Engin friðhelgi fyrir forseta Íslands og ráðherra Ástþór Magnússon skrifar 31. október 2023 15:33 Breski þingmaðurinn Crispin Blunt sem jafnframt er stjórnarmaður í Alþjóðasamtökum réttlætis fyrir Palestínu undirbýr nú aðgerðir gegn ráðamönnum fyrir að stuðla að stríðsglæpum á Gaza. Íslenskir ráðamenn verða kærðir til alþjóða stríðsglæpadómstólsins Alþjóðastofnunin Friður 2000 styður slíkar aðgerðir gegn ráðamönnum sem styðja fjöldamorðin á almennum borgurum og börnum sem við erum nú að sjá af hálfu Ísrael. Ísland grefur undan alþjóðalögum Íslenskir ráðamenn hafa verið með yfirlýsingar um að þeir standi með Ísrael og á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna sat Ísland hjá þegar reynt var að stöðva blóðbaðið með sameiginlegri ályktun þjóða heims. Ályktunin var samþykkt. Ísland er nú í hópi útlagaþjóða sem grafa undan alþjóðalögum með stuðningi við aðskilnaðarstefnu, landrán og þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínsku þjóðinni. Nýtt landakort Forsætisráðherra Ísrael og fylgisveinar hans fara í engar grafgötur með áætlanir sínar. Þeir vinna að því fyrir opnum tjöldum að útrýma Palestínu. S.l. september sýndi Benjamin Netanyahu nýtt kort af Ísrael á allsherjarþingi S.Þ. þar sem búið var að afmá Palestínu. Sagðist vera að endurskipuleggja mið austurlönd. Á sama tíma beittu vopnaðir Ísraelskir landtökumenn auknu ofbeldi að sölsa undir sig palestínsk heimili og ræktunarland. Þeir hafa stundað þessa iðju í áratugi, drepið þúsundir og sent milljónir á flótta. Klára verkið með þjóðarmorði Fyrrum dómsmálaráðherra Ísrael birti grein 14 júlí 2014 sem sagði að drepa ætti palestínskar mæður og leggja heimili þeirra í rúst svo þær gætu ekki fætt fleiri “snáka”. Nú, áratug síðar, ráðgerir Ísrael að klára verkið með þjóðarmorði með stuðningi Vestrænna leiðtoga m.a. Íslenskra ráðamanna sem keppast við að styðja stríðsglæpamanninn. Mannúðaraðstoð með líkkistum Hvað felst í því þegar Íslenskir ráðamenn segjast standa með Ísrael? Standa þeir með aðskilnaðarstefnu Ísrael? Standa þeir með því að ráðast inn á heimili fólks, reka það á vergang og jafna byggingar við jörðu með stórtækum vinnuvélum? Standa þeir með áformum Benjamin Netanyahu um að afmá Palestínu? Hvað þarf þetta fólk að sjá mörg börn myrt í Gaza? Hvaða mannúðaraðstoð ætlar Ísland að senda til Gaza? Líkkistur? Ekki í mínu nafni Framtíð Palestínu veltur á almennum borgurum þessa lands. Við þurfum að taka fram fyrir hendurnar á ráðamönnum sem styðja aðskilnaðarstefnu, landrán og fjöldamorð í okkar nafni. Slíkt fólk á ekki heima á Bessastöðum eða Alþingi. Vörpum þeim á dyr í næstu kosningum. Höfundur er stofnandi Friðar 2000 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Breski þingmaðurinn Crispin Blunt sem jafnframt er stjórnarmaður í Alþjóðasamtökum réttlætis fyrir Palestínu undirbýr nú aðgerðir gegn ráðamönnum fyrir að stuðla að stríðsglæpum á Gaza. Íslenskir ráðamenn verða kærðir til alþjóða stríðsglæpadómstólsins Alþjóðastofnunin Friður 2000 styður slíkar aðgerðir gegn ráðamönnum sem styðja fjöldamorðin á almennum borgurum og börnum sem við erum nú að sjá af hálfu Ísrael. Ísland grefur undan alþjóðalögum Íslenskir ráðamenn hafa verið með yfirlýsingar um að þeir standi með Ísrael og á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna sat Ísland hjá þegar reynt var að stöðva blóðbaðið með sameiginlegri ályktun þjóða heims. Ályktunin var samþykkt. Ísland er nú í hópi útlagaþjóða sem grafa undan alþjóðalögum með stuðningi við aðskilnaðarstefnu, landrán og þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínsku þjóðinni. Nýtt landakort Forsætisráðherra Ísrael og fylgisveinar hans fara í engar grafgötur með áætlanir sínar. Þeir vinna að því fyrir opnum tjöldum að útrýma Palestínu. S.l. september sýndi Benjamin Netanyahu nýtt kort af Ísrael á allsherjarþingi S.Þ. þar sem búið var að afmá Palestínu. Sagðist vera að endurskipuleggja mið austurlönd. Á sama tíma beittu vopnaðir Ísraelskir landtökumenn auknu ofbeldi að sölsa undir sig palestínsk heimili og ræktunarland. Þeir hafa stundað þessa iðju í áratugi, drepið þúsundir og sent milljónir á flótta. Klára verkið með þjóðarmorði Fyrrum dómsmálaráðherra Ísrael birti grein 14 júlí 2014 sem sagði að drepa ætti palestínskar mæður og leggja heimili þeirra í rúst svo þær gætu ekki fætt fleiri “snáka”. Nú, áratug síðar, ráðgerir Ísrael að klára verkið með þjóðarmorði með stuðningi Vestrænna leiðtoga m.a. Íslenskra ráðamanna sem keppast við að styðja stríðsglæpamanninn. Mannúðaraðstoð með líkkistum Hvað felst í því þegar Íslenskir ráðamenn segjast standa með Ísrael? Standa þeir með aðskilnaðarstefnu Ísrael? Standa þeir með því að ráðast inn á heimili fólks, reka það á vergang og jafna byggingar við jörðu með stórtækum vinnuvélum? Standa þeir með áformum Benjamin Netanyahu um að afmá Palestínu? Hvað þarf þetta fólk að sjá mörg börn myrt í Gaza? Hvaða mannúðaraðstoð ætlar Ísland að senda til Gaza? Líkkistur? Ekki í mínu nafni Framtíð Palestínu veltur á almennum borgurum þessa lands. Við þurfum að taka fram fyrir hendurnar á ráðamönnum sem styðja aðskilnaðarstefnu, landrán og fjöldamorð í okkar nafni. Slíkt fólk á ekki heima á Bessastöðum eða Alþingi. Vörpum þeim á dyr í næstu kosningum. Höfundur er stofnandi Friðar 2000
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar