Virði X helmingi minna á einu ári Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2023 10:25 Elon Musk keypti Twitter á 44 milljarða dala fyrir rúmu ári. Fyrirtækið heitir nú X og er metið á nítján milljarða. EPA/JIM LO SCALZO Starfsmenn X, áður Twitter, fengu í gær hlutabréf í fyrirtækinu en fram kom í meðfylgjandi skjölum að fyrirtækið væri metið á 19 milljarða dala. Auðjöfurinn Elon Musk keypti fyrirtækið fyrir rétt rúmu ári á 44 milljarða dala, eða um sex billjónir króna. Virði fyrirtækisins hefur þá lækkað um 55 prósent á þessu eina ári. Á þeim tíma hefur Musk sagt upp meirihluta starfsmanna, dregið verulega úr ritstjórn og hleypt fólki sem hafði verið bannað á Twitter aftur þar inn. Þetta hefur leitt til þess að auglýsingatekjur fyrirtækisins hafa dregist verulega saman þar sem auglýsendur hafa dregið úr umsvifum sínum á samfélagsmiðlinum. Minni tekjur og meiri skuldir Eins og frægt er keypti Musk Twitter í fyrra á 44 milljarða dala. Eftir að hann skrifaði undir kaupsamning reyndi Musk ítrekað að komast undan honum og sleppa við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter meðal annars um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á samfélagsmiðlinum. Við kaupin stigmögnuðust skuldir fyrirtækisins og vaxtagreiðslur hækkuðu til muna. Þá hefur Musk sagt upp meira en helmingi starfsmanna fyrirtækisins og hefur hann verið sakaður um að greiða ekki reikninga og leigu, svo eitthvað sé nefnt. Musk hefur einnig látið færa ýmsa anga X sem hafa verið ókeypis í gegnum árin undir áskriftarþjónustu X. Þá sjá notendur ummæli áskrifenda ofar en svör þeirra sem ekki greiða fyrir áskrift og er fyrirtækið að gera tilraunir með að láta alla nýja notendur að X greiða einn dal í áskrift á mánuði, fyrir það að geta exað og átt í samskiptum við aðra. Sjá einnig: Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Musk hefur sagt að hann geti ímyndað sér að X verði eitt sinn um 250 milljarða dala virði. Hann sagði að það yrði þó erfiður árangur að ná. Hann vill gera X að því sem Musk hefur sjálfur lýst sem „allt forrit“ eða „everything app“ þar sem notendur munu geta átt í samskiptum við aðra, horft á myndbönd og jafnvel greitt reikninga. Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa þrýst töluvert á forsvarsmenn X og segja fyrirtækið brjóta gegn reglum sambandsins. Fregnir hafa borist af því að Musk hafi velt upp möguleikanum að loka á X í Evrópu, en hann hefur þvertekið fyrir að það sé rétt. Samfélagsmiðlar Twitter Tengdar fréttir Facebook án auglýsinga með nýrri áskriftarleið Meta mun nú bjóða upp á mánaðarlega áskriftarleið þar sem notendur geta greitt til að nota samfélagsmiðlana Facebook og Instagram án auglýsinga. Enn verður boðið upp á ókeypis aðgang að miðlunum með auglýsingum. 30. október 2023 14:10 Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. 1. september 2023 14:23 Hægja á vefsíðum fyrirtækja sem Musk er illa við Samfélagsmiðillinn X, sem hét áður Twitter, hefur kerfisbundið látið hlekki á vefsíður fyrirtækja sem Elon Musk er persónulega illa við opnast hægar en aðrir hlekkir. Samkeppnisaðilar eins og Facebook og fjölmiðlar eins og New York Times eru á meðal þeirra sem X hægði á. 16. ágúst 2023 08:55 Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. 10. ágúst 2023 11:40 Musk gert að fjarlægja risastórt X-skilti Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins X, áður Twitter, hefur verið gert að fjarlægja ristastórt skilti af vörumerki X af höfuðstöðvum fyrirtækisins X Corp. Yfirvöld í San Fransisco segja hann ekki hafa haft leyfi fyrir skiltinu. 1. ágúst 2023 17:05 Fuglinn Larry látinn flakka fyrir X Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opinberaði nýtt vörumerki Twitter, sem þegar er byrjað að birtast á internetinu. Twitter mun verða að X og vörumerkið er að breytast í samræmi við það. Fuglinn Larry, sem hefur fylgt Twitter um árabil, mun fljúga sína eigin leið. 24. júlí 2023 09:15 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Virði fyrirtækisins hefur þá lækkað um 55 prósent á þessu eina ári. Á þeim tíma hefur Musk sagt upp meirihluta starfsmanna, dregið verulega úr ritstjórn og hleypt fólki sem hafði verið bannað á Twitter aftur þar inn. Þetta hefur leitt til þess að auglýsingatekjur fyrirtækisins hafa dregist verulega saman þar sem auglýsendur hafa dregið úr umsvifum sínum á samfélagsmiðlinum. Minni tekjur og meiri skuldir Eins og frægt er keypti Musk Twitter í fyrra á 44 milljarða dala. Eftir að hann skrifaði undir kaupsamning reyndi Musk ítrekað að komast undan honum og sleppa við kaupin. Hann sakaði stjórn Twitter meðal annars um að hafa ekki útvegað sér gögn sem hann bað um varðandi raunverulegan fjölda falskra reikninga, eða botta, á samfélagsmiðlinum. Við kaupin stigmögnuðust skuldir fyrirtækisins og vaxtagreiðslur hækkuðu til muna. Þá hefur Musk sagt upp meira en helmingi starfsmanna fyrirtækisins og hefur hann verið sakaður um að greiða ekki reikninga og leigu, svo eitthvað sé nefnt. Musk hefur einnig látið færa ýmsa anga X sem hafa verið ókeypis í gegnum árin undir áskriftarþjónustu X. Þá sjá notendur ummæli áskrifenda ofar en svör þeirra sem ekki greiða fyrir áskrift og er fyrirtækið að gera tilraunir með að láta alla nýja notendur að X greiða einn dal í áskrift á mánuði, fyrir það að geta exað og átt í samskiptum við aðra. Sjá einnig: Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Musk hefur sagt að hann geti ímyndað sér að X verði eitt sinn um 250 milljarða dala virði. Hann sagði að það yrði þó erfiður árangur að ná. Hann vill gera X að því sem Musk hefur sjálfur lýst sem „allt forrit“ eða „everything app“ þar sem notendur munu geta átt í samskiptum við aðra, horft á myndbönd og jafnvel greitt reikninga. Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa þrýst töluvert á forsvarsmenn X og segja fyrirtækið brjóta gegn reglum sambandsins. Fregnir hafa borist af því að Musk hafi velt upp möguleikanum að loka á X í Evrópu, en hann hefur þvertekið fyrir að það sé rétt.
Samfélagsmiðlar Twitter Tengdar fréttir Facebook án auglýsinga með nýrri áskriftarleið Meta mun nú bjóða upp á mánaðarlega áskriftarleið þar sem notendur geta greitt til að nota samfélagsmiðlana Facebook og Instagram án auglýsinga. Enn verður boðið upp á ókeypis aðgang að miðlunum með auglýsingum. 30. október 2023 14:10 Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. 1. september 2023 14:23 Hægja á vefsíðum fyrirtækja sem Musk er illa við Samfélagsmiðillinn X, sem hét áður Twitter, hefur kerfisbundið látið hlekki á vefsíður fyrirtækja sem Elon Musk er persónulega illa við opnast hægar en aðrir hlekkir. Samkeppnisaðilar eins og Facebook og fjölmiðlar eins og New York Times eru á meðal þeirra sem X hægði á. 16. ágúst 2023 08:55 Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. 10. ágúst 2023 11:40 Musk gert að fjarlægja risastórt X-skilti Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins X, áður Twitter, hefur verið gert að fjarlægja ristastórt skilti af vörumerki X af höfuðstöðvum fyrirtækisins X Corp. Yfirvöld í San Fransisco segja hann ekki hafa haft leyfi fyrir skiltinu. 1. ágúst 2023 17:05 Fuglinn Larry látinn flakka fyrir X Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opinberaði nýtt vörumerki Twitter, sem þegar er byrjað að birtast á internetinu. Twitter mun verða að X og vörumerkið er að breytast í samræmi við það. Fuglinn Larry, sem hefur fylgt Twitter um árabil, mun fljúga sína eigin leið. 24. júlí 2023 09:15 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook án auglýsinga með nýrri áskriftarleið Meta mun nú bjóða upp á mánaðarlega áskriftarleið þar sem notendur geta greitt til að nota samfélagsmiðlana Facebook og Instagram án auglýsinga. Enn verður boðið upp á ókeypis aðgang að miðlunum með auglýsingum. 30. október 2023 14:10
Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. 1. september 2023 14:23
Hægja á vefsíðum fyrirtækja sem Musk er illa við Samfélagsmiðillinn X, sem hét áður Twitter, hefur kerfisbundið látið hlekki á vefsíður fyrirtækja sem Elon Musk er persónulega illa við opnast hægar en aðrir hlekkir. Samkeppnisaðilar eins og Facebook og fjölmiðlar eins og New York Times eru á meðal þeirra sem X hægði á. 16. ágúst 2023 08:55
Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. 10. ágúst 2023 11:40
Musk gert að fjarlægja risastórt X-skilti Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins X, áður Twitter, hefur verið gert að fjarlægja ristastórt skilti af vörumerki X af höfuðstöðvum fyrirtækisins X Corp. Yfirvöld í San Fransisco segja hann ekki hafa haft leyfi fyrir skiltinu. 1. ágúst 2023 17:05
Fuglinn Larry látinn flakka fyrir X Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opinberaði nýtt vörumerki Twitter, sem þegar er byrjað að birtast á internetinu. Twitter mun verða að X og vörumerkið er að breytast í samræmi við það. Fuglinn Larry, sem hefur fylgt Twitter um árabil, mun fljúga sína eigin leið. 24. júlí 2023 09:15