Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2023 13:54 Kim Jong Un og Vladimír Pútín funduðu í Rússlandi í sumar. AP/Vladimir Smirnov Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. Síðasta tilraunin til að skjóta gervihnetti á loft frá Norður-Kóreu misheppnaðist í ágúst. Þá lýstu yfirvöld ríkisins því yfir að aftur yrði reynt í október en ekkert varð af því. Nú segja ráðamenn í Suður-Kóreu að lokaundirbúningur fyrir nýtt geimskot eigi sér nú stað. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að talið sé að verið sé að gera lokakönnun á eldflaugum og hreyflum sem nota á við geimskotið, samkvæmt yfirmönnum Leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem fræddu þingmenn um stöðuna á dögunum. Þá segir í fréttinni að talið sé að geimvísindamenn Norður-Kóreu hafi fengið tæknilega aðstoð við þróun gervihnatta og því séu meiri líkur á því að þetta geimskot heppnist. Talið er að þessi aðstoð sé liður í samkomulagi sem Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, gerði við Valdimír Pútín, einræðisherra Rússlands, þegar sá fyrrnefndi fór til Rússlands fyrr á árinu. Þessa aðstoð fá Kóreumenn í skiptum fyrir gífurlega mikið af sprengikúlum fyrir stórskotalið sem sendar hafa verið til Rússlands frá Norður-Kóreu. Yfirvöld í Suður-Kóreu áætla að Norður-Kóreumenn hafi sent meira en milljón sprengikúlur til Rússlands í um það bil tíu sendingum. Það samsvarar um tveggja mánaða notkun Rússa í Úkraínu en Norður-Kórea sendi einnig stórskotaliðsvopn og önnur hergögn til Rússlands. Þetta mun líklega veita Rússum ákveðið forskot gegn Úkraínumönnum, þar sem stórskotalið skiptir sköpum í stíðinu þar. Kim Jong Un hefur lengi viljað koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Talið er að þetta sé liður í eldflauga- og kjarnorkuvopnaætlunum Norður-Kóreu, þar sem unnið hefur verið að þróun langdrægra eldflauga um árabil. Þessar eldflaugar eiga að geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Þróun bæði eldflauganna og kjarnorkuvopnanna eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Áðurnefndum þingmönnum í Suður-Kóreu var þó tilkynnt í vikunni að Norður-Kóreumenn hafi enn ekki náð tökum á tækninni sem þarf til að minnka kjarnorkuvopn svo þau komist fyrir í umræddum eldflaugum og herða þau, svo vopnin þoli hitann, titringinn og annað við endurkomu í gufuhvolf jarðarinnar. Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10 Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Síðasta tilraunin til að skjóta gervihnetti á loft frá Norður-Kóreu misheppnaðist í ágúst. Þá lýstu yfirvöld ríkisins því yfir að aftur yrði reynt í október en ekkert varð af því. Nú segja ráðamenn í Suður-Kóreu að lokaundirbúningur fyrir nýtt geimskot eigi sér nú stað. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að talið sé að verið sé að gera lokakönnun á eldflaugum og hreyflum sem nota á við geimskotið, samkvæmt yfirmönnum Leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem fræddu þingmenn um stöðuna á dögunum. Þá segir í fréttinni að talið sé að geimvísindamenn Norður-Kóreu hafi fengið tæknilega aðstoð við þróun gervihnatta og því séu meiri líkur á því að þetta geimskot heppnist. Talið er að þessi aðstoð sé liður í samkomulagi sem Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, gerði við Valdimír Pútín, einræðisherra Rússlands, þegar sá fyrrnefndi fór til Rússlands fyrr á árinu. Þessa aðstoð fá Kóreumenn í skiptum fyrir gífurlega mikið af sprengikúlum fyrir stórskotalið sem sendar hafa verið til Rússlands frá Norður-Kóreu. Yfirvöld í Suður-Kóreu áætla að Norður-Kóreumenn hafi sent meira en milljón sprengikúlur til Rússlands í um það bil tíu sendingum. Það samsvarar um tveggja mánaða notkun Rússa í Úkraínu en Norður-Kórea sendi einnig stórskotaliðsvopn og önnur hergögn til Rússlands. Þetta mun líklega veita Rússum ákveðið forskot gegn Úkraínumönnum, þar sem stórskotalið skiptir sköpum í stíðinu þar. Kim Jong Un hefur lengi viljað koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Talið er að þetta sé liður í eldflauga- og kjarnorkuvopnaætlunum Norður-Kóreu, þar sem unnið hefur verið að þróun langdrægra eldflauga um árabil. Þessar eldflaugar eiga að geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Þróun bæði eldflauganna og kjarnorkuvopnanna eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Áðurnefndum þingmönnum í Suður-Kóreu var þó tilkynnt í vikunni að Norður-Kóreumenn hafi enn ekki náð tökum á tækninni sem þarf til að minnka kjarnorkuvopn svo þau komist fyrir í umræddum eldflaugum og herða þau, svo vopnin þoli hitann, titringinn og annað við endurkomu í gufuhvolf jarðarinnar.
Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10 Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18
Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58
Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10
Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27