Hafði ekki skorað í ár en gerði svo þrennu: „Þetta eru tómatsósuáhrifin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 09:01 Ísak Bergmann Jóhannesson var hetja Düsseldorf í bikarleiknum gegn Unterhaching. getty/Matthias Balk Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leikur Fortuna Düsseldorf gegn Unterhaching í þýsku bikarkeppninni í fyrradag sé einn af hans eftirminnilegustu á ferlinum. Skagamaðurinn skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum í leiknum og lagði auk þess upp eitt mark. Dusseldorf, sem er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar, lenti 0-2 undir gegn Unterhaching sem er í 10. sæti C-deildarinnar. En þá tók Ísak til sinna ráða. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik og á 65. mínútu lagði hann upp mark fyrir Felix Klaus. Mínútu seinna snerist dæmið við og Klaus lagði upp mark fyrir Ísak. Unterhaching náði forystunni á ný á 71. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Ísak aftur. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 3-3, og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir frá Düsseldorf sterkari aðilinn. Ísak skoraði fjórða mark liðsins og þriðja mark sitt í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar og Christos Tzolis og Dennis Jastrzembski bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 3-6, Düsseldorf í vil. Undirbúningur Ísaks fyrir þennan ótrúlega leik var ekki ákjósanlegur. „Ég lenti í veikindum í vikunni og það var skynsamlegast að byrja með mig á bekknum,“ sagði Skagamaðurinn í samtali við Vísi í gær. „Mér datt ekki í hug að ég myndi skora fyrstu þrennuna mína og leggja upp mark til viðbótar. Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld.“ Hafði ekki skorað í ár Ísak var búinn að bíða lengi eftir marki og þegar það kom loksins fylgdu tvö í kjölfarið. „Ég hef ekki skorað þrennu áður. Ég hafði bara gefið tvær stoðsendingar og skorað eitt mark. Ég spilaði minna með FC Kaupmannahöfn fyrri part ársins þannig að ég hafði ekki skorað í keppnisleik á þessu ári. Þetta eru tómatsósuáhrifin; það kom allt í einni bunu. Þetta var áhugavert. Að hafa ekki skorað á árinu en gera svo þrennu í einum leik var mjög skemmtilegt,“ sagði Ísak. Ísak fagnar eftir að hafa jafnað í 3-3 gegn Unterhaching.getty/Matthias Balk Hann setur leikinn hiklaust ofarlega á lista yfir þá eftirminnilegustu á ferlinum. „Leikirnir þegar maður vinnur titla eru eftirminnilegir og liðið skiptir alltaf mestu máli. Ég hef alltaf verið meira fyrir að leggja upp en að skora þrennu er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi,“ sagði Ísak sem var fljótur að næla sér í minjagrip um leikinn. „Ég rændi boltanum því maður þarf að muna eftir þessu. Ég er ekki þekktur fyrir að skora, frekar fyrir að leggja upp. Þetta var mjög eftirminnilegur dagur og ég mun seint gleyma honum,“ sagði Ísak. Þýski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira
Dusseldorf, sem er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar, lenti 0-2 undir gegn Unterhaching sem er í 10. sæti C-deildarinnar. En þá tók Ísak til sinna ráða. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik og á 65. mínútu lagði hann upp mark fyrir Felix Klaus. Mínútu seinna snerist dæmið við og Klaus lagði upp mark fyrir Ísak. Unterhaching náði forystunni á ný á 71. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Ísak aftur. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 3-3, og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir frá Düsseldorf sterkari aðilinn. Ísak skoraði fjórða mark liðsins og þriðja mark sitt í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar og Christos Tzolis og Dennis Jastrzembski bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 3-6, Düsseldorf í vil. Undirbúningur Ísaks fyrir þennan ótrúlega leik var ekki ákjósanlegur. „Ég lenti í veikindum í vikunni og það var skynsamlegast að byrja með mig á bekknum,“ sagði Skagamaðurinn í samtali við Vísi í gær. „Mér datt ekki í hug að ég myndi skora fyrstu þrennuna mína og leggja upp mark til viðbótar. Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld.“ Hafði ekki skorað í ár Ísak var búinn að bíða lengi eftir marki og þegar það kom loksins fylgdu tvö í kjölfarið. „Ég hef ekki skorað þrennu áður. Ég hafði bara gefið tvær stoðsendingar og skorað eitt mark. Ég spilaði minna með FC Kaupmannahöfn fyrri part ársins þannig að ég hafði ekki skorað í keppnisleik á þessu ári. Þetta eru tómatsósuáhrifin; það kom allt í einni bunu. Þetta var áhugavert. Að hafa ekki skorað á árinu en gera svo þrennu í einum leik var mjög skemmtilegt,“ sagði Ísak. Ísak fagnar eftir að hafa jafnað í 3-3 gegn Unterhaching.getty/Matthias Balk Hann setur leikinn hiklaust ofarlega á lista yfir þá eftirminnilegustu á ferlinum. „Leikirnir þegar maður vinnur titla eru eftirminnilegir og liðið skiptir alltaf mestu máli. Ég hef alltaf verið meira fyrir að leggja upp en að skora þrennu er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi,“ sagði Ísak sem var fljótur að næla sér í minjagrip um leikinn. „Ég rændi boltanum því maður þarf að muna eftir þessu. Ég er ekki þekktur fyrir að skora, frekar fyrir að leggja upp. Þetta var mjög eftirminnilegur dagur og ég mun seint gleyma honum,“ sagði Ísak.
Þýski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira