Hrópaði „þið munuð öll deyja“ og var skotin átta sinnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. október 2023 22:22 Frá aðgerðum lögreglu í dag. AP Lögreglumenn í París skutu konu klædda hijab svo hún hlaut lífshættulega áverka eftir að hún hrópaði orðin „Allahu Akbar“ eða „Guð er máttugastur“ og „þið munuð öll deyja“ í lestarstöð í borginni í morgun. Konan var skotin á lestarstöðinni Bibliotheque François-Mitterrand. Að sögn sjónarvotta hafði hún „látið frá sér ógnandi, jihadísk ummæli“. Franskir miðlar hafa eftir embætti saksóknara að konan hafi hótað að sprengja sig í loft upp. Þegar lögregla kom á vettvang var konan beðin um að halda ró sinni og rétta fram hendur. „Það sem gerðist síðan var að lögreglumenn höfðu engra annarra kosta völ en að skjóta á konuna í ljósi þess hve hættulegar aðstæðurnar voru,“ sagði Oliver Veran, talsmaður yfirvalda um málið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í París var hún skotin í kviðinn og í kjölfarið flutt á sjúkrahús. Þá séu áverkar hennar lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglumanns. Konan var hvorki með skotvopn né sprengiefni á sér þegar hún var skotin. Í frétt Reuters segir að Frakkland sé nú á hæsta viðbúnaðarstigi eftir að grunnskólakennari var skotinn til bana í bænum Arras í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Að sögn lögreglu hrópaði árásarmaðurinn í þeirri árás orðin „Allahu Akbar“ meðan á henni stóð. Talsmaður lögreglunnar í París segir líklegt að konan sé sú sama og sendi frönskum öryggissveitum hryðjuverkahótun fyrir tveimur árum og að hún hafi verið vistuð á geðdeild í kjölfarið. Tvö mál tengd atvikinu eru nú í rannsókn. Annars vegar hátterni konunnar og hins vegar lögmæti vopnanotkunar lögreglunnar í aðstæðunum. Frakkland Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Konan var skotin á lestarstöðinni Bibliotheque François-Mitterrand. Að sögn sjónarvotta hafði hún „látið frá sér ógnandi, jihadísk ummæli“. Franskir miðlar hafa eftir embætti saksóknara að konan hafi hótað að sprengja sig í loft upp. Þegar lögregla kom á vettvang var konan beðin um að halda ró sinni og rétta fram hendur. „Það sem gerðist síðan var að lögreglumenn höfðu engra annarra kosta völ en að skjóta á konuna í ljósi þess hve hættulegar aðstæðurnar voru,“ sagði Oliver Veran, talsmaður yfirvalda um málið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í París var hún skotin í kviðinn og í kjölfarið flutt á sjúkrahús. Þá séu áverkar hennar lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglumanns. Konan var hvorki með skotvopn né sprengiefni á sér þegar hún var skotin. Í frétt Reuters segir að Frakkland sé nú á hæsta viðbúnaðarstigi eftir að grunnskólakennari var skotinn til bana í bænum Arras í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Að sögn lögreglu hrópaði árásarmaðurinn í þeirri árás orðin „Allahu Akbar“ meðan á henni stóð. Talsmaður lögreglunnar í París segir líklegt að konan sé sú sama og sendi frönskum öryggissveitum hryðjuverkahótun fyrir tveimur árum og að hún hafi verið vistuð á geðdeild í kjölfarið. Tvö mál tengd atvikinu eru nú í rannsókn. Annars vegar hátterni konunnar og hins vegar lögmæti vopnanotkunar lögreglunnar í aðstæðunum.
Frakkland Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila