jákvæðan fótbolta – skemmtilegan fótbolta. Þeir sem hafa starfað með honum í gegnum tíðina, hér á landi eða erlendis, báru honum góða sögu. Við ræddum við hann, lögðum fyrir hann ákveðnar spurningar, hvar hann sæi KR fyrir sér eftir eitt, tvö og þrjú ár. Hvaða leiðir hann hygðist fara og það hljómaði vel, vorum samstíga hvað varðar sýn á leikinn. Okkur fannst hann smellpassa sem þjálfari meistaraflokks karla.“ Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Páll yfir hvað hann vill sjá gerast, stöðuna á Ole Martin Nesselquist – aðstoðarþjálfara og umræðuna í kringum þjálfaraleit KR.
Besta deild karla KR Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira