Handbolti

Mæta Angóla nokkrum dögum fyrir leik liðanna á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland er á leið á HM í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.
Ísland er á leið á HM í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. vísir/diego

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur þátt á æfingamóti í Noregi í aðdragandanum fyrir HM þar í landi.

Íslenska liðið kemur saman 20. nóvember og heldur út til Lillehammer í Noregi tveimur dögum síðar til að taka þátt á Posten Cup ásamt heimakonum, Póllandi og Angóla.

Ísland er einnig með Angóla í riðli á HM og mætir því angólska liðinu tvisvar á níu dögum. Íslendingar mæta Pólverjum á Posten Cup 23. nóvember, Norðmönnum 25. nóvember og Angólamönnum degi seinna.

Íslenska liðið heldur svo til Stavanger 29. nóvember og degi síðar er komið að fyrsta leik þess á HM, gegn Slóveníu. Ísland mætir Frakklandi 2. desember og Angóla tveimur dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×