Fótbolti

Kennie Chopart yfirgefur KR eftir sjö ára samband

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kennie Chopart hefur yfirgefið KR.
Kennie Chopart hefur yfirgefið KR. VÍSIR/BÁRA

Danski varnarmaðurinn Kennie Chopart hefur yfirgefið KR eftir að hafa leikið með liðinu frá árinu 2016.

Kennie Chopart kom til KR frá Fjölni árið 2016 og var fyrirliði liðsins á nýafstaðinni leiktíð í Bestu-deild karla. Hann er 33 ára gamall bakvörður sem hefur leikið á Íslandi frá árinu 2012, ef frá er talið sumarið 2014 þar sem hann lék með Arendal í Noregi.

Knattspyrnudeild KR greinir frá brotthvarfi leikmannsins á heimasíðu sinni og samfélagsmiðlum og er leikmanninum þakkað fyrir sitt framlag til félagsins.

Kennie hefur undanfarið verið orðaður við Fram. Rúnar Kristinsson tók nýverið við liðinu, en Rúnar var þjálfari Kennie hjá KR.

Þá er samningur Kristins Jónssonar við félagið einnig runninn út og verður fróðlegt að fylgjast með hvort hann verði áfram í Vesturbænum. Aðrir leikmenn eru enn á samningi við KR, en félagið réði Gregg Ryder sem nýjan þjálfara liðsins um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×