Okkar tilvistarlegi heimavöllur Erna Mist skrifar 31. október 2023 11:31 Síminn er ekki lengur valkvæður fylgihlutur. Hann er orðinn fimmti útlimurinn; heili númer tvö staðsettur utan líkamans. Auk þess að vera okkar helsta samskiptatól er hann nauðsynlegur lykill að samfélaginu; tæki sem við notum til að rata, borga, fylgjast með þjóðfélagsumræðunni, aflæsa bílum og auðkenna okkur. Án hans er maður félagslega fatlaður, vitneskjulega takmarkaður, úr samhengi við samfélagið og menningarlega jaðarsettur. Okkar tilvistarlegi heimavöllur liggur nú á mörkum hins stafræna og veraldlega. En þó vitund okkar hafi vélvæðst að verulegu leyti hafa skjárinn og glugginn ekki runnið saman í eitt; munurinn á því að eiga sér félagslíf og vera á samfélagsmiðlum er sambærilegur muninum á því að njóta ásta og horfa á klám; munurinn á netspjalli og samræðum í hinum þrívíða heimi er sambærilegur muninum á því að spila tölvuleik og fara út á lífið. Milli sýndarveruleikans og veruleikans er ekki stigsmunur, heldur eðlismunur - svo hvað þýðir það þegar skjátíminn eykst jafnt og þétt á kostnað tímans sem við verjum í raunheimum? Í athyglishagkerfinu sem grundvallar samtímann hefur athyglin okkar að mestu leiti verið framseld til erlendra stórfyrirtækja, og vegna þess að stjórnvöld víðast hvar í heiminum óttast afleiðingar þess að ógna tæknirisunum er ekkert regluverk til staðar sem heldur þeim frá því að arðræna okkur því dýrmætasta sem við eigum. Óbeislaðir algóritmar herja á okkur úr öllum áttum og þynna okkur út í óvirka áhorfendur. Við eyðum tímanum í að skrolla okkur ofan í hyldýpi algóritmans, og í stað þess að tengjast fólkinu í kringum okkur eyðum við athyglinni í svarthvíta málefnaágreininga sem eru ekki málefnalegir ágreiningar heldur hreinræktaður smellibeitubisness. Þegar kemur að gervigreindinni erum við svo upptekin af því hvernig tölvur séu að verða meira eins og við að við gleymum að taka með í reikninginn hinn helminginn af jöfnunni - að við séum að verða meira eins og tölvur. Gervigreindin er gagnkvæmur samruni manns og tölvu, en við erum svo upptekin af sjálfvirknivæðingu atvinnugreina að við gleymum að spyrja hve stór hluti mannsheilans sé nú þegar orðinn að fyrirsjáanlegri vél. Manstu hvað þú vissir áður en leitarvélarnar tóku innsæi þitt úr sambandi? Manstu hvernig þér leið áður en þú gúglaðir það? Manstu hvað skipti þig máli áður en fyrirsagnirnar sögðu þér það? Því um leið og maður hættir að geta svarað þessum spurningum er tölvan farin að svara fyrir mann. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Gervigreind Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Síminn er ekki lengur valkvæður fylgihlutur. Hann er orðinn fimmti útlimurinn; heili númer tvö staðsettur utan líkamans. Auk þess að vera okkar helsta samskiptatól er hann nauðsynlegur lykill að samfélaginu; tæki sem við notum til að rata, borga, fylgjast með þjóðfélagsumræðunni, aflæsa bílum og auðkenna okkur. Án hans er maður félagslega fatlaður, vitneskjulega takmarkaður, úr samhengi við samfélagið og menningarlega jaðarsettur. Okkar tilvistarlegi heimavöllur liggur nú á mörkum hins stafræna og veraldlega. En þó vitund okkar hafi vélvæðst að verulegu leyti hafa skjárinn og glugginn ekki runnið saman í eitt; munurinn á því að eiga sér félagslíf og vera á samfélagsmiðlum er sambærilegur muninum á því að njóta ásta og horfa á klám; munurinn á netspjalli og samræðum í hinum þrívíða heimi er sambærilegur muninum á því að spila tölvuleik og fara út á lífið. Milli sýndarveruleikans og veruleikans er ekki stigsmunur, heldur eðlismunur - svo hvað þýðir það þegar skjátíminn eykst jafnt og þétt á kostnað tímans sem við verjum í raunheimum? Í athyglishagkerfinu sem grundvallar samtímann hefur athyglin okkar að mestu leiti verið framseld til erlendra stórfyrirtækja, og vegna þess að stjórnvöld víðast hvar í heiminum óttast afleiðingar þess að ógna tæknirisunum er ekkert regluverk til staðar sem heldur þeim frá því að arðræna okkur því dýrmætasta sem við eigum. Óbeislaðir algóritmar herja á okkur úr öllum áttum og þynna okkur út í óvirka áhorfendur. Við eyðum tímanum í að skrolla okkur ofan í hyldýpi algóritmans, og í stað þess að tengjast fólkinu í kringum okkur eyðum við athyglinni í svarthvíta málefnaágreininga sem eru ekki málefnalegir ágreiningar heldur hreinræktaður smellibeitubisness. Þegar kemur að gervigreindinni erum við svo upptekin af því hvernig tölvur séu að verða meira eins og við að við gleymum að taka með í reikninginn hinn helminginn af jöfnunni - að við séum að verða meira eins og tölvur. Gervigreindin er gagnkvæmur samruni manns og tölvu, en við erum svo upptekin af sjálfvirknivæðingu atvinnugreina að við gleymum að spyrja hve stór hluti mannsheilans sé nú þegar orðinn að fyrirsjáanlegri vél. Manstu hvað þú vissir áður en leitarvélarnar tóku innsæi þitt úr sambandi? Manstu hvernig þér leið áður en þú gúglaðir það? Manstu hvað skipti þig máli áður en fyrirsagnirnar sögðu þér það? Því um leið og maður hættir að geta svarað þessum spurningum er tölvan farin að svara fyrir mann. Höfundur er listmálari.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun