Bayern úr leik eftir tap gegn liði í þriðju deild Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 22:00 Leikmenn Saarbrucken fagna sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Stórlið Bayern Munchen er úr leik í þýska bikarnum eftir 2-1 tap gegn þriðjudeildarliði Saarbrucken. Sigurmark heimamanna kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. Bayern Munchen er án efa stærsta liðið í þýska boltanum og áttu flestir von á auðveldum sigri liðsins gegn Saarbrucken sem leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi. Bayern stillti upp sterku liði og það var hinn margreyndi landsliðsmaður Thomas Muller sem kom Bayern yfir á 16. mínútu og allt samkvæmt áætlun hjá Bæjurum. Það átti hins vegar heldur betur eftir að breytast. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Patrik Sontheimer metin fyrir Saarbrucken og staðan jöfn í hálfleik. BAYERN MUNICH ARE KNOCKED OUT OF THE DFB POKAL BY THIRD DIVISION SAARBRÜCKEN pic.twitter.com/a7rc2bTNfp— ESPN FC (@ESPNFC) November 1, 2023 Jamal Musiala, Serge Gnabry og Kingsley Coman komu allir inn á eftir klukkutíma leik en liði Bayern tókst þó ekki að skora. Það gerðu hins vegar heimamenn. Þegar tæpar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Marcel Gaus sigurmark Saarbrucken og tryggði liðinu ótrúlegan sigur. Allt ætlaði um koll að keyra enda liðið í 15. sæti þriðju efstu deildar í Þýskalandi. Magnað afrek. Borussia Dortmund tryggði sér sæti í næstu umferð með 1-0 sigri á Hoffenheim. Marco Reus skoraði sigurmarkið. Topplið Bayern Leverkusen fór örugglega áfram eftir 5-2 útisigur á Sandhausen. Úrslit kvöldsins í þýska bikarnum: Dortmund - Hoffenheim 1-0Freiburg - Paderborn 1-3Holstein Kiel - Magdeburg 3-3 (6-7 eftir vítakeppni)Sandhausen - Leverkusen 2-5Hertha Berlin - Mainz 3-0Saarbrucken - Bayern Munchen 2-1Viktoria Köln - Frankfurt 0-2 Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Bayern Munchen er án efa stærsta liðið í þýska boltanum og áttu flestir von á auðveldum sigri liðsins gegn Saarbrucken sem leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi. Bayern stillti upp sterku liði og það var hinn margreyndi landsliðsmaður Thomas Muller sem kom Bayern yfir á 16. mínútu og allt samkvæmt áætlun hjá Bæjurum. Það átti hins vegar heldur betur eftir að breytast. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Patrik Sontheimer metin fyrir Saarbrucken og staðan jöfn í hálfleik. BAYERN MUNICH ARE KNOCKED OUT OF THE DFB POKAL BY THIRD DIVISION SAARBRÜCKEN pic.twitter.com/a7rc2bTNfp— ESPN FC (@ESPNFC) November 1, 2023 Jamal Musiala, Serge Gnabry og Kingsley Coman komu allir inn á eftir klukkutíma leik en liði Bayern tókst þó ekki að skora. Það gerðu hins vegar heimamenn. Þegar tæpar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Marcel Gaus sigurmark Saarbrucken og tryggði liðinu ótrúlegan sigur. Allt ætlaði um koll að keyra enda liðið í 15. sæti þriðju efstu deildar í Þýskalandi. Magnað afrek. Borussia Dortmund tryggði sér sæti í næstu umferð með 1-0 sigri á Hoffenheim. Marco Reus skoraði sigurmarkið. Topplið Bayern Leverkusen fór örugglega áfram eftir 5-2 útisigur á Sandhausen. Úrslit kvöldsins í þýska bikarnum: Dortmund - Hoffenheim 1-0Freiburg - Paderborn 1-3Holstein Kiel - Magdeburg 3-3 (6-7 eftir vítakeppni)Sandhausen - Leverkusen 2-5Hertha Berlin - Mainz 3-0Saarbrucken - Bayern Munchen 2-1Viktoria Köln - Frankfurt 0-2
Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira