Fimmtán ára gamall koss orðinn að hitamáli í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2023 11:00 Charlotte Kalla hefur unnið fjölda verðlauna á ferli sínum þar á meðal HM-gull og Ólympíugull. Getty/Matthias Hangs Sænski leikarinn og grínistinn Peter Settman smellti óumbeðnum kossi á sænsku íþróttastjörnuna Charlottu Kalla árið 2008. Hann þarf nú að svara fyrir hann fimmtán árum síðar. Kossinn leit dagsins ljós á uppgjörshátíð sænskra íþrótta, Sports Gala, og í beinni sjónvarpsútsendingu. Fyrir fimmtán árum hafði þá hin 21 árs gamla Charlotte Kalla slegið í gegn með því að vinna Tour de Ski mótið á heimsbikarnum í skíðagöngu. Kossinn vakti athygli en ekki hneykslun fyrir einum og hálfum áratug síðan. Nú er hann hins vegar fréttamál eftir að Kalla sagði frá upplifun sinni af honum í nýrri ævisögu sinni. „Það sem ég lenti í fyrir framan milljónir sjónvarpsáhorfenda var svívirðilegt og ámælisvert,“ skrifar Kalla í ævisögu sinni. Bókin ber titilinn „Skam den som ger sig“ sem mætti þýða lauslega: „Sá sem gefst upp ætti að skammast sín.“ View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Kalla segist hafa hlegið vandræðalega en inn í sér kraumuðu aðrar tilfinningar. „Ég varð reið en ég vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Kalla í ævisögu sinni. Hún var í fullum sal af fólki og með sjónvarpsvélarnar á sér. Þetta mál minnir á þegar Luis Rubiales, þáverandi forseti spænska knattspyrnusambandsuns, smellti koss á spænsku landsliðskonuna Jenni Hermoso. Hann fékk þriggja ára bann frá fótbolta hjá FIFA fyrir það. Kalla átti eftir að vera mjög sigursæl og hefur meðal annars unnið níu verðlaun á Ólympíuleikum þar af þrjú gull á þremur mismunandi Vetrarólympíuleikum, 2010, 2014 og 2018. Sænska ríkisútvarpið spurði Peter Settman um kossinn í tilefni af þessum skrifum Kalla. „Það er mjög leiðinlegt að heyra af því að henni hafi liðið svona af því að það var ekki ætlun mín. Ég sé mikið eftir þessu. Þetta var árið 2008 og það er langur tími liðinn. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera langur tími en menningarlega eru fimmtán ár mjög langur tími,“ sagði Settman. Hann segist hafa hugsað allt öðruvísi í þá daga og svona grín kæmi aldrei til greina í dag. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Skíðaíþróttir Svíþjóð Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Kossinn leit dagsins ljós á uppgjörshátíð sænskra íþrótta, Sports Gala, og í beinni sjónvarpsútsendingu. Fyrir fimmtán árum hafði þá hin 21 árs gamla Charlotte Kalla slegið í gegn með því að vinna Tour de Ski mótið á heimsbikarnum í skíðagöngu. Kossinn vakti athygli en ekki hneykslun fyrir einum og hálfum áratug síðan. Nú er hann hins vegar fréttamál eftir að Kalla sagði frá upplifun sinni af honum í nýrri ævisögu sinni. „Það sem ég lenti í fyrir framan milljónir sjónvarpsáhorfenda var svívirðilegt og ámælisvert,“ skrifar Kalla í ævisögu sinni. Bókin ber titilinn „Skam den som ger sig“ sem mætti þýða lauslega: „Sá sem gefst upp ætti að skammast sín.“ View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Kalla segist hafa hlegið vandræðalega en inn í sér kraumuðu aðrar tilfinningar. „Ég varð reið en ég vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Kalla í ævisögu sinni. Hún var í fullum sal af fólki og með sjónvarpsvélarnar á sér. Þetta mál minnir á þegar Luis Rubiales, þáverandi forseti spænska knattspyrnusambandsuns, smellti koss á spænsku landsliðskonuna Jenni Hermoso. Hann fékk þriggja ára bann frá fótbolta hjá FIFA fyrir það. Kalla átti eftir að vera mjög sigursæl og hefur meðal annars unnið níu verðlaun á Ólympíuleikum þar af þrjú gull á þremur mismunandi Vetrarólympíuleikum, 2010, 2014 og 2018. Sænska ríkisútvarpið spurði Peter Settman um kossinn í tilefni af þessum skrifum Kalla. „Það er mjög leiðinlegt að heyra af því að henni hafi liðið svona af því að það var ekki ætlun mín. Ég sé mikið eftir þessu. Þetta var árið 2008 og það er langur tími liðinn. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera langur tími en menningarlega eru fimmtán ár mjög langur tími,“ sagði Settman. Hann segist hafa hugsað allt öðruvísi í þá daga og svona grín kæmi aldrei til greina í dag. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Skíðaíþróttir Svíþjóð Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti