Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 12:51 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu. Um fjórðungur allra alvarlegra umferðarslysa á síðasta ári urðu á rafhlaupahjóli og í sumar leituðu um tveir til þrír á dag bráðamóttökuna vegna slysanna. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar, segir hjólin góðan samgögumáta að mörgu leyti en mikla fjölgun slysa áhyggjuefni. „Við verðum að fara taka á þessu á einhvern hátt og að setja einhverja umgjörð sem leiðir til þess að þessum slysum fækki. Það er bara óhæft að það verði svona mikið af slysum,“ segir Árni. Fjallað er um rafhlaupahjól og rætt við einstaklinga sem slösuðust lífshættulega á þeim í Kompás sem má sjá hér að neðan: Slysin tengjast að miklu leyti ölvunarakstri á hjólunum en Árni segir lagaumgjörðina hvað það varðar beinlínis lélega. Í umferðalögum er rafhlaupahjól fellt undir skilgreiningu reiðhjóla og lögregla hefur hingað til stuðst við ákvæði sem segir að enginn megi hjóla sé hann undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra efna að hann geti ekki stjórnað hjólinu örugglega. „Og þetta er bara afskaplega erfitt mat. Við getum verið sammála um að ef einstaklingur er það ölvaður að hann detti á hjólinu út af ölvun geti hann ekki stjórnað því örugglega og við erum nánast hverja einustu helgi yfir sumarmánuðina að sinna svona málum; þar sem fólk dettur og slasast og það fær síðan kæru fyrir að geta ekki stjórnað hjólinu örugglega.“ Viðkomandi er þá handtekinn, færður í blóðprufu og sektaður um þrjátíu þúsund krónur reynist hann ölvaður. Nokkur fjöldi hefur lent í þessu. „Þetta eru upp undir hundrað einstaklingar sem hafa verið sektaðir núna það sem af er ári,“ segir Árni. Auk þess sem ákvæðið er matskennt segir Árni ferlið tímafrekt en til skoðunar er að breyta þessu. Í frumvarpi sem liggur í samráðsgátt er ölvunarakstur á rafhlaupahjólum felldur undir sama viðurlagaákvæði og almennur ölvunarakstur. Lögreglu er þá veitt heimild til þess að stoppa fólk á hjólunum, láta það blása og sekta á staðnum. Árni vonar að það gangi í gegn. „Ég sé ekki fyrir mér að við verðum gráir fyrir járnum á hverjum einasta göngustíg að stöðva ökumenn á en engu að síður eru þetta hlutir sem við verðum að geta gripið inn í.“ Hjólreiðafólk vill fremur takmarka næturstarfsemi Fyrirkomulagið sem lagt er til í frumvarpinu hefur þó sætt gagnrýni. Í umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við það er lagt til að frekar verði farin sú leið að takmarka útleigu hjóla á ákveðnum tímum, til dæmis í miðborginni um helgar frá klukkan níu á kvöldin til sex á morgnana. „Það er nefnilega hætt við því að lögregla muni ekki sinna þessu verkefni í forvarnarskyni heldur munu áhrifin fyrst og fremst verða að lögregla muni sekta þá ökumenn sem hafa lent í slysi undir áhrifum á rafhlaupahjóli. Það gæti jafnvel orðið til þess að fólk muni forðast það að kalla á aðstoð þegar það lendir í slysum til að forðast sektargreiðslur,“ segir í umsögninni. „Útleiga á rafhlaupahjólum við þær kringumstæður þegar fólk er vitstola af áfengisneyslu má líkja við að það væri boðið upp á þá þjónustu að fá sér bílaleigubíl úr bænum án þess að gengið sé úr skugga um að það sé ökufært vegna áfengisneyslu,“ segir í umsögn hjólreiðamanna. Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Hjólreiðar Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Um fjórðungur allra alvarlegra umferðarslysa á síðasta ári urðu á rafhlaupahjóli og í sumar leituðu um tveir til þrír á dag bráðamóttökuna vegna slysanna. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar, segir hjólin góðan samgögumáta að mörgu leyti en mikla fjölgun slysa áhyggjuefni. „Við verðum að fara taka á þessu á einhvern hátt og að setja einhverja umgjörð sem leiðir til þess að þessum slysum fækki. Það er bara óhæft að það verði svona mikið af slysum,“ segir Árni. Fjallað er um rafhlaupahjól og rætt við einstaklinga sem slösuðust lífshættulega á þeim í Kompás sem má sjá hér að neðan: Slysin tengjast að miklu leyti ölvunarakstri á hjólunum en Árni segir lagaumgjörðina hvað það varðar beinlínis lélega. Í umferðalögum er rafhlaupahjól fellt undir skilgreiningu reiðhjóla og lögregla hefur hingað til stuðst við ákvæði sem segir að enginn megi hjóla sé hann undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra efna að hann geti ekki stjórnað hjólinu örugglega. „Og þetta er bara afskaplega erfitt mat. Við getum verið sammála um að ef einstaklingur er það ölvaður að hann detti á hjólinu út af ölvun geti hann ekki stjórnað því örugglega og við erum nánast hverja einustu helgi yfir sumarmánuðina að sinna svona málum; þar sem fólk dettur og slasast og það fær síðan kæru fyrir að geta ekki stjórnað hjólinu örugglega.“ Viðkomandi er þá handtekinn, færður í blóðprufu og sektaður um þrjátíu þúsund krónur reynist hann ölvaður. Nokkur fjöldi hefur lent í þessu. „Þetta eru upp undir hundrað einstaklingar sem hafa verið sektaðir núna það sem af er ári,“ segir Árni. Auk þess sem ákvæðið er matskennt segir Árni ferlið tímafrekt en til skoðunar er að breyta þessu. Í frumvarpi sem liggur í samráðsgátt er ölvunarakstur á rafhlaupahjólum felldur undir sama viðurlagaákvæði og almennur ölvunarakstur. Lögreglu er þá veitt heimild til þess að stoppa fólk á hjólunum, láta það blása og sekta á staðnum. Árni vonar að það gangi í gegn. „Ég sé ekki fyrir mér að við verðum gráir fyrir járnum á hverjum einasta göngustíg að stöðva ökumenn á en engu að síður eru þetta hlutir sem við verðum að geta gripið inn í.“ Hjólreiðafólk vill fremur takmarka næturstarfsemi Fyrirkomulagið sem lagt er til í frumvarpinu hefur þó sætt gagnrýni. Í umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna við það er lagt til að frekar verði farin sú leið að takmarka útleigu hjóla á ákveðnum tímum, til dæmis í miðborginni um helgar frá klukkan níu á kvöldin til sex á morgnana. „Það er nefnilega hætt við því að lögregla muni ekki sinna þessu verkefni í forvarnarskyni heldur munu áhrifin fyrst og fremst verða að lögregla muni sekta þá ökumenn sem hafa lent í slysi undir áhrifum á rafhlaupahjóli. Það gæti jafnvel orðið til þess að fólk muni forðast það að kalla á aðstoð þegar það lendir í slysum til að forðast sektargreiðslur,“ segir í umsögninni. „Útleiga á rafhlaupahjólum við þær kringumstæður þegar fólk er vitstola af áfengisneyslu má líkja við að það væri boðið upp á þá þjónustu að fá sér bílaleigubíl úr bænum án þess að gengið sé úr skugga um að það sé ökufært vegna áfengisneyslu,“ segir í umsögn hjólreiðamanna.
Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Hjólreiðar Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira