Kvennaverkfallið var ekki uppskeruhátíð Tatjana Latinovic skrifar 30. október 2023 12:30 Fjórðungur þjóðarinnar svaraði ákalli skipuleggjenda Kvennaverkfallsins í ár og safnaðist saman á baráttufundum á Arnarhóli og nítján öðrum stöðum um allt land þann 24. október síðastliðinn. Dagurinn heppnaðist með eindæmum vel – frá morgni til kvölds. Samstaðan var áþreifanleg, kynslóðir komu saman, börn, mæður og ömmur, til að krefjast jafnréttis á þessum sjöunda baráttufundi sem haldinn hefur verið síðan 1975. Margar mæðurnar og ömmurnar voru börn á kvennafrídegi árið 1975, þegar samstaða kvenna gjörbylti íslensku samfélagi. Kvennafrídagurinn 1975 olli straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni á Íslandi og var upphafið af þeirri ímynd sem Ísland á í heiminum í dag, að vera jafnréttisparadís. Það ríkti gleði á þessum sólríka degi 48 árum seinna þegar konur og kvár fóru í kvennaverkfall, stolt að vera hluti af einhverju sögulegu, stærra en ein manneskja sjálf er. En það voru líka allskonar aðrar tilfinningar sem bærðust um innra með okkur á fundinum. Reiði, pirringur, svekkelsi - allar réttmætar tilfinningar, byggðar á upplifun okkar á óréttlæti sem við upplifum ennþá í dag, að standa ekki jafnfætis sökum kyns, kynhneigðar, uppruna eða fötlunar. Kvennaverkfallið í ár spratt upp úr reiði sem hefur kraumað lengi, reiði af því hve okkur miðar hægt áfram og að fyrir hvert skref sem við tökum fram á við í jafnréttisbaráttunni eru eitt til tvö skref tekin til baka. Kvennaverkfallið spratt upp úr reiði yfir því að feðraveldispýramídinn stendur ennþá styrkum stoðum í samfélaginu, velferð og velsæld samfélagsins er borin uppi á herðum ótal kvenna og kvára sem skipa botninn á pýramídanum. Og fyrir hverja konu sem klifrar upp pýramídann tekst feðraveldinu að troða annarri konu inn til að fylla hennar skarð, konu sem oftar en ekki tilheyrir einhverjum minnihlutahóp. Og pýramídinn stendur áfram stöðugur, þær sem ná að klifra upp pýramídann eru enn beittar ofbeldi, fá enn lægri laun en karlmenn í sömu stöðu og bera ennþá meiri ábyrgð á heimilishaldinu og ólaunuðum störfum tengdum þeim. Feðraveldispíramídinn stendur sem fastast, okkur hefur ekki enn tekist að brjóta hann niður. Kvennaverkfall 2023 var ekki uppskeruhátíð til að fagna góðum árangri í jafnréttisbaráttu síðan 1975, þó vissulega hefur okkur vegnað betur en mörgum öðrum þjóðum. Við boðuðum til Kvennaverkfalls 2023 af því að konur og kvár eru beitt óréttlæti og það er með öllu ólíðandi. Á útifundinum við Arnarhól var lesin upp yfirlýsing sem þátttakendur tóku kröftulega undir. Það var ánægjulegt að heyra forsætisráðherra segja að við á Íslandi höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Kröfur Kvennaverkfallsins verða að vera handrit að aðgerðum sem farið verður í, ekki seinna en núna, ef stjórnvöldum á að takast að ná þessum markmiðum. Ég hvet öll til að kynna sér kröfur Kvennaverkfallsins og taka þátt í að krefjast þess að stjórnvöld, stofnanir, atvinnurekendur og samfélagið allt geri þær að forgangsmáli – núna! https://kvennafri.is/yfirlysing-utifundar-vid-arnarhol-2023/ Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjórðungur þjóðarinnar svaraði ákalli skipuleggjenda Kvennaverkfallsins í ár og safnaðist saman á baráttufundum á Arnarhóli og nítján öðrum stöðum um allt land þann 24. október síðastliðinn. Dagurinn heppnaðist með eindæmum vel – frá morgni til kvölds. Samstaðan var áþreifanleg, kynslóðir komu saman, börn, mæður og ömmur, til að krefjast jafnréttis á þessum sjöunda baráttufundi sem haldinn hefur verið síðan 1975. Margar mæðurnar og ömmurnar voru börn á kvennafrídegi árið 1975, þegar samstaða kvenna gjörbylti íslensku samfélagi. Kvennafrídagurinn 1975 olli straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni á Íslandi og var upphafið af þeirri ímynd sem Ísland á í heiminum í dag, að vera jafnréttisparadís. Það ríkti gleði á þessum sólríka degi 48 árum seinna þegar konur og kvár fóru í kvennaverkfall, stolt að vera hluti af einhverju sögulegu, stærra en ein manneskja sjálf er. En það voru líka allskonar aðrar tilfinningar sem bærðust um innra með okkur á fundinum. Reiði, pirringur, svekkelsi - allar réttmætar tilfinningar, byggðar á upplifun okkar á óréttlæti sem við upplifum ennþá í dag, að standa ekki jafnfætis sökum kyns, kynhneigðar, uppruna eða fötlunar. Kvennaverkfallið í ár spratt upp úr reiði sem hefur kraumað lengi, reiði af því hve okkur miðar hægt áfram og að fyrir hvert skref sem við tökum fram á við í jafnréttisbaráttunni eru eitt til tvö skref tekin til baka. Kvennaverkfallið spratt upp úr reiði yfir því að feðraveldispýramídinn stendur ennþá styrkum stoðum í samfélaginu, velferð og velsæld samfélagsins er borin uppi á herðum ótal kvenna og kvára sem skipa botninn á pýramídanum. Og fyrir hverja konu sem klifrar upp pýramídann tekst feðraveldinu að troða annarri konu inn til að fylla hennar skarð, konu sem oftar en ekki tilheyrir einhverjum minnihlutahóp. Og pýramídinn stendur áfram stöðugur, þær sem ná að klifra upp pýramídann eru enn beittar ofbeldi, fá enn lægri laun en karlmenn í sömu stöðu og bera ennþá meiri ábyrgð á heimilishaldinu og ólaunuðum störfum tengdum þeim. Feðraveldispíramídinn stendur sem fastast, okkur hefur ekki enn tekist að brjóta hann niður. Kvennaverkfall 2023 var ekki uppskeruhátíð til að fagna góðum árangri í jafnréttisbaráttu síðan 1975, þó vissulega hefur okkur vegnað betur en mörgum öðrum þjóðum. Við boðuðum til Kvennaverkfalls 2023 af því að konur og kvár eru beitt óréttlæti og það er með öllu ólíðandi. Á útifundinum við Arnarhól var lesin upp yfirlýsing sem þátttakendur tóku kröftulega undir. Það var ánægjulegt að heyra forsætisráðherra segja að við á Íslandi höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Kröfur Kvennaverkfallsins verða að vera handrit að aðgerðum sem farið verður í, ekki seinna en núna, ef stjórnvöldum á að takast að ná þessum markmiðum. Ég hvet öll til að kynna sér kröfur Kvennaverkfallsins og taka þátt í að krefjast þess að stjórnvöld, stofnanir, atvinnurekendur og samfélagið allt geri þær að forgangsmáli – núna! https://kvennafri.is/yfirlysing-utifundar-vid-arnarhol-2023/ Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun